Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Ingibjörg Melkorka var nýorðin 17 ára þegar hún lést eftir E-töflu

Lést eft­ir að hafa tek­ið inn eina og hálfa E-töflu. Fjöl­skylda stúlk­unn­ar von­ar að and­lát Ingi­bjarg­ar Mel­korku verði öðr­um til að­vör­un­ar. Bæna­stund verð­ur hald­in í Akra­nes­kirkju á morg­un.

Ingibjörg Melkorka var nýorðin 17 ára þegar hún lést eftir E-töflu

Stúlkan sem lést í kjölfar þess að hafa neytt eiturefnisins E-pillu aðfararnótt síðastliðins sunnudags hét Ingibjörg Melkorka Ásgeirsdóttir. Hún var búsett á Akranesi er nýlega orðin 17 ára. Frá þessu er sagt á vef Skessuhorns. Þar er jafnframt birt tilkynning frá fjölskyldu Ingibjargar Melkorku. 

Ingibjörg Melkorka tók inn eina og hálfa E-töflu. Eftir það sofnaði hún og vaknaði ekki aftur. Hún var flutt á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut þar sem hún var úrskurðuð látin aðfararnótt þriðjudagsins 2. júní. Aðstandendur Ingibjargar Melkorku vilja koma því á framfæri að þetta var í fyrsta og eina skipti sem vitað er að hún hafi neytt þessara eiturefna sem E-pillur eru. Eitt skipti getur því verið nóg til að hafa þessar hörmulegu afleiðingar. „Von okkar er að þessum skilaboðum verði komið út í samfélagið sem víðast, öðrum til aðvörunar um þá dauðans alvöru sem neysla vímuefna getur haft,“ segir í yfirlýsingu frá aðstandendum.

Ingibjörg lætur eftir sig foreldra, fjórar systur og einn bróður. Hún var nemandi í Menntaskóla Borgarfjarðar síðastliðið skólaár en stundaði áður nám í Brekkubæjarskóla á Akranesi og í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit. Bænastund verður í Akraneskirkju á morgun, föstudaginn 5. júní klukkan 17:30.

„Von okkar er að þessum skilaboðum verði komið út í samfélagið sem víðast, öðrum til aðvörunar um þá dauðans alvöru sem neysla vímuefna getur haft.“ 

„Ingibjörg Melkorka hafði látið í ljós þá ósk, að ef til þess kæmi, yrði hún líffæragjafi. Við því var orðið og er það okkur nokkur huggun á erfiðum stundum að líf hennar geti orðið öðrum til aðstoðar. Við fjölskyldan viljum þakka samhug og vinarþel sem okkur hefur verið sýnt á erfiðum stundum undanfarna daga. Jafnframt viljum við láta þess getið að við kjósum að tjá okkur ekki nánar við fjölmiðla að sinni og óskum eftir að það verði virt og því sýndur skilningur,“ segir jafnframt í tilkynningu frá fjölskyldu Ingibjargar Melkorku. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár