Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hætti að borga af húsinu og stofnar nýtt samfélag

Þór­ar­inn Ein­ars­son hætti að borga af hús­inu sínu fyr­ir sex ár­um, en býr enn­þá í því. Hann und­ir­býr stofn­un nýs sam­fé­lags á landi sem hann keypti á heiði á Norð­uraust­ur­landi. Til skoð­un­ar er að búa í gróð­ur­húsi sem fóstr­ar sér­stakt líf­kerfi.

Þórarinn Einarsson stóð frammi fyrir því árið 2009 að geta ekki borgað af litla 130 ára gamla einbýlishúsinu sínu við Grundarstíg í miðborg Reykjavíkur. Hann fór í Frjálsa fjárfestingarbankann og afhenti bréf með tveimur valkostum: Annað hvort yrðu lán hans leiðrétt, eða hann myndi hætta að borga. Hann fékk ekkert svar og hætti að borga. 

„Ég lýsti yfir fullum greiðsluvilja, bara með skilyrði um að þetta yrði leiðrétt eða samið um leiðréttingu. Því var aldrei svarað. Annað hvort borgar maður allt sem bankinn segir eða ekki neitt. Ég valdi þessa baráttuleið og það hefur gengið furðulega vel,“ segir hann.

Barðist við bankana
Barðist við bankana Þórarinn hætti að borga fyrir sex árum og býr enn í húsinu sínu, tilbúinn að flytja í lífhvelfingu.

Þórarinn hefur því búið á heimili sínu í sex ár án þess að borga. Hann hefur nú notað peningana sína til að fjárfesta í landareign á fjóra og hálfa milljón sjö kílómetra vestur af Mývatni, þar sem hann vill stofna nýtt, sjálfbært samfélag.

Verkfall frestaði uppboði

Síðast átti að bjóða upp hús Þórarins þann 9. apríl síðastliðinn, en verkfall lögfræðinga hjá sýslumanni kom í veg fyrir það. „Það er samtals búið að stoppa uppboð þrisvar,“ segir Þórarinn. Hann var bæði með gjaldeyrislán í jenum og svissneskum frönkum og svo verðtryggt lán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Félagið Drómi tók yfir innheimtu á lánum Frjálsa fjárfestingabankans, en innheimtan var dæmd ólögmæt þar sem verið var að innheimta fyrir þriðja aðila.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár