„Fyrir alla aðstandendur þeirra sem glíma við geðsjúkdóma, foreldra, maka, börn, systkini eða aðra, þá held ég að tilfinningarnar séu svipaðar. Það er mikil meðvirkni með þeim sem eru veik og fólk sjálft verður í raun og veru veikt sjálft. Í erfiðum aðstæðum, þar sem fólk fær ekki aðstoð, stuðning og hjálp, þá veikjast aðstandendur hreinlega líka. Þetta verður fjölskyldusjúkdómur.“ Þetta segir Sigríður Gísladóttir, stjórnarkona í Geðhjálp og aðstandandi. Sigríður bjó árum saman með veikri móður sinni án þess að fá aðstoð eða stuðning. Álagið sem Sigríður bjó þar við og hinar erfiðu aðstæður ollu því að sautján ára veiktist hún einnig af geðsjúkdómi, alvarlegri átröskun, auk þess sem hún hefur glímt við þunglyndi, kvíða og áfallastreituröskun.
Í bók Auðar Styrkársdóttur, Helga sögu, og í viðtali við hana hér í blaðinu lýsir hún því hversu hart andleg veikindi Helga bróður …
Athugasemdir