Fólk og dólgar
Athuga þarf hvort tilefni er til að ákæra fjármálaráðherra fyrir umboðssvik.
Sala ríkiseigna á undirverði virðist brjóta gegn 249. grein hegningarlaga um umboðssvik sem hljóðar svo:
„Ef maður, sem fengið hefur aðstöðu til þess að gera eitthvað, sem annar maður verður bundinn við, eða hefur fjárreiður fyrir aðra á hendi, misnotar þessa aðstöðu sína, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, og má þyngja refsinguna, ef mjög miklar sakir eru, allt að 6 ára fangelsi.“
Við skattgreiðendur erum bundnir við afsláttinn sem fjármálaráðherra veitti föður sínum ásamt ýmsum dæmdum sakamönnum og öðrum.
Í 243. grein hegningarlaga segir: „Fyrir brot þau, er í þessum kafla getur, skal því aðeins refsa, að þau hafi verið framin í auðgunarskyni.“
Bersýnilegt er að fjármálaráðherra hagnast sjálfur á bankasölunni sem væntanlegur erfingi föður síns.
Nú þurfa héraðssaksóknari og ríkissaksóknari að setjast á rökstóla.
Allmargir íslenskir bankamenn og aðrir voru ákærðir fyrir fjármálamisferli í tengslum við hrunið 2008 (umboðssvik, fjárdrátt, skýrslufals, innherjasvik og markaðsmisnotkun).
Lykillinn að þessum ákærum var Fjármálaeftirlitið, þá sjálfstæð stofnun aðskilin frá Seðlabanka Íslands, og einnig nýtt Embætti sérstaks saksóknara sem tók á móti stríðum straumi tilvísana frá FME.
Eftir nokkurn tíma var atkvæðamikill og réttsýnn forstjóri FME hrakinn úr starfi og fjárveitingar til sérstaks saksóknara skornar svo niður að hætta varð rannsóknum á nokkrum mikilvægum málum.
Eigi að síður náði Hæstiréttur Íslands að dæma 36 einstaklinga til samtals 88 ára fangelsisvistar fyrir lögbrot tengd hruninu, tvö og hálft ár á mann að meðaltali.
Meðal hinna dæmdu eru bankastjórar allra föllnu bankanna þriggja og stjórnarformaður eins þeirra.
Kaupþing fékk 32 ár, Glitnir fékk 19 ár, Landsbankinn fékk 11 ár, sparisjóðirnir fengu 12 ár og aðrir 14 ár.
Aftur til dagsins í dag: Hverjir voru fengnir til að kaupa bréfin í Íslandsbanka á undirverði?
Lítum yfir sviðið. Hér eru nokkrir nýir eigendur Íslandsbanka:
- Einn er nýkominn af Kvíabryggju, dæmdur fyrir umboðssvik o.fl.
- Annar fékk átta mánaða dóm, einnig fyrir umboðssvik o.fl.
- Enn annar er með Interpol á hælunum, hann var stjórnarformaður Glitnis í hruninu og þurfti að horfa á eftir bankastjóra sínum og mörgum öðrum starfsmönnum bak við lás og slá (ekki er vitað hvort hann heimsótti þau í fangelsið) og hann hefur nú í þokkabót stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á Samherja vegna meintra lögbrota í Namibíu og víðar.
- Einn hrunverjinn enn fékk að auki nýlega á sig kæru fyrir kynferðisofbeldi.
- Enn annar (faðir fjármálaráðherrans) forðaði 500 mkr. út úr Sjóði 9 í Glitni til Flórída þrem dögum fyrir þjóðnýtingu bankans meðan aðrir viðskiptavinir bankans brunnu inni með allt sitt og sonurinn seldi allt sitt í Sjóði 9 í sömu svifum.
- Einn kaupandinn er aðaleigandi dagblaðs sem mærir Pútín og Trump á víxl í boði eigendanna.
- Og svo eru þarna ýmsir aðrir minni spámenn úr hópi hrunverja.
Þarna er sem sagt rjómi rjómans í viðskiptalífinu – crème de la crème eins og Frakkar myndu segja.
Réttur eigandi bankabréfanna, fólkið í landinu, situr eftir með sárt ennið eins og endranær meðan dólgarnir dansa. Bankasýslan reyndi að halda þessum bankasölugerningi leyndum, en það tókst ekki. Sölunni þarf nú að rifta.
Fjármálaeftirlit Seðlabankans var spurt álits á bankasölunni, en ekki barst svar þaðan. Hér sést hvers vegna FME var innlimað í bankann: gagngert til að horfa í hina áttina með gamla laginu. Þögn bankans dugði þó ekki til, múrinn brast annars staðar.
