Um 120 kjarasamningar eru nú lausir og þessir samningar ná yfir um 25% af þeim tæplega 196.000 sem eru á vinnumarkaði hér á landi. 43 mál eru nú á borði ríkissáttasemjara, sem er óvenju mikill fjöldi samkvæmt upplýsingum frá embættinu og þar af hefur sjö verið vísað þangað það sem af er þessu ári. Yfir 60 sáttafundir hafa verið haldnir í Karphúsinu á þeim átta vikum sem liðnar eru af þessu ári, auk nokkurs fjölda vinnufunda.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild HÍ og sérfræðingur í málefnum vinnumarkaðar, segir að það sé ekki nýtt að svo margir kjarasamningar hafi verið lausir á sama tíma, en athygli veki hversu lengi einstakir samningar hafi verið lausir. „En það sem vekur einna mesta athygli er hversu mikill órói er á almenna markaðnum. Líklega er þetta mesta ólga þar frá því fyrir 1990, áður …
Athugasemdir