Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fastur á sjúkrahúsi í fimm mánuði

Frið­rik Guð­munds­son loks­ins kom­inn heim eft­ir langa dvöl á lungna­deild.

Fastur á sjúkrahúsi í fimm mánuði
Hamingjusamur heima Friðrik er loksins kominn heim til sín eftir fimm mánaða dvöl á Landspítalanum.

„Þetta er frábært tilfinning og frelsið sem ég hef núna er magnað,“ segir Friðrik Guðmundsson, 27 ára gamall Njarðvíkingur, sem hefur undanfarna fimm mánuði búið á lungnadeild Landspítalans eða frá því 27. mars. Friðrik er með sjaldgæfan vöðvarýrnunarsjúkdóm en hann fór í hjartastopp á páskadag og var í kjölfarið lagður inn á sjúkrahús.

Síðan þá hefur Friðrik þurft að nota öndunarvél allan sólarhringinn sem þýðir aukin umönnun en sú umönnun var ekki til staðar á sambýlinu þar sem hann bjó í Reykjanesbæ. Fjölga þurfti stöðugildum á sambýlinu en bæjaryfirvöld töldu óljóst hvernig aukningin yrði fjármögnuð og hvort það fjármagn ætti að koma frá ríkinu eða sveitarfélaginu sjálfu.

Á meðan varð Friðrik að bíða á lungnadeildinni. Lítil hreyfing var á málinu alveg þar til í júní en þá voru fjórir nýir starfsmenn ráðnir á sambýlið og hafa þeir verið í þjálfun undanfarnar vikur.

„Ég flutti aftur heim í tæka tíð fyrir Ljósanótt. Það var gaman að geta notið hennar með vinum mínum. Nú bý ég með bróður mínum og einum öðrum á Lyngmóa en þar hef ég búið síðan 1995,“ segir Friðrik sem, þrátt fyrir langa dvöl á Landspítalanum, saknar starfsfólksins sem var honum innan handar.

„Þau eru öll æðisleg og ég er enn í miklu sambandi við marga sem þarna starfa. Það er samt gott að vera kominn heim.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár