Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

Áfram Hatari, Hatrið mun sigra!

Í kveld verður ákveðið hver verður fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Ísrael í vor. Keppnin atarna mun eiga sér stað þar sem áður stóðu palestínsku þorpin al-Shaykh Muwannis og Jarisha er hernumin voru 1948, árið sem Ísraelsríki var stofnað. 

Alkunna er að mannvíg eiga sér stað í Ísraelsríki/Palestínu, alkunna er að oftar en ekki bitna átökin á þeim sem síst skyldi, alkunna er ást ríkir ekki mili Palestínu og Ísrael, máski mætti nota orðið hatur til að lýsa samskiptum þeirra. Alkunna er að blóð flýtur, árásir eiga sér stað. Alkunna er að aðskilnaðarveggur hefir risið, veggur sem aðskilur og sáir líkast til hatri í hjörtu.

Er því ekki viðeigandi að hópur að nafni Hatari troði þar upp? Alltént tel ég ráð að "Hatrið mun sigra" fái að hljóma í Ísrael og þá alveg burtséð frá því að lagið það er ekki eins gelt og hin íslensku lögin.

Það eru líka rök fyrir því að Ísland sendi Hatara út, að keppinautar Hatara hafi ekkert nýtt að bjóða, séu eintóm meðalmennska og muni ekki njóta lýðhylli, muni ekki lenda á milli tannanna á fólki, muni gleymast. Slíkt mun ekki gilda um Hatara. Um Hatara verður rætt. Það er jafn ljóst og þú deyrð.

Og hver veit nema hatrið verði sett í samhengi við athæfi Ísraelsríki, í samhengi við hatrið fyrir botni Miðjarðarhafs. Þá er e.t.v. eitthvað til unnið. 

Áfram Hatari, "Hatrið mun sigra"!

 

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.