Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Löngum dvölum á bráðamóttöku hefur fjölgað hratt

Fjöldi þeirra sjúk­linga sem dvelja tvo daga eða leng­ur á bráða­deild meira en tvö­fald­að­ist á tveim­ur ár­um. „Styttra og styttra er milli álag­stoppa og þeir vara leng­ur og leng­ur,“ seg­ir formað­ur Lækna­fé­lags­ins.

Löngum dvölum á bráðamóttöku hefur fjölgað hratt
Bráðamóttaka Landspítalans Heilbrigðisstarfsmenn hafa talað um neyðarástand á deildinni að undanförnu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Álag á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi er komið langt yfir þolmörk og dvalardagar sjúklinga við deildina hafa margfaldast á undanförnum árum. Á þetta bendir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Læknafélagið hefur varað sóttvarnalækni, Vinnueftirlit ríkisins, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Persónuvernd og Embætti landlæknis við stöðunni, með tilliti til öryggis sjúklinga og starfsmanna, persónuverndar, sóttvarna og eldvarna. „Álag á Landspítalann er komið yfir þolmörk eins og heyra má af lýsingum starfsfólks og starfsemistölur staðfesta,“ skrifar Reynir. Þær sýna stigvaxandi fjölda bráðveikra sjúklinga sem þurfa innlögn á sjúkrahús.“

Reynir Arngrímsson

Bendir hann á að fjöldi dvalardaga þeirra sjúklinga sem dveljast lengur en tvo daga á deildinni hafi margfaldast undanfarin ár og orðið sögulega hár undir lok nýliðins árs. Þannig voru í nóvember 2017 aðeins 100 sjúklingar sem dvöldu tvo daga eða lengur á deildinni. Í nóvember 2018 voru þeir 193 og í nóvember 2019 voru 250 sjúklingar sem dvöldu lengur en í tvo daga. Að sama skapi hefur fjölgað þeim sjúklingum sem dvelja enn lengur á deildinni, það er í þrjá eða fleiri daga.

„Styttra og styttra er milli álagstoppa og þeir vara lengur og lengur,“ skrifar Reynir. „Ef horft er til þróunar samfélagsins, aldurs og heilsufars borgaranna er ekkert sem bendir til að aðstreymi sjúklinga sem þurfa bráðainnlögn á meðferðardeild fari minnkandi. “

Reynir leggur til að heilbrigðisyfirvöld reyni að minnka aðflæði á Landspítala með því að veita heilbrigðisþjónustu víðar en á Landspítalanum. „Einn af hverjum 20 hjúkrunarfræðingum hverfur ótímabært úr starfi,“ skrifar hann. „Starfsaðstæður skipta þar miklu máli. Með því að færa hluta læknisþjónustu frá Landspítala til annarra veitenda heilbrigðisþjónustu myndi skapast nýr starfsvettvangur með öðrum starfsaðstæðum sem mögulega gæti snúið þeirri þróun við.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár