Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

7 daga áætlun til að efla hamingju

„Hamingjan hún var best af öllu sköpunarverkinu“ sungu Ðe lónlí blú bojs í gamla daga og heimsbyggðin öll virðist sammála þessari fullyrðingu ef marka má allar þær bækur, vefsíður, blogg og Facebook-statusa sem tyggja það ofan í okkur hvað sé nú best að gera til að krækja í anga af þessari margprísuðu hamingju. Hvað hamingjan nákvæmlega felur í sér eða hvernig við öðlumst hana virðist hins vegar vefjast ansi mikið fyrir fólki. Kannski erum við svo upptekin af því að eltast við hana að við tökum ekki einu sinni eftir henni þegar hún mætir. 

Hvað sem því líður þá eru þartilgerðir sérfræðingar þó nokkuð sammála um að hvernig við hegðum okkur og hvað við tökum okkur fyrir hendur sé lykillinn að því að verða hamingjusamari. Hamingjan komi innan frá og það sé ekki á ábyrgð nokkurs nema okkar sjálfra að efla hana. Seint á síðasta ári birtist á vefsíðunni Greater Good in Action, sem haldið er úti af sérfræðingateymi í Berekley-háskólanum í Kaliforníu, uppskrift að því hvernig best væri að auka hamingju sína frá degi til dags. Þar er gefin upp aðgerðaáætlun fyrir hvern dag vikunnar og því lofað að með því að fylgja henni verði fólk ánægðara með sjálft sig og gangi betur í samskiptum sínum við aðra, ergó verði hamingjusamara. O

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár