Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Vinsamlegast talaðu íslensku, takk

 

Ísland er fjölmenningarsamfélag. Á Vestfjörðum er til að mynda um 15% fólksfjöldans af erlendu bergi brotinn. Það er staðreynd hvort sem manni líkar betur eða verr og líkast til kemur Ísland til með að vera fjölmenningarsamfélag í framtíðinni líka. Allavega er ólíklegt að Frón hverfi aftur til þess tíma þegar menningin var fremur einsleit og íslenskan sem töluð var hljómaði meira og minna eins. Á Íslandi var enda ekki hægt að tala um ólík tungumál eftir landssvæðum, eins og t.d. í Þýskalandi eða á þýska málsvæðinu, þótt einhvern áherslumun væri að finna og megi máske enn finna.

Nú er öldin önnur. Ekki hvað það áhrærir að skotið hafi upp kollinum mállýskur svo frábrugðnar hver annarri að örðugleikar skapist. Nei, eins og við vitum, eða ættum að geta gert okkur í hugarlund, þá er umtalsvert af því, þessa dagana, að íslenska sé töluð með mismunandi hreim og töluvert af því að beygingarvillur láti á sér kræla sem ekkert hafa með hina svokölluðu þágufallssýki að gera. Segjum bara að málið sé talað á ólíkari máta en oft hefir verið í gegnum tíðina. Vissulega kann á tíðum að vera vandkvæðum bundið að skilja þessa nýju íslensku. Það er satt. Framburður er oft og tíðum óvanalegur í eyrum innfæddra, málfræðireglur ekki alveg á tæru né er málnotkun alltaf í samræmi við málvenjur. Og svo kann að vera að málnotandi hafi hreim.

Er því skiljanlegt að stundum sé gripið til lingua franca nútímans, ensku. Það auðveldar oft málið. En er rétt að gjöra svo? Auðvitað kann slíkt að ráðast af aðstæðum, hve nauðsynlegt sé að allt skiljist. Og vissulega eru og Íslendingar almennt svo vel að sér í enskri tungu að þeir geti gert sig þokkalega skiljanlega á því máli.

Spurningarnar sem við ættum að spyrja okkur eru kannski stærri: Hve miklu máli skiptir það okkur að íslenska sé almennt töluð á Íslandi? Hvað viljum við til þess gera að erlent fólk öðlist færni í málinu, næga færni og skilning til að geta verið þátttakendur í íslensku samfélagi í sínu víðasta samhengi?

Séu svörin við þessum spurningum þau að það engu skipti, að við séum ekki tilbúin að gera nokkuð til að útlendingar öðlist betri skilning og færni þá verður svo að vera. En þá ætti sá „réttur“ að fyrirgerast að kvarta undan fákunnáttu þeirra. Kannske er okkur alveg sama þótt enskan taki smátt og smátt yfir og íslenskan þynnist út eða hverfi. Þá er það bara þannig og status quo málið. Kannski viljum við alfarið losna við útlendinga af landinu, hverfa andlega aftur um 200 ár og tala „hreina“ íslensku við þá sem fæddust í alíslenskar íslenskar fjölskyldur. Þá erum við að berja hausnum við stein.

Ef það aftur á móti skiptir okkur miklu máli að fólk tali almennt séð íslensku og aðlagist íslensku samfélagi, öðlist skilning á því, verði hluti af því þá er sitthvað sem við getum gert.

Það að flytjast búferlum á erlenda grundu getur verið vandkvæðum bundið. Mikið nýtt ber fyrir augu, glíma þarf við menningarmun, skrifræði, fordóma (í báðar áttir). Lykillinn sem hjálpar til við glímu þessa er tvímælalaust tungumálið. Aðalvandamál margra sem vilja læra tungumál þess lands hvar þeir búa er tímaleysi. Fólk er við vinnu og vinnur kannski mikið og að vinnudegi loknum er ekki alltaf tekið út með sældinni að ætla sér að brjóta heilann um málfræðireglur, framburð og orðaforða. Það að læra tungumál tekur tíma. Ferlið við að læra íslensku mætti líkja við maraþon, sumhver önnur tungumál eru þá styttri hlaup.

