Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Rannsakaði áhrif þess að vera kölluð „negri“

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir rann­sak­aði áhrif orðs­ins „negri“ á mót­un sjálfs­mynd­ar dökks fólks. Dökkt litar­haft henn­ar hef­ur vak­ið for­vitni jafn­vel ókunn­ugs fólks úti á götu. Hún vill hafa áhrif til góðs og hjálpa þurfandi.

London á 10. áratug síðustu aldar. Ung, íslensk kona kemur auga á mann sem stendur á gangstétt og talar um leyndardóma Hari Krishna. Sjálf er hún trúuð - er í Fíladelfíu - og hún fer að tala við manninn. Þau tala m.a. um trúna og lífið sjálft. Unga konan hefur áhrif á manninn sem er frá Tansaníu. Þau byrja að vera saman, hann frelsast og gerist kristinn, áður hafði hann verið múslími en kastað þeirri trú áður en hann fór að pæla í Hari Krishna.

Nýtt líf kviknar. Dóttir þeirra, sem nefnd var Diana Magdalena, fæddist á Íslandi og fóru mæðgurnar aftur til Englands þegar hún var nokkurra vikna. Mæðgurnar komu ekki aftur til Íslands fyrr en sjö árum síðar.

Foreldrarnir komu sér saman um að faðirinn ætti að velja fyrra nafnið en móðirin það síðara. Hann valdi Diana í höfuðið á Díönu heitinni prinsessu af Wales. Móðir hennar byrjaði að kalla hana Sönnu þegar hún var tveggja ára og var hún 11 ára þegar nafninu var breytt á pappírum. Hún var ekki skírð fyrr en á unglingsárunum.

Árin liðu og hún óx úr grasi í London.

Sanna situr á kaffihúsi í Reykjavík í mars 2015. Hvítur bolli með svörtu kaffi í; mjólkin ofan á gefur því brúnan lit.

„Ég byrjaði í skóla þegar ég var fjögurra ára og man að ég var í skólabúningi. Það var mjög gaman í skólanum og sá bekkurinn meðal annars um fisk í fiskabúri og fannst okkur við bera mikla ábyrgð.“

Leiðir foreldranna áttu ekki að liggja saman til framtíðar og fluttu mægðurnar til Íslands þegar Sanna var sjö ára. Móðir hennar hafði alltaf talað ensku við hana og kunni hún ekki íslensku þegar þær fluttu. Íslensku orðin síðust þó inn æ fleiri eftir því sem gránaði í Esjunni um haustið.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu