Fáir hefðu átt von á því í upphafi árs að úkraínskt flugfélag myndi lenda í miðpunkti deilna Bandaríkjanna og Íran, tveggja ríkja sem virðast reglulega ramba á barmi stríðs. Þó er margt hér sem virðist undarlega kunnuglegt.
Boeing 737-800 farþegavél úkraínska flugfélagsins UIA brotlenti í úthverfi Teheran þann 8. janúar, með þeim afleiðingum að allir 176 farþegar og áhöfn létu lífið. Dagurinn er reyndar annar í jólum samkvæmt orþódoxkirkjunni sem flestir Úkraínumenn tilheyra. Á tímum Sovétríkjanna var ekki vel séð að halda upp á kirkjulegar hátíðir svo öll áhersla fór í staðinn á gamlárskvöld sem hefur lítið með trúarbrögð að gera. Eftir fall Sovét hafa kirkjujólin þó aftur orðið að hátíðisdögum. Zelensky forseti, sem var gamanleikari áður en hann sneri sér að stjórnmálum og hefur tekið á móti kollega sínum Jóni Gnarr, ákvað að verja jólafríi sínu í Oman við Persaflóa. Þangað flaug hann á eigin kostnað og vildi ræða …
Athugasemdir