Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Benedikt hættir við formannsframboð í skugga hagsmunaáreksturs

Bene­dikt Jó­hann­es­son fjár­mála­ráð­herra hætt­ir við fram­boð til for­mennsku í Holl­vina­fé­lagi Mennta­skól­ans í Reykja­vík, eft­ir gagn­rýni fyr­ir hags­muna­árekst­ur. Stað­an fel­ur í sér að safna fé hjá einka­að­il­um.

Benedikt hættir við formannsframboð í skugga hagsmunaáreksturs
Benedikt Jóhannesson Fjármálaráðherra vildi gegna stöðu sem getur valdið hagsmunaárekstri.

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hefur dregið framboð sitt til formennsku í Hollvinafélagi Menntaskólans í Reykjavík til baka.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Benedikts.

Mótframbjóðandi Benedikts sagði í dag að Benedikt hefði lýst þeirri fyrirætlun sinni að safna fé hjá einkaaðilum.

Gagnrýni fyrir hagsmunaárekstur

Benedikt hefur verið gagnrýndur fyrir að koma sér í stöðu hagsmunaáreksturs, þar sem hann vill gegna formennsku í Hollvinafélagi MR á sama tíma og hann fer með vald yfir fjárveitingum hins opinbera til framhaldsskólakerfisins. Tilgangur Hollvinafélagsins var upphaflega „að skora á Alþingi að tryggja skólanum viðunandi fjárframlög,“ samkvæmt yfirlýsingu stofnenda, og fylgdu því þær forsendur að „óásættanlegt [væri] að MR [fengi] lægri framlög en sambærilegir skólar.“

Vegna þeirrar gagnrýni bauð Hrafnkell Hringur Helgason listfræðinemi sig fram gegn Benedikt, sitjandi formanni Hollvinafélagsins.

Frambjóðendur funduðu

Hrafnkell Hringur segir í grein á Vísi.is í dag að hann hafi átt „málefnalegan fund“ með Benedikt, þar sem hafi komið fram í máli Benedikts að hlutverk formanns sé að sækja styrki til einkaaðila. 

„Þar kom fram að störf Hollvinafélagsins fælust einna helst í því að hringja í einstaklinga og fyrirtæki og safna fjármunum til styrktar Menntaskólanum í Reykjavík. Þetta væri einkum á hendi formannsins sjálfs,“ skrifar Hrafnkell Hringur.

Fram kom í máli stjórnarmanns í Hollvinafélaginu í lokuðum Facebook-hópi útskriftarnema MR að félagið hefði á síðustu árum safnað 15 milljónum króna sem runnið hafi beint til skólans.

Fjármálaráðherra í fjársöfnun

Af því mátti ráða að sem formaður félagsins gæti fjármálaráðherra þurft að sækja fé til aðila sem verða fyrir beinum áhrifum af ákvörðunum ráðherra, og hafa þar með hag af velvild ráðherrans.

Hrafnkell Hringur kvaðst óttast óumflýjanlegan hagsmunaárekstur gegndi Benedikt báðum stöðum. 

„Ég bið félagsmenn og núverandi og tilvonandi stjórnarmenn um að staldra við og velta fyrir sér þessari spurningu: Er við hæfi að sjálfur fjármálaráðherra Íslands – æðsti aðili framkvæmdavaldsins þegar kemur að fjármálastjórnun hins opinbera og flutningsmaður fjárlaga á ári hverju – stundi það í frítíma sínum að hringja í fólk og fyrirtæki fyrir hönd félagasamtaka til að biðja um peningastyrki? Ég tel að slíkt sé ekki í anda góðs stjórnmálasiðferðis né vandaðra stjórnsýsluhátta. Þá tel ég einnig að færa megi haldbær rök fyrir því að athafnir af þessu tagi stangist á við siðareglur ráðherra,“ skrifar Hrafnkell.

Segir MR líða fyrir skólasetu stjórnmálamanna

Benedikt greindi frá fyrirætlunum sínum um að hætta við framboð á skólaslitum MR í dag, eins og hann lýsir á Facebook, þar sem fram kom að hollvinafélagið hefði safnað 6 milljónum króna í fyrra: „Ég talaði líka um að kannski hefði skólinn liðið fyrir það að margir stjórnmálamenn hefðu komið úr skólanum. Þeir væru hræddir um að láta skólann njóta jafnræðis við aðra skóla af ótta við að vera skaðir um að hygla sínum gamla skóla. Í ljósi þess sagði ég frá því að ég hygðist ekki gefa kost á mér til endurkjörs í Hollvinafélaginu í þetta sinn, þannig að ekki kæmu upp ásakaniir af þessu tagi í minn garð, þó að svo vildi til að einhvern tíma verði staðið við loforð um að bætt verði úr húsnæði skólans og hann njóti jafnræðis við aðra.“

Formannskjör í Hollvinafélagi MR fer fram á morgun. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár