Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Ísland á að verða kolefnishlutlaust í síðasta lagi árið 2050“

Katrín Jak­obs­dótt­ir, formað­ur Vinstri grænna, hef­ur veru­leg­ar áhyggj­ur af því að ekki tak­ist að stemma stigu við lofts­lags­breyt­ing­um. Hún vill út­rýma kyn­bundn­um launamun og taka á móti fleira flótta­fólki.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir vanda Íslands felast í því hvað samfélagið er lítið og mikið kunningjasamfélag. „Það býður upp á spillingu af ákveðnum toga,“ segir hún. „Mér finnst margt stjórnmálafólk vera fast í því að skilgreina spillingu út frá því hvað er löglegt eða ekki en spilling getur auðvitað verið margt annað en það sem felst í laganna bókstaf.“

 

 

 

Vinstrihreyfingin – grænt framboð var stofnuð árið 1999 og sat fyrst í ríkisstjórn árin 2009 til 2013 með Samfylkingunni. 

Katrín segir flokkinn að sumu leyti ekki hafa verið vel undirbúinn fyrir að taka þátt í ríkisstjórn árið 2009. „Því fylgdu ýmsir erfiðleikar sem við hefðum kannski átt að sjá betur fyrir,“ segir hún. Flokkurinn hlaut meðal annars gagnrýni fyrir að hafa samþykkt að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Aðspurð hvort henni þyki réttlætanlegt að stjórnmálaflokkur sem boði að ekki verði sótt um aðild að ESB sæki síðan um aðild þegar hann kemst til valda, segir Katrín: „Ég sagði mjög skýrt fyrir kosningarnar 2009 að ég teldi, þrátt fyrir andstöðu mína og 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár