Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Listin á jaðrinum

„Svo mörg­um bræðra vorra varð þetta að dýpstu hvöt lífs þeirra: að kom­ast burt.“

Heimilislausa leikhúsið Ethos var starf­rækt í sumar með það að markmiði að virkja fólk af jaðrinum til listsköpunar. Leikhópurinn setti upp sýninguna Verð að heiman í dag á Menningarnótt og komust færri að en vildu. Herbert Marínósson varð ein af stjörnum sýningarinnar með flutningi sínum á ljóðum eftir Sigfús Daðason. Eyþór Árnason ljósmyndari fékk að fylgjast með og öðlast innsýn inn í líf utangarðsmanns í Reykjavík.

Ilmur Kristjánsdóttir og Rúnar Guðbrandsson stýrðu leikhópnum sem var samansettur af ólíkum einstaklingum í ólíkum aðstæðum. Tilgangurinn var að búa hugmyndum þessa fólks listræna umgjörð og skapa sviðslistaverk sem byggði á reynslu þeirra og sérstöðu.

Leikararnir komu flestir úr leikhópi sem starfræktur hefur verið í Hlutverka­setrinu, endurhæfingarúrræði fyrir fólk sem hefur verið að glíma við geðraskanir, félagsfælni og kvíða. Auk þess tóku tveir hælisleitendur þátt í sýningunni, frá Egyptalandi og Kúrdistan, sem báðir koma úr sama heimshlutanum og tala arabísku en annar er trúaður múslimi og hinn á flótta undan ofstæki múslima. 

Tveir þátttakendur er heimilislausir, Herbert og kona á sjötugsaldri sem söng eins og engill. Urðu þau strax kóngurinn og drottningin í hópnum og fóru með lykilhlutverk í sýningunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár