Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Flutti eldræðu um dýraiðnaðinn: „Síðan tökum við mjólkina“

Joaquin Phoen­ix fagn­aði verð­laun­um fyr­ir hlut­verk sitt í Joker með hug­vekju um mann­kyn­ið og dýra­iðn­að­inn.

Flutti eldræðu um dýraiðnaðinn: „Síðan tökum við mjólkina“
Joaquin Phoenix „Ég hef verið óþokki,“ sagði Phoenix, með verðlaun í höndunum fyrir Joker.

Joaquin Phoenix, sem hefur verið vegan frá því hann var þriggja ára gamall, hélt eldræðu um framkomu mannkynsins við aðrar dýrategundir, í þakkarræðu sinni eftir að hann hlaut verðlaun sem besti leikarinn, í kvikmyndinni Joker, á Óskarsverðlaununum í nótt.

„Við teljum okkur eiga tilkall til þess að sæða kýr og stela afkvæmi hennar, jafnvel þótt harmakvein hennar séu auðheyranleg. Síðan tökum við mjólkina, sem er ætluð kálfi hennar, og við setjum hana í kaffið okkar og morgunkornið,“ sagði hann.

„Ég held að við óttumst hugmyndina um persónulegar breytingar vegna þess að við höldum að við þurfum að fórna einhverju og láta af einhverju, en manneskjur, upp á sitt besta, búa yfir hugmyndaauðgi og snilld, og ég held að þegar við byggjum á ást og samhyggð sem grundvallaratriði, getum við skapað, þróað og innleitt kerfi sem breyta fyrir allar skynjandi verur og umhverfið.“

Joaquin gerði jafnframt upp við sína eigin framkomu gagnvart öðrum og lofaði þá sem veita endurlausn. 

„Ég hef verið sjálfselskur. Ég hef verið grimmur“

„Ég hef verið óþokki, í mínu lífi. Ég hef verið sjálfselskur. Ég hef verið grimmur, erfiður í samstarfi. Og ég er svo þakklátur að svona margir hérna inni hafa gefið mér annað tækifæri. Og ég held að þá séum við upp á okkar besta, þegar við styðjum hvert annað, ekki þegar við útilokum hvert annað út á mistök fortíðarinnar, heldur þegar við hjálpum hvert öðru að vaxa, þegar við uppfræðum hvert annað, þegar við leiðum hvort annað til lausnar. Þannig er mannkynið best.“

Undir lok ræðu sinnar vitnaði Joaquin í texta bróður síns, Rivers Phoenix, frá því  hann var sautján ára. „Hlauptu til bjargar með ást, og friður mun fylgja.“

River Phoenix, sem einnig var bæði leikari og baráttumaður fyrir réttindum dýra, lést 23 ára gamall fyrir utan næturklúbb í Hollywood, eftir að hafa tekið of stóran skammt vímuefna, þegar Joaquin var 19 ára.

Joaquin Phoenix hefur verið vegan frá því hann var þriggja ára gamall, að hans sögn eftir að hafa skynjað óréttlæti við að sjá fisk veiddan og slegið í hlið bátsins til aflífunar.

Verðlaunaræða Joaquin PhoenixEftir að hafa hlotið verðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki í kvikmyndinni Joker, hélt Joaquin Phoenix eldræðu um kærleikann og notkun mannkynsins á öðrum dýrategundum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár