Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Áhugaverð þingmál

Hugð­ar­efni þing­manna eru jafn ólík og þeir eru marg­ir. Hér er yf­ir­lit yf­ir áhuga­verð frum­vörp sem hafa ver­ið lögð fram á þessu þingi.

Áhugaverð þingmál

Frídagar að helgum

Björt Framtíð

Flutningsmenn: Róbert Marshall, Björt Ólafsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Óttarr Proppé, Páll Valur Björnsson.

Róbert Marshall flutti breytingartillögu við lagafrumvarp um 40 stunda vinnuviku, sem miðar að því að færa staka frídaga að helgum eða næsta virka degi eftir frí.

Í rökstuðningi bendir Róbert á að slíkt yrði ekki aðeins til hagræðis fyrir launþega og fjölskyldur þeirra heldur einnig atvinnurekendur, þar sem stakir frídagar draga úr framleiðni. Þetta fyrirkomulag sé fjölskylduvænna og auki líkur á að fólk geti nýtt fríið betur.  

Staða: Lagt var til að lögin tækju gildi 1. janúar 2016, en það gekk ekki eftir. Málið hefur ekki enn verið tekið til umræðu.

Styttri vinnuvika

Píratar, Samfylking, VG

Flutningsmenn: Björn Leví Gunnarsson, Ásta Guðrún Helgadóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.

Píratar mæltu fyrir frumvarpi sem kveður á um 40 stunda vinnuvika verði stytt niður í 35 stunda vinnuviku.

Helgi Hrafn Gunnarsson vísaði í skýrslur OECD sem mæla jafnvægi á milli vinnu og frítíma þar sem Ísland kemur mjög illa út og er í 27. sæti af 36. Heildarvinnutími á Íslandi er um 500 klukkustundum lengri en hjá Þjóðverjum sem eru með stysta vinnutímann, en tillagan myndi minnka heildarvinnutímann um sirka 230 klukkustundir á ári og færa Ísland upp í 10. sætið, næst á eftir Svíþjóð, sem þó er að færa sig í áttina að sex stunda vinnudegi.

Þrátt fyrir það er framleiðni á Íslandi undir meðaltali OECD landanna. Í þeim löndum sem lenda efst á listanum er framleiðnin alltaf meiri og launin í flestum tilvikum hærri.

Staða: Eftir fyrstu umræðu var málinu vísað til velferðarnefndar.

Spilahallir á Íslandi

Framsókn, Sjálfstæðisflokkurinn, Björt Framtíð 

Flutningsmenn: Willum Þór Þórsson, Elsa Lára Arnardóttir, Jóhanna María Sigmundsdóttir, Haraldur Einarsson, Páll Jóhann Pálsson, Ásmundur Einar Daðason, Brynjar Níelsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðmundur Steingrímsson, Páll Valur Björnsson, Björt Ólafsdóttir.

Samkvæmt hegningarlögum er refsivert að framfleyta sér með fjárhættuspili.  Þessu vill Willum Þór Þórsson breyta með lögum sem heimila starfsemi spilahalla á Íslandi, þar sem spilað er upp á peninga.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir 21 árs aldurstakmarki að spilavítunum og að einstaklingum undir áhrifum sem líklegir eru til að valda ónæði sé meinaður aðgangur. Í rökstuðningi segir Willum að slík lögleiðing yrði til að efla ferðamannaþjónustuna, leiða til aukinna tekna fyrir ríki og sveitarfélög og koma starfsemi sem þrífst í undirheimum undir opinbert eftirlit þar sem stuðlað er að ábyrgri spilamennsku.

Staða: Málið hefur ekki verið tekið til umræðu.

Orlof húsmæðra

Sjálfstæðisflokkur, Samfylking  

Flutningsmenn: Unnur Brá Konráðsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Vilhjálmur Árnason, Ragnheiður Ríkharðsdóttir.

Lög sem gera ráð fyrir því að ríki og sveitarfélög veiti fé til orlofsnefnda sem skipuleggja orlof húsmæðra hafa verið í gildi frá árinu 1958, en þá hafði verið talað fyrir því í fjórtán ár. Þá höfðu húsmæður jafnan lítið á milli handanna, fengu lítil eða engin laun fyrir heimilishald, heimili voru oft barnmörg og vinnan við húsrekstur ströng. Þrátt fyrir breytta tíma eiga allar konur sem veita eða hafa veitt heimili forstöðu án þess að þiggja launagreiðslur fyrir það, óháð því hvort þær eru útivinnandi eða ekki, rétt á húsmæðraorlofi. Nú vill Unnur Brá Konráðsdóttir afnema þessi lög og lagði fram frumvarp þess efnis. Hún tók þó fram að ekki megi gera lítið úr þeim félagslegu áhrifum sem orlofsferðir húsmæðra hafa haft fyrir þær konur sem í þær hafa farið. Verði lögin afnumin geta orlofsnefndirnar haldið áfram að skipuleggja ferðir kjósi þær svo en aðkoma sveitarfélaganna yrði valkvæð.

Staða: Málið hefur ekki verið tekið til umræðu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár