Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Leynistaðir um allt land

Sund­stað­ir í al­fara­leið sem skilja eft­ir góð­ar minn­ing­ar. Páll Ás­geir Ás­geirs­son rit­höf­und­ur leit­aði uppi gim­steina Ís­lands og skrif­aði bók. Hér eru heitu laug­arn­ar kort­lagð­ar.

Um allt Ísland er að finna staði sem eru lítt þekktir en flokkast sumir hverjir undir gersemar sem bjóða upp á mikla upplifun. Margir aka hratt og viðstöðulaust um malbikaða vegi og sjá fátt markvert á för sinni. Ef þeir staldra við og aka úr alfaraleið þá opnast nýjar víddir. **Páll Ásgeir Ásgeirsson**, blaðamaður og fararstjóri, hefur lagt sig eftir því að kynna fólki staði sem fáir þekktu. Í bókinni **171 Ísland, áfangastaðir í alfaraleið** er sagt frá eins mörgum stöðum og titillinn gefur til kynna.

Þarna finna allir eitthvað við sitt hæfi. Þeir sem fara um landið ættu tvímælalaust að hafa bókina meðferðis og staldra við og njóta. Hér verður staldrað við náttúrulaugar og baðstaði sem höfundurinn gerir úttekt á. Auðvelt er að komast að öllum þessum stöðum.  

1. Heimsfræg laug

Krossneslaug í Árneshreppi er rómuð fyrir staðsetningu sína í landi Krossness við utanverðan Norðurfjörð. Laugin stendur í fjöruborðinu. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár