Helga Þórðardóttir, formaður Dögunar, fór í stjórnmál því henni blöskraði hvernig komið var fyrir Íslendingum í bankahruninu og ákvað að gera sitt allra besta til að taka þátt í að byggja upp réttlátt samfélag. „Ég vil ekki hafa það á samviskunni að hafa að minnsta kosti ekki reynt að búa afkomendum mínum réttlátara samfélag,“ segir hún.
Dögun eru stjórnmálasamtök sem kenna sig við réttlæti, sanngirni og lýðræði. Dögun var stofnuð í mars árið 2012, en á heimasíðu samtakanna segir að grunnurinn hafi hins vegar verið lagður í efnahagshruninu árið 2008 og eftirköstum þess. Þá hafi orðið til
Athugasemdir