Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Aðhaldsaðgerðir á Landspítala „sársaukafullar og leiðinlegar“

„Að­halds­að­gerð­ir upp á þrjá millj­arða króna rífa hressi­lega í og eru bæði sárs­auka­full­ar og leið­in­leg­ar,“ seg­ir Stefán Hrafn Hagalín, deild­ar­stjóri sam­skipta­deild­ar Land­spít­ala við Stund­ina, sem seg­ir að þrátt fyr­ir það sé óánægja hluta starfs­fólks kvenna­deild­ar ekki lýs­andi fyr­ir and­ann á deild­inni.

Aðhaldsaðgerðir á Landspítala „sársaukafullar og leiðinlegar“
Erfiðar aðhaldsaðgerðir Aðhaldsaðgerðir á Landspítala, sem skila eiga þriggja milljarða króna sparnaði á næsta ári, eru sársaukafullar og leiðinlegar, segir deildarstjóri. Mynd: Kristinn Magnússon

Starfsfólki kvennadeildar Landspítala finnst erfitt að sitja undir fréttum af því að starfsandi þar sé í molum, líkt og greint var frá í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag. Ástæða þess var sögð sú að í ljósi mikils aðhalds í rekstri spítalans hafi verið dregið úr fríðindum sem starfsfólk sem gengið hefur vaktir um hátíðir hafa notið, eða þau felld niður. Vakti þetta mikla óánægju hjá hluta starfsfólks en því mun þó fara fjarri að starfsandi þar sé í molum, líkt og fullyrt var. Spítalinn vinnur eftir hagræðingaráætlun sem ætlað er að ná fram sparnaði upp á þrjá milljarða á næsta ári. Til þess þarf að velta við öllum steinum og ráðast í ótal litla hluti, til að verja starfsemina, að því er deildarstjóri samskiptadeildar spítalans segir. 

„Það er bara alls ekki rétt, að starfsandinn sé í molum á deildum Landspítala“

Grannt fylgst meðStefán Hrafn segir að náið sé fylgst með þróun starfsanda á Landspítala

„Það er bara alls ekki rétt, að starfsandinn sé í molum á deildum Landspítala vegna nauðsynlegra aðhaldsaðgerða. Við fylgjumst grannt með þróun mála í þeim efnum með könnunum og fleiri aðgerðum og ekkert bendir til þess. Starfsandinn á spítalanum er þvert á móti á uppleið víðast hvar. Hins vegar er það rétt að aðhaldsaðgerðir upp á þrjá milljarða króna rífa hressilega í og eru bæði sársaukafullar og leiðinlegar,“ segir Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala við Stundina.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar mun óánægjan sem greint var frá í frétt Fréttablaðsins hafa birst meðal ljósmæðra á einni deild kvennadeildarinnar en kvennadeild skiptist í fjórar sérdeildir. Í fréttinni kemur fram að stjórnendur deildarinnar hafi ákveðið að fella niður fríðindi, sem tíðkast hefur að veita starfsfólki sem gengur í vaktir um stórhátíðir. Var þar um að ræða að ekki yrðu pantaðar pítsur fyrir starfsfólk á Þorláksmessu, ekki yrðu keyptar jólagjafir handa starfsfólki sem yrði á vakt á aðfangadagskvöld, að ekki yrði keypt gos fyrir starfsfólk fyrir jól og að dregið yrði úr sælgætiskaupum.

Skorið niður á öllum deildum

Stefán segir að hann geti ekki staðfest að óánægja sé meiri á einni deild heldur en annarri en viðurkennir fúslega að auðvitað sé einhver hluti starfsfólks spítalans óánægður með sparnaðaraðgerðirnar og það hvernig þær bitni á starfsemi spítalans í lengd og bráð. Starfsandinn  á kvennadeildum sé góður og að flest starfsfólk þar hafi sýnt aðgerðunum mikinn skilning. Sömu sögu sé að segja af öðrum deildum spítalans. Stefán Hrafn segir einnig að rangt sé að starfsfólk fái ekki jólagjafir, þvert á móti fái allt starfsfólk Landspítala sömu jólagjöfina sem þetta árið sá gjafakort að upphæð 8.500 krónur.

Um 200 deildir eru á Landspítala og á þeim öllum hefur í gegnum árin verið eitt og annað gert fyrir fólk sem hefur þurft að ganga vaktir yfir stórhátíðir. Stefán segir stöðuna nú hins vegar vera þá að deildarstjórar sjái enga aðra leið aðra en að klípa af það sem hægt sé að klípa af, eigi þeim að takast að reka deildirnar, og að sá sparnaður eigi sér stað á öllum deildum spítalans.

Spara á þrjá milljarða króna

Framkvæmdastjórn spítalans samþykkti á fundi 3. september síðastliðinn aðgerðarlista með 41 aðgerð sem miðar að því að lækka útgjöld spítalans um einn milljarð króna á yfirstandandi ári. Á næsta ári er stefnt að því að sparnaðaraðgerðir skili tæplega þriggja milljarða króna sparnaði.

Um tveir þriðju aðgerðanna snúast um launaliðinn enda eru laun um 70 prósent af kostnaði við rekstur spítalans. Á næsta ári er stefnt að því að ná fram sparnaði sem nemur rúmum 2,4 milljörðum króna með hagræðingu í starfsmannamálum. Gerð er hagræðingarkrafa til allra stoðskrifstofa og deilda spítalans. Þá verður einnig gerð sérstök hagræðingarkrafa á launalið spítalans í heild. Beita á almennu aðhaldi í ráðningum á spítalanum og unnið verður eftir mönnunarmarkmiðum á hverri deild fyrir sig. „Hagræðingarkrafan á hverja deild er umtalsverð þótt hún dreifist að sjálfsögðu á mjög mismunandi hátt eftir starfsemi deilda, starfsmannafjölda og þar fram eftir götunum,“ segir Stefán Hrafn.

„Hagræðingarkrafan á hverja deild er umtalsverð“

Sparnaðaraðgerðirnar hófust þegar í haust á því að fækkað var í yfirstjórn spítalans og laun stjórnarmanna og forstjóra voru lækkuð. Þá verður bæði dregið úr fastri yfirvinnu, sem og að beitt verður aðhaldi þegar kemur að breytilegri yfirvinnu. Þá verður vaktaálagsauki hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra felldur niður.

Fyrir árið 2020 er síðan stefnt að því að hagræðing í rekstrarliðum á Landspítala skili heildarsparnaði sem nemur 531 milljón króna. Sá sparnaðar á að nást fram með ýmsum leiðum, meðal annars með notkun ódýrari lyfja og markvissari lyfjagjöf og með aðhaldi í innkaupum á sérgreindum lækningavörum. Þá á að fresta viðhaldsframkvæmdum, draga úr kostnaði við akstur og draga úr aðkeyptum veitingum og kostnaði við fundi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár