Ef Júlíus Valdimarsson, formaður Húmanistaflokksins, gæti aðeins gert eina lagabreytingu á stjórnmálaferlinum þá myndi hann afnema vexti, sem hann segir manngert fyrirkomulag af þeim sem vilja græða á tilveru annarra. „Vextir hafa valdið jarðarbúum meiri hörmungum er flest önnur mannanna verk á efnahagslegu sviði,“ segir hann.
Húmanistaflokkurinn var stofnaður í júní 1984 og hefur fjórum sinnum boðið sig fram í alþingiskosningum; 1987, 1991, 1999 og 2013. Flokkurinn hefur hins vegar aldrei náð manni inn á þing.
Húmanistar vilja lifa í samfélagi – ekki hagkerfi, og eru með nokkur heldur róttæk stefnumál. Þeir vilja til að mynda að almenningur taki þátt í fjárlagagerð og ákvörðunum um ráðstöfun skattfjár og að sett verði lög um að ef stjórnmálamenn standa ekki við kosningaloforð sín eigi þeir á hættu að missa umboð sitt. Þá vilja þeir að allt fjármálakerfið verði undir stjórn
Athugasemdir