Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Við eigum í stríði

Einhverju sinni árið 2005 hripaði ég þetta niður.

Það er merkilegt hve lítið hefir breyst í honum heimi.

 

Við eigum í stríði, stríði við hryðjuverkamenn. Vígvöllurinn er allstaðar. Allur heimurinn liggur undir. Heimsmyndin er breytt eftir 11. september og við verðum að vera tilbúin til að verja hin vestrænu lífsgildi og færa fórnir bæði með því að senda hermenn til fjarlægra heimshluta og vera ávallt viðbúin árásum illra afla. Það má heldur ekki gleyma því að þegar átt er í höggi við hryðjuverkamenn má búast við einhverjum mannfórnum í þágu málstaðarins. Að sjálfsögðu er það hræðilegra en allt sem hræðilegt er þegar vestrænn borgari lætur lífið í hryðjuverkastríðinu, en ég er viss um að öllum líður betur með að í kjölfarið verður ráðist á land (sökudólgurinn fundinn) sem þefskyn ráðamanna segir til um að umlukið sé fnyk ódæðisverka. Verða þá án minnsta vafa eintómir illvirkjar teknir af lífi eða gerðir óstarfhæfir ... já, eða komandi illvirkjar fæddir og ófæddir.

            

Það er enda svo að lífsgildi oss eru innblásin af guðs heilaga anda og er það vor siðferðislega skylda að útdeila þeim til annarra fátæklegri í anda heimshluta. Við verðum með öðrum orðum að frelsa heiminn og getum ekki hætt fyrr en hann liggur allur að fótum okkar gildismats og frjálsra lífshátta. Þegar ég tala um okkur á ég auðvitað við okkar ágætu leiðtoga, George W. Bush, Tony Blair, Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddson, sem bera hitann og þungann af þeim aðgerðum sem eiga sér stað í heimóttarlegri hlutum heimsins. Við getum að sjálfsögðu ekkert annað gert en ástundað fylgispekt þess sem veit að einvörðungu er unnið með hagsmuni alls heimsins að leiðarljósi. Raunar er vart nauðsynlegt að velta þessum málum of mikið fyrir sér. Til þess höfum við einmitt áðurnefnda leiðtoga; til þess að taka á þessum málum fyrir okkur. Við vitum. Nú er bara mál að láta alla aðra vita svo hryðjuverkin hætti.

 

Líf þeirra er hvort eð er ekkert annað en tölur á blaði á meðan okkar er harmleikur.

 

Í því samhengi má einnig lesa þetta ljóð Dags Sigurðarsonar sem finna má í Hundbænum eða viðreisn efnahagslífsins frá 1963. Það er og að finna í ritsafni Dags sem kom út 2018 (bls. 87).

 

Hér er birtur hluti ljóðsins.

 

KVÖLDIÐ EFTIR STRÍÐ

 

Frá því var skýrt í fréttum að íbúar Bánkalands háðu varnarstríð við íbúa Olíulands hérna á dögunum og grönduðu öllu kviku í Olíulandi á fimm mínútum. Mannfall varð ekki hjá Bánklendingum. Olíulindirnar munu verða nýttar í þágu efnahagslífsins.

    Þennan sögulega dag var ég staddur í höfuðborg Bánkalands í viðskiptaerindum og átti því láni að fagna að ná tali af sjálfum landvarnamálaráðherranum í kokkteilboði um kvöldið.

    Ráðherrann var einkar geðfelldur maður, prúður en frjálsmannlegur í fasi, glaðvær en stilltur í framkomu, hvers manns hugljúfi. Hann er einstakt snyrtimenni og kímnigáfa hans er annáluð. Hann er sagður barngóður og dýravinur hinn mesti. Einnig hefur hann komið mörgum skemmtilega á óvart með ýmiskonar góðgerðarstarfsemi.

    - Svooað þér eruð frá Íslandi, sagði hann og sló kumpánalega á öxl mér með vinstri hendi. Í þeirri hægri hélt hann á glasi.

    - Hvernig er að vera í bissniss á Íslandi? Hálfgerður tittlíngaskítur, er það ekki?

    Ég útskýrði fyrir honum, að við Íslendingar hefðu margt sem hægt væri að selja: grjót, haf, fossa, skíðabrekkur, miðnætursól, jökla og fólk, en kommar og laumukommar væru á hverju strái og reyndu að spilla fyrir sölunni. Annars færi kannski að rofa til. Það væri að minnsta kosti ljós punktur hvað vinnuaflið væri orðið ódýrt.

 

 

            

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

„Auðvitað viljum við byltingu“
Viðtal

„Auð­vit­að vilj­um við bylt­ingu“

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son hitti tvær leik­kon­ur úr al­þjóð­lega leik­hópn­um Spindrift og ræddi verk hóps­ins, Them, sem vak­ið hef­ur at­hygli.
Nýtt risameginland eftir 250 milljón ár: Verður það helvíti á Jörð?
Flækjusagan

Nýtt risam­eg­in­land eft­ir 250 millj­ón ár: Verð­ur það hel­víti á Jörð?

Legg­ið ykk­ur og sof­ið í 250 millj­ón ár. Það er lang­ur svefn en segj­um að það sé hægt. Og hvað blas­ir þá við þeg­ar þið vakn­ið aft­ur? Í sem skemmstu máli: Heim­ur­inn væri gjör­breytt­ur. Ekki eitt ein­asta gam­alt kort eða hnatt­lík­an gæti kom­ið að gagni við að rata um þenn­an heim, því öll meg­in­lönd hefðu þá færst hing­að um heimskringl­una...
Ísland í sérflokki háhraðatenginga til heimila
Erik Figueras Torras
Aðsent

Erik Figueras Torras

Ís­land í sér­flokki há­hraða­teng­inga til heim­ila

For­stjóri Mílu skrif­ar um for­skot Ís­lands þeg­ar kem­ur að há­hraða­teng­in­um til heim­ila og næstu kyn­slóð há­hraða­teng­inga sem mun styðja við þetta for­skot.
Samskip krefja Eimskip um bætur
FréttirSamráð skipafélaga

Sam­skip krefja Eim­skip um bæt­ur

Flutn­inga­fyr­ir­tæk­ið Sam­skip ætl­ar að krefja flutn­inga­fyr­ir­tæk­ið Eim­skip um bæt­ur vegna meintra „ólög­mætra og sak­næmra at­hafna“ þess gagn­vart Sam­skip­um. Jafn­framt hafa Sam­skip kært ákvörð­un Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins um að leggja á fyr­ir­tæk­ið 4,3 millj­arða króna í sam­ráðs­máli.
Réttindalaust flóttafólk fær skjól hjá Rauða krossinum
Fréttir

Rétt­inda­laust flótta­fólk fær skjól hjá Rauða kross­in­um

Enn ein vend­ing­in hef­ur orð­ið í deilu sveit­ar­fé­laga og rík­is um hver eða yf­ir höf­uð hvort eigi að veita út­lend­ing­um sem feng­ið hafa end­an­lega synj­un á um­sókn um al­þjóð­lega vernd að­stoð. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur fal­ið Rauða kross­in­um að veita fólk­inu, sem ekki á rétt á að­stoð á grund­velli nýrra laga um út­lend­inga, gist­ingu og fæði.
„Ég vaknaði á morgnana og mín fyrsta hugsun var að heimurinn væri að farast“
Fréttir

„Ég vakn­aði á morgn­ana og mín fyrsta hugs­un var að heim­ur­inn væri að far­ast“

Eg­ill Helga­son hef­ur háð sína glímu við kvíða og þung­lyndi, og upp­lifði sinn versta tíma þeg­ar Trump var kos­inn for­seti Banda­ríkj­anna.
Arnarlax skráð á markað á föstudag eftir átakavikur um laxeldi
FréttirLaxeldi

Arn­ar­lax skráð á mark­að á föstu­dag eft­ir átaka­vik­ur um lax­eldi

Lax­eld­is­fyr­ir­tæ­ið Arn­ar­lax gaf það út fyr­ir mán­uði síð­an að fé­lag­ið yrði skráð á mark­að í haust og verð­ur af því á föstu­dag­inn kem­ur. Síð­an þá hef­ur eytt stærsta slys sem hef­ur átt sér stað í sjókvía­eldi á Ís­landi ver­ið í há­mæli.
Lífsskilyrði og heilsa fólks sem starfar við ræstingar mun verri en annarra
Rannsókn

Lífs­skil­yrði og heilsa fólks sem starfar við ræst­ing­ar mun verri en annarra

Staða fólks sem starfar við ræst­ing­ar er mun verri en annarra á vinnu­mark­aði ef lit­ið er til fjár­hags­stöðu, stöðu á hús­næð­is­mark­aði, lík­am­legr­ar- og and­legr­ar heilsu, kuln­un­ar og rétt­inda­brota á vinnu­mark­aði. Krist­ín Heba Gísla­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Vörðu – Rann­sókna­stofn­un­ar vinnu­mark­að­ar­ins, seg­ir nið­ur­stöð­urn­ar ekki koma beint á óvart. „En það kem­ur mér á óvart hversu slæm stað­an er.“
Geta lent í miklum mínus ef þær fá ekki leikskólapláss
Viðtal

Geta lent í mikl­um mín­us ef þær fá ekki leik­skóla­pláss

Ein­stæð­ar mæð­ur sem ekki fá leik­skóla­pláss fyr­ir börn sín eru lík­leg­ar til þess að enda með nei­kvæð­ar tekj­ur í lok mán­að­ar og get­ur stað­an jafn­vel orð­ið svo slæm að þær enda í 140 þús­und króna mín­us í lok mán­að­ar. Þetta leið­ir ný meist­ar­a­rann­sókn Þóru Helga­dótt­ur í ljós.
Allur marinn og bólginn eftir flug til Rómar
Úttekt

All­ur mar­inn og bólg­inn eft­ir flug til Róm­ar

Fólk sem not­ar hjóla­stól er ít­rek­að sett í hættu­leg­ar að­stæð­ur þeg­ar það ferð­ast með flug­vél­um. Við­mæl­end­ur Heim­ild­ar­inn­ar hafa slasast í flugi og kvíða hverri flug­ferð. Þeir kalla eft­ir breyt­ing­um, betri þjálf­un fyr­ir starfs­fólk og mögu­leika á að þeir geti set­ið í sín­um eig­in stól­um í flugi.
„Ef Guð er kærleikurinn, þá er hún mamma“
Guðbjörg Jóhannesdóttir
Það sem ég hef lært

Guðbjörg Jóhannesdóttir

„Ef Guð er kær­leik­ur­inn, þá er hún mamma“

„Þú gef­ur okk­ur góða ástæðu til að nota kven­kyns for­nöfn fyr­ir Guð með því að vera fyr­ir­mynd fyr­ir kær­leik­ann. Því ef Guð er kær­leik­ur­inn, þá er hún mamma.“ Þannig lýsa börn séra Guð­bjarg­ar Jó­hann­es­dótt­ur mömmu sinni, sem seg­ir upp­eldi barn­anna fimm mik­il­væg­asta, þakk­lát­asta og mest gef­andi verk­efni lífs­ins.
Reiknistofa bankanna varði tugum milljóna í greiðslulausn sem aldrei var notuð
Fréttir

Reikni­stofa bank­anna varði tug­um millj­óna í greiðslu­lausn sem aldrei var not­uð

Reikni­stofa bank­anna vann að þró­un á nýrri greiðslu­lausn á ár­un­um 2017 til 2019. Lausn­in hét Kvitt og átti að virka þannig að fólk gæti borg­að með henni í versl­un­um með bein­greiðsl­um af banka­reikn­ingi. Lausn­in hefði getað spar­að neyt­end­um stór­fé í korta­notk­un og færslu­gjöld. Hún var hins veg­ar aldrei not­uð þar sem við­skipta­bank­arn­ir vildu það ekki.