Árið 1986 ákvað McDonalds að opna skyndibitastað við Piazza di Spagna í Róm. Mikil mótmæli urðu í kjölfarið og úr því spratt hin svokallaða Slow Food-hreyfing, sem lagði áherslu á vitundarvakningu um alvöru mat, eða „hægan mat“ (slow food), í staðinn fyrir skyndibita (fast food). Hugmyndafræðin snýst einfaldlega um að taka sér tíma til þess að elda og framreiða mat. Að gera allt eins vel og mögulegt er, frekar en eins hratt og mögulegt er. Leyfa matnum að malla, nostra við að hræra og smakka, og njóta þess að matreiða. Matur sem fær tíma til þess að þroskast verður yfirleitt betri, eins og til dæmis parmesan ostur, serrano skinka, 10 ára gamalt viskí eða jafnvel kjötsúpan sem bragðast betur daginn eftir að hún hefur verið elduð.
Góðir hlutir gerast hægt.
Athugasemdir