1.Að lífið er dýrmæt gjöf. Þess vegna skulum við ekki sóa einu einasta andartaki. Dauðinn er eðlilegur þáttur í hringrás náttúrunnar og hefur engan tilgang umfram það. Við getum samt gefið honum merkingu með því að láta hann leiða okkur til samkenndar með öðru fólki og dýpri skilnings á því hvað felst í því að vera manneskja.
2.Að áföll eru viðráðanlegri ef við lítum á þau eins og þrautir í ævintýri lífsins. Ósanngirni og óréttlæti hafa ekkert með sjúkdóma eða dauða að gera og leitin að sökudólgi leiðir okkur aðeins í ógöngur. Það er mikilvægt að gangast við því sem lífið færir okkur án þess að fella um það dóm og láta af baráttunni gegn því sem er ekki á okkar valdi. Þegar við
Athugasemdir