Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Barnsmissir breytti öllu

Svein­björn Svein­björns­son lést af slys­för­um sumar­ið 1980, þeg­ar hann var níu ára gam­all. Fað­ir hans, Svein­björn Bjarna­son, seg­ir að þótt 36 ár séu lið­in frá slys­inu hafi líf­ið aldrei orð­ið samt aft­ur. Eft­ir son­ar­missinn breytt­ist sýn hans á það sem skipt­ir mestu máli í líf­inu og hann fór aft­ur í nám. Und­an­far­in ár hef­ur hann hjálp­að öðr­um í sömu spor­um í gegn­um Birtu, lands­sam­tök for­eldra sem hafa misst börn eða ung­menni skyndi­lega.

Sveinbjörn Sveinbjörnsson fæddist á fallegum febrúardegi árið 1971. Hann ólst upp í Neðra Breiðholti og lék sér meðal annars að bílum og legókubbum. „Hann var óskaplega hægur og yfirvegaður,“ segir faðir hans, Sveinbjörn Bjarnason. „Hann sá stundum lengra fram á veginn en maður gerði ráð fyrir og gerði sér grein fyrir. Hann bar umhyggju fyrir þeim sem voru í kringum hann. Einn kennarinn hans sagði til dæmis í minningargrein að í einhverju ferðalagi hefði hann komið til sín og bent sér á að einhverjir af krökkunum væru að fara óvarlega; þeir stóðu frammi á brún. Hann skipti sér ekki af því en lét kennarann vita.

Ég var lengi í sóknarnefnd Breiðholtssóknar og fyrir messur þurftum við oft að búa hátíðarsalinn í skólanum undir þær en ekki var búið að byggja Breiðholtskirkju. Það þurfti að tína fram altarið, predikunarstólinn og fleira. Sveinbjörn hjálpaði mér yfirleitt með þetta. Hann vissi hvað þessir hlutir hétu, hvar þeir áttu að vera og til hvers.

Sveinbjörn var mikið í kringum elsta bróður sinn í tónlist og vildi hlusta og fylgjast með honum spila á bassann eða gítarinn. Í dag spyr maður hvar hann væri í dag.“

Sveinbjörn tekur farsíma upp úr vasanum og sýnir mynd af syni sínum. Ungur drengur horfir alvarlegum augum á ljósmyndarann.

„Ég tala við hann á hverjum degi; ég fer helst aldrei að sofa öðruvísi en að líta á myndina af honum og segja við hann nokkur orð.“

Hann segist oft finna fyrir nærveru sonar síns.

Að missa barn

Sumarið 1980 á Kirkjubæjarklaustri. Sveinbjörn, níu ára, kvaddi jarðlífið rétt við staðinn þar sem talið er að papar hafi búið áður og þar sem nunnur báðu til guðs í klaustri sem þar var um tíma. Sagan segir að þær hafi sungið í helli í Klaustursfjalli.

Þetta er staðurinn þar sem leyndardómarnir eru margir. Sveinbjörn hrapaði við Systrafoss á Kirkjubæjarklaustri og er talið að hann hafi látist samstundis. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár