Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Flutti eldræðu um dýraiðnaðinn: „Síðan tökum við mjólkina“

Joaquin Phoen­ix fagn­aði verð­laun­um fyr­ir hlut­verk sitt í Joker með hug­vekju um mann­kyn­ið og dýra­iðn­að­inn.

Flutti eldræðu um dýraiðnaðinn: „Síðan tökum við mjólkina“
Joaquin Phoenix „Ég hef verið óþokki,“ sagði Phoenix, með verðlaun í höndunum fyrir Joker.

Joaquin Phoenix, sem hefur verið vegan frá því hann var þriggja ára gamall, hélt eldræðu um framkomu mannkynsins við aðrar dýrategundir, í þakkarræðu sinni eftir að hann hlaut verðlaun sem besti leikarinn, í kvikmyndinni Joker, á Óskarsverðlaununum í nótt.

„Við teljum okkur eiga tilkall til þess að sæða kýr og stela afkvæmi hennar, jafnvel þótt harmakvein hennar séu auðheyranleg. Síðan tökum við mjólkina, sem er ætluð kálfi hennar, og við setjum hana í kaffið okkar og morgunkornið,“ sagði hann.

„Ég held að við óttumst hugmyndina um persónulegar breytingar vegna þess að við höldum að við þurfum að fórna einhverju og láta af einhverju, en manneskjur, upp á sitt besta, búa yfir hugmyndaauðgi og snilld, og ég held að þegar við byggjum á ást og samhyggð sem grundvallaratriði, getum við skapað, þróað og innleitt kerfi sem breyta fyrir allar skynjandi verur og umhverfið.“

Joaquin gerði jafnframt upp við sína eigin framkomu gagnvart öðrum og lofaði þá sem veita endurlausn. 

„Ég hef verið sjálfselskur. Ég hef verið grimmur“

„Ég hef verið óþokki, í mínu lífi. Ég hef verið sjálfselskur. Ég hef verið grimmur, erfiður í samstarfi. Og ég er svo þakklátur að svona margir hérna inni hafa gefið mér annað tækifæri. Og ég held að þá séum við upp á okkar besta, þegar við styðjum hvert annað, ekki þegar við útilokum hvert annað út á mistök fortíðarinnar, heldur þegar við hjálpum hvert öðru að vaxa, þegar við uppfræðum hvert annað, þegar við leiðum hvort annað til lausnar. Þannig er mannkynið best.“

Undir lok ræðu sinnar vitnaði Joaquin í texta bróður síns, Rivers Phoenix, frá því  hann var sautján ára. „Hlauptu til bjargar með ást, og friður mun fylgja.“

River Phoenix, sem einnig var bæði leikari og baráttumaður fyrir réttindum dýra, lést 23 ára gamall fyrir utan næturklúbb í Hollywood, eftir að hafa tekið of stóran skammt vímuefna, þegar Joaquin var 19 ára.

Joaquin Phoenix hefur verið vegan frá því hann var þriggja ára gamall, að hans sögn eftir að hafa skynjað óréttlæti við að sjá fisk veiddan og slegið í hlið bátsins til aflífunar.

Verðlaunaræða Joaquin PhoenixEftir að hafa hlotið verðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki í kvikmyndinni Joker, hélt Joaquin Phoenix eldræðu um kærleikann og notkun mannkynsins á öðrum dýrategundum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
3
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár