Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Ingibjörg Melkorka var nýorðin 17 ára þegar hún lést eftir E-töflu

Lést eft­ir að hafa tek­ið inn eina og hálfa E-töflu. Fjöl­skylda stúlk­unn­ar von­ar að and­lát Ingi­bjarg­ar Mel­korku verði öðr­um til að­vör­un­ar. Bæna­stund verð­ur hald­in í Akra­nes­kirkju á morg­un.

Ingibjörg Melkorka var nýorðin 17 ára þegar hún lést eftir E-töflu

Stúlkan sem lést í kjölfar þess að hafa neytt eiturefnisins E-pillu aðfararnótt síðastliðins sunnudags hét Ingibjörg Melkorka Ásgeirsdóttir. Hún var búsett á Akranesi er nýlega orðin 17 ára. Frá þessu er sagt á vef Skessuhorns. Þar er jafnframt birt tilkynning frá fjölskyldu Ingibjargar Melkorku. 

Ingibjörg Melkorka tók inn eina og hálfa E-töflu. Eftir það sofnaði hún og vaknaði ekki aftur. Hún var flutt á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut þar sem hún var úrskurðuð látin aðfararnótt þriðjudagsins 2. júní. Aðstandendur Ingibjargar Melkorku vilja koma því á framfæri að þetta var í fyrsta og eina skipti sem vitað er að hún hafi neytt þessara eiturefna sem E-pillur eru. Eitt skipti getur því verið nóg til að hafa þessar hörmulegu afleiðingar. „Von okkar er að þessum skilaboðum verði komið út í samfélagið sem víðast, öðrum til aðvörunar um þá dauðans alvöru sem neysla vímuefna getur haft,“ segir í yfirlýsingu frá aðstandendum.

Ingibjörg lætur eftir sig foreldra, fjórar systur og einn bróður. Hún var nemandi í Menntaskóla Borgarfjarðar síðastliðið skólaár en stundaði áður nám í Brekkubæjarskóla á Akranesi og í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit. Bænastund verður í Akraneskirkju á morgun, föstudaginn 5. júní klukkan 17:30.

„Von okkar er að þessum skilaboðum verði komið út í samfélagið sem víðast, öðrum til aðvörunar um þá dauðans alvöru sem neysla vímuefna getur haft.“ 

„Ingibjörg Melkorka hafði látið í ljós þá ósk, að ef til þess kæmi, yrði hún líffæragjafi. Við því var orðið og er það okkur nokkur huggun á erfiðum stundum að líf hennar geti orðið öðrum til aðstoðar. Við fjölskyldan viljum þakka samhug og vinarþel sem okkur hefur verið sýnt á erfiðum stundum undanfarna daga. Jafnframt viljum við láta þess getið að við kjósum að tjá okkur ekki nánar við fjölmiðla að sinni og óskum eftir að það verði virt og því sýndur skilningur,“ segir jafnframt í tilkynningu frá fjölskyldu Ingibjargar Melkorku. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár