Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Ég efast alltaf“

Smári McCart­hy seg­ir að fyrsta verk­efni Pírata eft­ir kosn­ing­ar verði að leggja fram nýja stjórn­ar­skrá til þing­með­ferð­ar.

Smári McCarthy, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, segir spillingu vera stórkostleg vandamál í íslenskum stjórnmálum. „Sem betur fer liggur grunnt á því, það ætti að vera auðvelt að uppræta,“ segir hann. 

 

 

Smári kom að stofnun Pírata árið 2012 ásamt Birgittu Jónsdóttur en flokkurinn bauð fyrst fram til Alþingis í kosningunum 2013 og komst naumlega inn á þing með 5,1 prósent atkvæða og fékk þrjá þingmenn. Smári hefði verið fjórði þingmaður Pírata. Fylgi Pírata hefur hins vegar vaxið umtalsvert á kjörtímabilinu og mælast þeir nú með um tuttugu prósent fylgi. 

Píratar vöktu talsverða athygli um síðustu helgi þegar þeir buðu formenn stjórnarandstöðuflokkanna til viðræðna um stjórnarmyndun fyrir kosningar, í þeim tilgangi að kjósendur geti tekið upplýstari ákvörðun í kosningum en áður. Tillagan hlaut blendnar viðtökur. Um leið útilokuðu Píratar samstarf við Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn vegna „spillingar“ og loforðasvika. Þá hafa Píratar einnig boðað stutt kjörtímabil þar sem tvö mál verði afgreidd; stjórnarskrármálið og þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald umsóknarferilsins við Evrópusambandið.

Smári segir Pírata ekki tilbúna að gefa eftir kröfu sína um stutt kjörtímabil. „Það verður að klára stjórnarskrána hratt og örugglega,“ segir hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár