„Ég er týpískt barn ungra foreldra sem settu mér engin sérstök mörk og ber þess merki. Pabbi hafði orð á því í ræðu í giftingunni minni að þau hefðu verið svo ung þegar ég fæddist, 19 og 21 árs, að ég hefði mikið frekar alið þau upp. Það er að einhverju leyti rétt. Foreldrar mínir skildu síðan þegar ég var þriggja ára og ég flakkaði á milli þeirra á tveggja vikna fresti. Eignaðist stjúpforeldra um aldamótin og þegar ég var unglingur voru báðir foreldrar mínir að hugsa um mjög ung börn, en ég er tíu til sautján árum eldri en systkini mín. Í þessu umhverfi verður til pláss til að haga sínum málum eins og maður vill og ég fullnýtti mér allar smugur. Það varð til rými til að eiga leyndarmál.“
Menntaskólinn vonbrigði
Snærós Sindradóttir ólst upp í Vesturbænum, gekk í Hagaskóla og var að eigin sögn uppátækjasamur unglingur. Hún er dóttir Helgu Völu Helgadóttur, lögmanns og fyrrverandi fréttakonu á RÚV, og Sindra Freyssonar, rithöfundar og blaðamanns. Snærós var hins vegar undir áhrifum frá stjúppabba sínum, Grími Atlasyni, þegar hún skráði sig í Vinstri græna aðeins tólf ára gömul. „Stjórnmálin voru mjög oft til umræðu á
Athugasemdir