Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Segir að varað hafi verið við hönnun snjóflóðavarnargarðsins án árangurs

Birk­ir Ein­ars­son, eig­andi Blossa ÍS sem sökk í Flat­eyr­ar­höfn í nótt, seg­ir að það hafi eig­in­lega ver­ið gert grín að áhyggj­um móð­ur hans af því að hönn­un snjóflóða­varn­ar­garðs fyr­ir of­an þorp­ið gæti vald­ið tjóni á bát­um í höfn­inni.

Segir að varað hafi verið við hönnun snjóflóðavarnargarðsins án árangurs
Marar í hálfu kafi Birkir Einarsson sagði um hádegisbil ekki sjá betur en að Blossi væri sokkinn.
Segist aldrei munu sigla Blossa afturBirkir Einarsson segir að jafnvel þó að takast megi að hífa Blossa ÍS upp og gera við hann muni hann ekki treysta honum framar.

Birkir Einarsson er einn eigenda bátsins Blossa sem varð fyrir flóðbygjunni eftir snjóflóðið úr Skollahvilft í gærkvöldi. Hann segir að hönnun snjóflóðavarnagarðsins sem ver byggðina á Flateyri sé með þeim hætti að fyrirséð hafi verið að flóðið myndi lenda á smábátabryggjunni með tilheyrandi tjóni. Á það hafi verið bent, meðal annars af móður hans, Guðrúnu Pálsdóttur. „Það var eiginlega bara gert grín að henni. Það var fullyrt að flóð myndu stoppa í lóninu sem er fyrir neðan veginn, við endann á varnargarðinum. Það var nú aldeilis ekki raunin.“

Stundin náði tali af Birki um miðjan dag en þá var hann staddur um borð í varðskipinu Þór en með því hafði hann farið frá Ísafirði þar sem hann býr. „Við erum komnir yfir á Flateyri en ekki komnir í land. Það gengur á með hviðum og snjódrífu og það er erfitt að sjá út á höfnina. Ég held samt að Blossi sé sokkinn, trýnið á honum var þarna upp úr í nótt en ég held að hann sé bara sokkinn núna. Flökin af bátunum eru bara þarna inni í höfninni og höfnin full af snjó. Ég sé ekki að það verði hægt að hreinsa höfnina á næstunni.“

Gríðarlegt tjónLjóst er að tjónið af völdum snjóflóðsins er afar mikið

Allt í lausu lofti

Blossi ÍS

Blossi ÍS var smíðaður árið 2014, tólf tonna bátur, og hefur gert út á línu að vetrinum en á handfærum á sumrin. Birkir lýsir honum sem góðu sjófari og þungt er yfir honum í samtali við blaðamann vegna tjónsins. Birkir segir að þó að takast megi að hífa Blossa upp á einhverjum tímapunkti þá vilji hann ekki taka við honum aftur. „Ég vil ekki sjá bátinn minn aftur eftir svona tjón, ég tek ekki við honum aftur. Það geta hafa komið í hann sprungur, það getur verið eitthvað að rafkerfinu. Þegar maður er að róa allan ársins hring þá verður maður að vera hundrað prósent viss um að báturinn sé í lagi, það verður að vera hægt að treysta honum. Ég sigli honum aldrei aftur.“

„Ég sigli honum aldrei aftur“

Birkir segir að ljóst sé að tap verði við rekstrarstöðvunina þó að báturinn fáist bættur. „Það er allt bara í lausu lofti eftir þetta. Við þurfum bara að taka einn dag í einu, þetta er allt í óvissuástandi.“

Grunaði að svona myndi fara

Birkir býr sjálfur á Ísafirði en keyrir á milli til að sækja sjóinn frá Flateyri, þaðan sem hann er. „Það er viðvörunarkerfi í bátnum sem lætur okkur vita ef það er straumlaust, ef það kemur sjór í hann eða ef það er eldur í bátnum. Klukkan 11:01 sendi hann þrjú skilaboð, um að það væri eitthvað skrýtið. Þá höfðum við samband við björgunarsveitina og báðum þá um að skoða hvort eitthvað væri í gangi. Einhvern veginn hafði maður grun um að eitthvað svona hefði gerst þegar við fengum sms-ið í nótt, það er búið að snjóa mikið og ef það kemur snjóflóð úr þessu gili þá fer það beint niður á smábátahöfn því varnargarðurinn vísar beint niður að bryggju. Við vorum búin að benda á það, að varnargarðurinn vísaði beint á bryggjuna og á alla bátana. Það var bara ekkert hlustað á okkur með það. Mamma benti á þetta þá en það var eiginlega bara gert grín að henni. Það var fullyrt að flóð myndu stoppa í lóninu sem er fyrir neðan veginn, við endann á varnargarðinum. Það var nú aldeilis ekki raunin. Ef menn ætla að hafa útgerð á Flateyri á annað borð þá verða menn að taka ákvörðun um breytingar þarna á, það verður bara að segja af eða á. Ráðamenn verða eiginlega bara að segja af eða á um hvað á að gera við þorpið okkar. Þetta verður bara að vera skýrt.“

„Ráðamenn verða eiginlega bara að segja af eða á um hvað á að gera við þorpið okkar.“

Farvegur snjóflóðannaEins og sést hefur snjóflóðavarnargarðurinn verið hannaður til þess að beina snjóflóðum í átt að smábátahöfninni.
HamfarirSex af sjö bátum sem lágu í Flateyrarhöfn urðu fyrir flóðbylgjunni sem snjóflóðið sem féll úr Skollahvilft í gær framkallaði.

Varnargarðurinn miðar ekki að því að verja hafnarsvæðið

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands, sem birt var um hádegisbil í dag, kemur fram að snjóflóðið úr Skollahvilft virðist hafa verið mjög stórt. „Varnargarðurinn beindi því frá byggðinni og til sjávar, en garðurinn er ekki miðaður við að verja hafnarsvæðið,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Tiltekið er að í hættumati sé gert ráð fyrir að gefið geti yfir snjóflóðavarnargarða við verstu aðstæður. Gert sé ráð fyrir rýmingu húsa á svæði neðan varnargarðanna á Flateyri við slíkar aðstæður en húsið sem flóð úr Innra-Bæjargili lenti á hafia ekki verið á slíku rýmingarsvæði. Ekki sé gert ráð fyrir að rýma þurfi þar nema við allra verstu aðstæður og snjóflóðavakt Veðurstofunar hafi ekki metið snjóflóðahættu í gær með þeim hætti. Þegar aðstæður leyfi verið að kanna hvernig flóðið úr Innra-Bæjargili hagaði sér, hversu mikið rann yfir varnargarðinn og hversu stór hluti flóðsins það hafi verið.

„Flóðið úr Innra-Bæjargili kallar á mat á virkni varnargarðsins og ýtarlegar mælingar á flóðunum sem féllu í gær,“ segir á vef Veðurstofunnar. Ekkert er minnst á þörf á því að kanna flóðið sem féll úr Skollahvilft og olli því gríðarlega eignatjóni sem orðið er.

Náttúruhamfaratrygging tryggir ekki bátana

Hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ), áður Viðlagatryggingu Íslands, fengust þær upplýsingar að tryggingar sjóðsins næðu til tjóna á öllum fasteignum sem kunna að hafa orðið fyrir tjóni vegna snjóflóðanna, sem og á brunatryggðu innbúi og lausafé. Tjón á varanlegum hafnarmannvirkjum verður einnig bætt af hálfu NTÍ en flotbryggjur eru utan náttúruhamfaratrygginga. Tjón á bátum er ekki bætt hjá NTÍ en samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir bætir húftrygging báta hjá almennu vátryggingafélögunum tjón vegna snjóflóðsins. Þá bætir NTÍ ekki heldur tjón af völdum rekstrartaps. „Það eru engar rekstrarstöðvunartryggingar inni í tryggingum hjá okkur. Það eru tryggingar sem eru seldar af almennu tryggingafélögunum. Tjón á bátunum sjálfum eru líka á þeirra borði,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands.

Hulda segir að fólk geti tilkynnt tjón rafrænt á heimasíðu Náttúruhamfaratryggingar Íslands. „Við erum svo bara í viðbragðsstöðu, við förum vestur um leið og öruggt er að fara á svæðið. Við gerum það yfirleitt þegar svona atburðir verða, þá förum við á staðinn og tengjum okkur við sveitarfélögin og heimamenn. Við hjálpum fólki sem þarf á því að halda við að tilkynna tjón í gegnum síma og leiðbeinum fólki áfram í þessum efnum. Mjög oft hringjum við í aðila sem við vitum að hafa orðið fyrir tjóni og aðstoðum þá við að tilkynna sitt tjón, til að reyna að ná yfirsýn yfir öll tjón sem orðið hafa. Við erum yfirleitt að senda matsmenn langt að og því er best að draga það ekki lengi að ná yfirsýn yfir þetta.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Snjóflóð á Flateyri

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
FréttirSnjóflóð á Flateyri

Björg­un­ar­sveit­ar­mað­ur lýs­ir létt­in­um þeg­ar stúlk­an fannst: „Tíu full­orðn­ir karl­menn grétu á sama tíma“

Magnús Ein­ar Magnús­son, formað­ur björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Sæ­bjarg­ar á Flat­eyri, seg­ir að tjón á dauð­um hlut­um skipti engu máli. „Ég heyrði nokk­uð sem ég hef aldrei heyrt áð­ur,“ seg­ir hann um augna­blik­ið þeg­ar ung­lings­stúlka fannst á lífi í rúm­inu sínu und­ir snjóflóð­inu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár