Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.
Við um okkur til ykkar
Ég skil ekki þessa áráttu að tala um okkur þegar fótbolta eða aðrar boltaíþróttir ber á góma (einkum þegar vel gengur) eins og þið hafið verið að erfiða á vellinum og hlaupa á eftir turðu til þess að sparka í hana. Það er ekki eins og þið hafið eitthvað með það að gera sem gerist inn á leikvellinum. Þó að þið komið frá Íslandi þá gerir það ykkur ekki að liðsmönnum landsliðsins er það? Óttalegt bull verð ég að segja og hananú! Einu mennirnir sem hafa rétt á að nota við um okkur eru leikmenn landsliðsins. Og svo er þetta víkingatal óþolandi líka. Íslendingar voru bændur fremur en víkingar og hananú! Guð minn góður! Nú var ég að tala niður landið!
Athugasemdir