Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sætti sig ekki við að börnin væru að deyja

Kristjana Ás­björns­dótt­ir flutti ung til Afr­íku og varð hug­fang­in af smá­börn­um en þeg­ar eitt barn­ið dó breytt­ist sýn henn­ar á líf­ið. Tíu ára ákvað hún að helga líf sitt heilsu barna í þró­un­ar­lönd­um því henni mis­bauð órétt­læt­ið. Hún hlaut í sum­ar eft­ir­sótt verð­laun fyr­ir rann­sókn­ir sín­ar á HIV-smit­uð­um unga­börn­um.

Tíu ára gömul bað hún móður sína að keyra sig á milli heilsu­gæslu­stöðva í Malaví svo hún gæti tekið viðtöl við lækna um HIV faraldurinn í landinu. Henni fannst vanta tölulegar upplýsingar um fjölda smitaðra og ákvað að nota skóla­verkefni til að ganga sjálf í málið. Hún vildi vita hversu mörg HIV-próf læknarnir tækju á mánuði og hversu mörg þeirra væru jákvæð. Pabbi hennar, starfsmaður Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, hjálpaði henni svo við að taka saman niðurstöðurnar og skrifa lýsingar á því sem hún hafði uppgötvað. Þetta var árið 1993 og HIV-faraldurinn hvíldi eins og mara á almenningi. Enn var langt þangað til lyf yrðu aðgengileg í Afríku, þó svo að Vesturlandabúar fengju flestir þau lyf sem þeir þörfnuðust. Fólk fór því ekki í HIV-próf fyrr en það var orðið mjög veikt og flestir sem fóru í próf greindust með sjúkdóminn. Ómögulegt var að segja til um hversu margir voru smitaðir og skelfing greip um sig. 

Upp úr þessu umhverfi kviknaði áhugi hjá ungri, íslenskri stúlku á að láta gott af sér leiða og hún ákvað að helga líf sitt því að bæta heilsu barna í þróun­ar­lönd­unum. Þessi unga metnaðarfulla stúlka er nú vaxin úr grasi og í sumar hlaut hún alþjóðlega viðurkenningu fyrir rannsóknir sínar á HIV-smituðum ungabörnum í Kenía. 

Lék sér með börn á bakinu

„Mér var svo innilega misboðið að það væru til börn sem veiktust og létust úr sjúkdómum sem eru vestrænum þjóðum ekki lífshættulegir. Evrópubúar í Malaví deyja ekki úr malaríu, en malavísk börn gera það. Fyrir barn sem er rétt að byrja að kynnast veröldinni var það mikið áfall að komast að því hversu ósanngjarn heimurinn getur verið. Ég vissi að það væru til úrræði sem gætu komið í veg fyrir allan þennan barnadauða og skildi ekki hvers vegna þeim var ekki beitt,“ segir Kristjana um sín fyrstu kynni af þróunarvinnu. 
Fjölskyldan flutti til Malaví þegar Kristjana var átta ára og bjó þar í þrjú ár. „Þarna var hrúga af börnum sem ég gat leikið mér við. Stelpurnar sem voru á mínum aldri, svona á aldrinum sex til ellefu ára, sáu gjarnan um yngri 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár