„Mér finnst alltaf erfiðast að fást við persónulega harmleiki, eins og barnaverndarmál eða erfiða atburði í lífi fólks. Maður gengur aldrei frá slíkum verkum 100 prósent sáttur við sjálfan sig. Mér finnst ég alltaf geta gert betur. En jafnframt er það kostur að geta haldið áfram og hafist handa við önnur verkefni. Það er þessi króníski athyglisbrestur sem hjálpar,“ segir Sigríður Hagalín Björnsdóttir, 42 ára varafréttastjóri
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.
„Minn herra á engan vin”
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, varafréttastjóri RÚV, fékk ekki vinnu hjá föður sínum á Mogganum og fór á Ríkisútvarpið. Hún móðgaðist dálítið þegar hún fékk ekki fréttastjórastarfið en sér í dag kostina við frelsið. Sigríður fylgdi í fótspor langafa síns og skrifaði skáldsögu.
Athugasemdir