Auðvitað er fólk misfært um að takast á við nýtt tungumál. Aðstæður og uppruni skipta höfuðmáli, menntun og hvar mann eða konu bar í heiminn. Hvar viðkomandi vinnur, hvort viðkomandi eigi innfædda vini, hvort viðkomandi fái liðsinni og mæti jákvæðu viðmóti. Hafi og mann borðið í heiminn í Japan eru færri atriði sem hjálpa manni við viðleitnina en hafi maður eða kona litið dagsins ljós í Danmörku. Þetta er augljóst sé hugurinn leiddur að því en vill samt gleymast í hita dagsins þegar kemur að viðhorfi Íslendinga til útlendinga sem leitast við að tala íslensku.

Hvað getum við gert til að hjálpa fólki í viðleitninni? Að fenginni reynslu undirritaðs, en hann hefir fengist við að kenna erlendu fólki íslensku um nokkurt skeið, þá skiptir mestu máli að málið sé notað. Sé mál ekki notað liggur í augum uppi að illmögulegt reynist að taka framförum. Því ætti meginreglan í samskiptum við fólk sem er að læra málið að vera sú að sé maður ávarpaður á íslensku ætti maður að halda áfram á íslensku.

[innskot]

Reyndar ætti sú regla að vera við lýði að þeir sem ekki tala íslensku ættu að spyrja (á ensku eða íslensku) hvort viðkomandi tali eða vilji tala ensku. Það er dónaskapur að ætla annað. Undirritaður hefir oft staðið sig að því, og skammst sín ekki fyrir það, að tala bara íslensku við þá sem vinda sér upp að honum og hefja spjall á ensku. Hann reynir þó ávallt að sína ítrustu kurteisi og lætur aðstæðurnar ekki skaprauna sér þannig að þess berist merki.

Nú getur vel verið að skilningi kunni að vera ábótavant, að telja megi fyrir víst að hluteigandi aðili eigi erfitt með að skilja orðfærið. Þá er gott að hafa í huga að þetta er móðurmál okkar sem þýðir að við ráðum yfir fjölmörgum leiðum til að tjá okkur um sama hlutinn, við getum einfaldað og stytt setningar, einfaldað orðaforða (notað samheiti), einfaldað málfræði (reynt að tala í nefnifalli), við getum hægt á okkur, notað hendur og fætur, svipbrigði og svo framvegis. Hið eina sem þarf er meðvitund um við hvern maður talar, um hvernig maður beiti tungunni. Sú beiðni um að tala ensku ætti alltaf að koma frá þeim sem er að læra málið.

[innskot]

Reglan ætti að vera sú að maður tali alltaf íslensku uns maður sé beðinn um annað, þá getur maður tekið afstöðu til þess.

Aldrei ætti Íslendingur (eða sá sem veldur íslensku máli) að sýna aðila, segjum í þjónustugeiranum, ókurteisi eða agnúast í viðkomandi fyrir að tala ekki málið. Þeir sem slíkt gera eru ekki merkilegur pappír. Maður veit oftast ekkert um aðstæður aðilans. Hann gæti hafa komið til landsins í gær. Allajafna eru samskipti í þessum aðstæðum ekki flókin og ætti maður alveg að geta gert sig skiljanlegan með því að notast við íslensku. Undirritaður leitast t.a.m. alltaf við að tala íslensku þótt hluteigandi aðili tali ekki málið. Þetta er nú einu sinni Ísland og þar er opinbert mál íslenska og því ætti að vera sjálfsagt mál að maður fái að nota móðurmál sitt. Aukinheldur ætti að vera á ábyrgð vinnuveitandans að starfsfólk tali málið.

Tali einhver ekki ensku eða ekki góða ensku hví þá ekki alveg eins að tala íslensku? Undirritaður hefir oftlega orðið vitni að því þegar sæmilega meinandi fólk (t.d. faðir undirritaðs) talar ensku við fólk sem gæti alveg eins skilið íslensku, eða skilur, það er að segja, jafnlítið í báðum málum. Það er undarlegt að tala þá ekki bara íslensku þar sem það er jú það mál sem hinn aðilinn ætti að læra, ekki enska.

Hluti af nemendahópi undirritaðs eru aðilar sem eiga íslenskan maka. Þeir hafa oft sömu söguna að segja, sama umkvörtunarefnið. Makarnir sýna mjög takmarkaða viðleitni í þá veru að hjálpa við að læra; hjálpa við að ná tökum á málinu. Oft nenna þeir því ekki, oft er þetta hugsunarleysi (oftar nenna þeir því ekki). Þeir taka oftar en ekki auðveldu leiðina og nota lingua franca og átta sig ekki á því að um bjarnargreiða er að ræða, að þeir eru ómeðvitað (eða meðvitað) að gera lítið úr tilraun makans við að æfa, við að læra málið.

Beri Íslendingum almennt að liðsinna erlendum við málanámið, þá er skylda makans enn stærri og ber honum að hafa það í huga vilji hann að sinn betri helmingur taki framförum, geti skilið betur hvað á gengur í samfélaginu eða þá tal um veður og bíla í matarboðum, geti orðið stærri hluti fjölskyldunnar, samfélagsins þá getur hann/hún sannlega hjálpað á einfaldan máta. Með því að tala og nota málið á þann hátt að viðkomandi skilji.

Og slíkt hið sama mætti gilda um okkur öll og almennum samksiptum okkar við erlent fólk sem leitast við að læra málið, takk.

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Furðu­legt frum­varp um áfeng­is­lög kol­fell­ur

Frétta­fyr­ir­sagn­ir um breyt­ing­ar á áfeng­is­lög­um, til að rýmka af­greiðslu­tíma Vín­búða og gefa þeim leyfi til að selja áfengi um helg­ar og á frí­dög­um, eru á þessa leið: „Áfeng­is- og tób­aksversl­un rík­is­ins set­ur sig ekki upp á móti frum­varpi þing­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins um rýmri af­greiðslu­tíma vín­búða.“ (RÚV) og „ÁTVR leggst ekki gegn rýmk­un“ (MBL). „Af­nám banns gæti rýmk­að opn­un­ar­tíma...

Nýtt efni

Heimildin í vikulega útgáfu
Fréttir

Heim­ild­in í viku­lega út­gáfu

Frá og með 21. apríl kem­ur prentút­gáfa Heim­ild­ar­inn­ar út viku­lega.
Héraðsdómur neitar að afhenda dóminn
Fréttir

Hér­aðs­dóm­ur neit­ar að af­henda dóm­inn

Bæði Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur og embætti rík­is­lög­manns neita að af­henda dóm­inn í máli Jó­hanns Guð­munds­son­ar. Hann starf­aði sem skrif­stofu­stjóri í at­vinnu­vega­ráðu­neyt­inu og lét fresta gildis­töku nýrra laga um fisk­eldi um sumar­ið en var sagt upp í kjöl­far­ið og kærð­ur til lög­reglu.
Tómar ritstjórnarskrifstofur Fréttablaðsins – „Mér líður hörmulega“
Fréttir

Tóm­ar rit­stjórn­ar­skrif­stof­ur Frétta­blaðs­ins – „Mér líð­ur hörmu­lega“

Rit­stjórn­ar­skrif­stof­ur Frétta­blaðs­ins eru nú tóm­ar eft­ir að starfs­fólki var til­kynnt í morg­un að út­gáfu blaðs­ins væri hætt. Rit­stjóri Frétta­blaðs­ins seg­ir stöð­una áfall fyr­ir ís­lenska fjöl­miðla­sögu og áfall fyr­ir lýð­ræð­ið í land­inu. Sam­hliða því að út­gáfu­fé­lag­ið Torg fer í þrot flyst DV.is í Hlíða­smára.
Segir nýja fjármálaáætlun geyma engar raunverulegar aðgerðir til að hagræða
Fréttir

Seg­ir nýja fjár­mála­áætl­un geyma eng­ar raun­veru­leg­ar að­gerð­ir til að hagræða

Þing­mað­ur Við­reisn­ar gagn­rýndi fimm ára fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar á Al­þingi í dag á með­an þing­mað­ur Vinstri grænna mærði hana og sagði að í áætl­un­inni væri með skýr­um hætti for­gangsrað­að í þágu heil­brigðis­kerf­is­ins og al­manna­trygg­inga­kerf­is­ins þar sem ekki væri gerð að­haldskrafa.
Fréttablaðið hættir að koma út og Hringbraut hættir útsendingum
Fréttir

Frétta­blað­ið hætt­ir að koma út og Hring­braut hætt­ir út­send­ing­um

Rekst­ur DV.is og tengdra vef­miðla, hring­braut.is og Ice­land Magaz­ine hafa ver­ið færð­ir yf­ir í fé­lag­ið Fjöl­miðla­torg­ið ehf. Stjórn­end­ur Torgs segja að mark­að­ur­inn hafi ekki haft nægj­an­lega trú á nýju út­gáfu­fyr­ir­komu­lagi Frétta­blaðs­ins.
Mölunarverksmiðjan í Þorlákshöfn yrði allt að 60 metrar á hæð
Fréttir

Möl­un­ar­verk­smiðj­an í Þor­láks­höfn yrði allt að 60 metr­ar á hæð

Sex til tíu síló sem rúma 4.000 tonn hvert yrðu reist við möl­un­ar­verk­smiðju Heidel­berg í Þor­láks­höfn ef af fram­kvæmd­inni verð­ur. Tvær stað­setn­ing­ar eru reif­að­ar í nýrri matsáætl­un fram­kvæmd­ar­inn­ar, önn­ur við höfn­ina og skammt frá íbúa­byggð en hin fjær byggð þar sem byggja þyrfti höfn.
Grínið orðið að veruleika
ViðtalAllt af létta

Grín­ið orð­ið að veru­leika

Bríet Blær Jó­hanns­dótt­ir grín­að­ist með það við vin­kon­ur sín­ar eft­ir að hún skráði sig á bið­lista fyr­ir kyn­leið­rétt­ing­ar­að­gerð að bið­list­inn væri ör­ugg­lega svo lang­ur að hún kæm­ist ekki í að­gerð­ina fyrr en hún yrði þrí­tug. Hún var nýorð­in 26 ára þeg­ar hún skráði sig og verð­ur 29 ára á þessu ári. „Grín­ið er orð­ið að veru­leika,“ seg­ir hún.
Ásmundur: Ástandið á Suðurnesjum að verða „ógnvænlegt og óbærilegt“ vegna fjölda hælisleitenda
Fréttir

Ásmund­ur: Ástand­ið á Suð­ur­nesj­um að verða „ógn­væn­legt og óbæri­legt“ vegna fjölda hæl­is­leit­enda

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins skóf ekki ut­an af því í ræðu­stól Al­þing­is í vik­unni þeg­ar hann fór mik­inn um ástand­ið á Suð­ur­nesj­um hvað hús­næð­is­mál varð­ar. Þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að stjórn­mála­menn þurfi að gæta orða sinna til að magna ekki upp óæsku­leg við­brögð í af­ar við­kvæmri stöðu á þessu svæði.
Halldór Benjamín hættir hjá Samtökum atvinnulífsins
Fréttir

Hall­dór Benja­mín hætt­ir hjá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son sem hef­ur stað­ið í ströngu í kjara­bar­átt­unni að und­an­förnu hef­ur ákveð­ið að láta af störf­um sem fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Í sum­ar hef­ur hann störf sem for­stjóri Reg­ins fast­eigna­fé­lags.
Lísa í Sjávarútvegslandi
Kjartan Páll Sveinsson
Aðsent

Kjartan Páll Sveinsson

Lísa í Sjáv­ar­út­vegslandi

Kjart­an Páll Sveins­son seg­ir að þau sem reyna að fylgj­ast með stefnu­mót­un í sjáv­ar­út­vegs­mál­um á Ís­landi þessi miss­er­in tengi ef­laust við raun­ir Lísu í Undralandi þar sem ekk­ert var sem sýnd­ist.
Áframhaldandi halli, mildur hvalrekaskattur, bankasala og lítið aðhald
Greining

Áfram­hald­andi halli, mild­ur hval­reka­skatt­ur, banka­sala og lít­ið að­hald

Fimm ára fjár­mála­áætl­un er ætl­að að hjálpa til við að berja nið­ur verð­bólgu og slá á þenslu. Þar eru boð­að­ar skatta­hækk­an­ir, sem sum­ar eru út­færð­ar og aðr­ar alls ekki, að­halds­að­gerð­ir og eigna­sala. Heim­ild­in greindi það helsta sem er að finna í áætl­un­inni.
BSRB-félög undirrita kjarasamninga til eins árs
Fréttir

BSRB-fé­lög und­ir­rita kjara­samn­inga til eins árs

Fjór­tán að­ild­ar­fé­lög BSRB, sam­tals með um fjór­tán þús­und fé­lags­menn, hafa náð sam­komu­lagi um gerð skamm­tíma­kjara­samn­inga við rík­ið og Reykja­vík­ur­borg. At­kvæða­greiðslu um samn­ing­ana mun ljúka 14. apríl.
Loka auglýsingu