Hvernig væri nú að nota tækifærið til að svipta loksins hulunni af meintri fjárböðun rússnesku mafíunnar á Íslandi fram að hruni? – fjárböðun sem rússneski auðkýfingurinn Boris Berezovsky lýsti í sjónvarpsviðtali við sjónvarpsfréttastöðina Sky 2009 og yfirvöldin hér heima hafa farið með eins og mannsmorð enda fannst Berezovsky dauður heima hjá sér nokkrum árum síðar eftir grimmúðlegar deilur fyrir dómstóli við Íslandsvininn Roman Abramovich. Engin dánarorsök var gefin upp.
Ef þú, lesandi minn góður, værir rússneskur mafíósi og ætlaðir að nota íslenzkan banka sem þvottavél, í hvern myndurðu hringja? Útibússtjórann? Eða einhvern hærra settan? Hvern þá? Seðlabankastjórann? Forsætisráðherrann? Forsetann? Rússneski mafíósar ræða ekki við undirsáta.
Já, og úr því að yfirvöld um allan heim keppast nú loksins við að kyrrsetja snekkjur og annað þýfi rússnesku ólígarkanna, hvernig væri þá að svipta loksins hulunni af því hvað varð um 174 mkr. skuld Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við föllnu bankana í janúar 2008? Við erum að tala um 326 mkr. skuld á núvirði. Var skuldin greidd? Eða var hún afskrifuð? Sé svo, er ráðherrann þá ekki með húð og hári í eigu þeirra sem afskrifuðu skuldina?
Og hvað skyldu bankarnir hafa þurft að bera margar fjölskyldur út af heimilum sínum til að hafa upp í þessa afskrifuðu skuld fjármálaráðherrans og aðrar slíkar?
Endurglæpavæðingu bankakerfisins verður að stöðva, strax.
Taflinu er lokið.
Eða vill kanski obbin af þjófélagshópum ekki heira sanlekann um hrunið og eingavaeðingu bankana núna og hverjir graeddu mest á þeirri sölu .
Allavag voru það ekki þeir sem eru kallaðir fagfjarfestar nema kanski lífeyrissjóðir sem eru beisalaðir og nasamulbundnir glapagengujum íslands .
Eða er obbin af þjóðfélagsþegnum þessa lands sem hafa kosnigarétt bara heirnnalausuir og blyndir og meðvirkir með þeimm glaepamönum sem fara hér með völd með því svindli í kosnigum sem er að koma skírt fram þar sem 8o % þjóðarinnar eru ósamlála flestu sem glabamenn gera á alþingi okkar .
Ég kalla þessa ráðamenn föðurlandsvikara ,og þá á að gera brottraeka úr þjóðfélaginu íslandi svo þeir trufli ekki framvindu líðraeðissins og geri það smatt og smatt að fasista ríki af verstu gerð .
Hvernig vaeri að vakna af þyrniródsasvafninum og hlusta á þá sem hafa sanleikann að leiðarljósi .
Það er ekki nóg asð gaspra bar og ba bla bla .
Orð eru beitur hnífur ef ef allir hlusta með opin eyru á sanleikann og að fólk hatti að vera meðvirkt og fari að lata verkin tala og haetta að bla bla bla ,þó svo vonin um stórgróða sé í seiligarfjarlagð sem beita glabamanna ,sem svo fólk mun aldrei upplifa ,vagna þess að það er bara akveðin auður sem er til skiptana og honum varður að skipta meðal þjóðarinnar jafnt á alla .
Þá verða allir rikir af hamigju í hinu ríka íslandi .
Eina sem þarf er að opna augun og heyrnina og sjá sanlekann í hvernig glapamenskann grasserar á sviði stjórnsýslunar allrar og haeti að vera meðvirk glaepamenskuni og þjóðarmorði á íslandi alsnaetana í von um skjótfenginn gróða sem er bara á faeri glapamanna að öðlast
http://herdubreid.is/hinir-osnertanlegu/
"130 milljarðar voru afskrifaðir hjá fjölskyldufyrirtækjum Bjarna Benediktssonar"
"Benedikt Sveinsson tók yfir á annað hundrað milljónir af einkaskuldum sonar síns, meðal annars vegna veðmála"
"Í miðju Hruni var Bjarni ennþá að færa stórfé úr landi til að borga fyrir fasteignabrask á Flórida"
Síðar var Bjarni Ben gerður að fjármálaráðherra í þrígang !!!