Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Græt reglulega yfir fegurð dóttur minnar“

Net­verj­ar nota myllu­merk­ið #all­ir­gráta til að benda á skað­lega karl­mennsku.

„Græt reglulega yfir fegurð dóttur minnar“

Nemendur á kynjafræðiþingi framhaldskólanna bjuggu í dag til myllumerkið ‪#‎allirgráta‬ til þess að hefja hreyfingu sem bendir á skaðlega karlmennsku í daglega lífinu. Nú þegar hafa fjölmargir tekið þátt, meðal annars Halldór Halldórsson grínisti, Máni Pétursson útvarpsmaður á X-inu og tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr Másson. „Ég hef átt VW Golf, Chrysler, Dodge, Subaru, Kia og ég hef grátið í þeim öllum,“ skrifar Halldór. „Ég er að gráta þarna. Hágráta meira að segja,“ segir Máni og deilir mynd af sér í faðmlögum við annan karlmann á fótboltavellinum. „Tveir þættir sem fá mig til að væta kinnarnar. Ég græt í næstum öllum flugum og græt reglulega yfir fegurð dóttur minnar,“ segir Gauti. 

Skaðlegar karlmennskuhugmyndir

Breski grínistinn Josh Thomas er á meðal þeirra sem hefur vakið athygli á málinu. Hann velti því fyrir sér hvers vegna þrefalt fleiri karlar fremja sjálfsvíg en konur, því í rauninni hafa karlar það betur en konur. „Þú færð hærri laun. Þú færð karlkyns forréttindi. Feðraveldið er á þinni hlið og þú ferð ekki á túr,“ sagði hann meðal annars. Hann telur ástæðuna liggja viðteknum karlmennskuhugmyndum. 

„Fram til átta eða níu ára aldurs gráta strákar jafn mikið og stelpur. Síðan er þeim kennt að hætta.“

„Fram til átta eða níu ára aldurs gráta strákar jafn mikið og stelpur. Síðan er þeim kennt að hætta. Þeir mega það ekki lengur,“ segir Thomans. „Óttinn við að virðast veikburða, kvenlegur eða hommalegur kemur í veg fyrir að karlmenn tala um tilfinningar sínar. Og síðan drepa þeir sig.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár