Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Dagur Sigurðarson: ritsafn 1957-1994

Athygli skal vakin á bók. Á síðasta ári kom út ritsafn listamannsins Dags Sigurðarsonar. Verkið atarna kom út hjá Máli og menningu og telur 397 síður. Er þar að finna ljóðbækur Dags. Dagur var á sínum tíma nafntogað skáld, myndlistarmaður, bóhem, áfengissjúklingur, ólíkindatól og fleira. Maður sem sannlega batt bagga sína ekki sömu hnútum og samferðafólk sitt. Um hann hefir verið fjallað í ýmsum verkum. Til að mynda í þessu verki

Myndaniðurstaða fyrir Dagur Sigurðarson: ritsafn 1957-1994

Þessu sparki er ekki ætlað að leggja dóm á ágæti verksins sem út kom í fyrra. Miklu fremur er þeim ætlað að vekja athygli á því enda gæti vel verið að Dagur Sigurðarson verðskuldi meiri athygli en honum hefir hlotnast í gegnum tíðna.



Það mælti mín móðir,

að mér skyldi kaupa 

fley og fagrar árar 

fara brott með víkingum

standa upp í stafni, 

stýra dýrum knerri, 

halda svo til hafnar, 

höggva mann og annan.

 

-

 

Allmáttigr guð, allra stétta

yfirbjóðandi engla ok þjóða,

ei þurfandi stað né stundir,

staði haldandi í kyrrleiks valdi,

senn verandi úti ok inni,

uppi ok niðri ok þar í miðju,

lof sé þér um aldr ok æfi,

eining sönn í þrennum greinum!

-

 

Allt eins og blómstrið eina

upp vex á sléttri grund

fagurt með frjóvgun hreina

fyrst um dags morgunstund,

á snöggu augabragði

af skorið verður fljótt,

lit og blöð niður lagði -

líf mannlegt endar skjótt.

 

[...]

 

Ég lifi' í Jesú nafni,

í Jesú nafni' eg dey,

þó heilsa' og líf mér hafni,

hræðist ég dauðann ei.

Dauði, ég óttast eigi

afl þitt né valdið gilt,

í Kristí krafti' eg segi:

Kom þú sæll, þá þú vilt.

 

-

  • Því Gunnar vildi heldur bíða hel
  • en horfinn vera fósturjarðarströndum.
  • Grimmilegir fjendur, flárri studdir vél,
  • fjötruðu góðan dreng í heljarböndum.
  • Hugljúfa samt eg sögu Gunnars tel,
  • þar sem eg undrast enn á köldum söndum
  • lágan að sigra ógnabylgju ólma
  • algrænu skrauti prýddan Gunnarshólma.
  •  
  •  
  • Þar sem að áður akrar huldu völl
  • ólgandi Þverá veltur yfir sanda;
  • sólroðin líta enn hin öldnu fjöll
  • árstrauminn harða fögrum dali granda;
  • flúinn er dvergur, dáinn hamratröll,
  • dauft er í sveitum, hnipin þjóð í vanda;
  • en lágum hlífir hulinn verndarkraftur
  • hólmanum, þar sem Gunnar sneri aftur.
  •  
  • Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
  • Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn!
  • Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans
  • þínir herskarar, tímanna safn.
  • Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár
  • og þúsund ár dagur, ei meir:
  • eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
  • sem tilbiður guð sinn og deyr.
  • Íslands þúsund ár,
  • Íslands þúsund ár,
  • eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
  • sem tilbiður guð sinn og deyr.
  • Tíminn er eins og vatnið,

og vatnið er kalt og djúpt

eins og vitund mín sjálfs

Og tíminn er eins og mynd,

sem er máluð af vatninu

og mér til hálfs.

  •  

Og tíminn og vatnið

renna veglaust til þurrðar

Inn í vitund mín sjálfs.

 

KVENMANNSLEYSI

 

Hví vantar mig þrótt 

til að lifa og sýngja? 

Hví geing ég sljór 

um götur og torg?

Hví sparka ég til húsveggjanna?

Standa þeir í vegi 

fyrir róttækum hugmyndum mínum?

 

Mig vantar félaga og lífsförunaut.

Blóð mitt er geislavirkt.

Í lendum mínum 

fara fram kjarnorkusprengingar. (bls. 18)

 

-Ljóð úr Hlutabréfum í sólarlaginu frá árinu 1958)

 

Dagur Sigurðarson. Endalaust mætti tala um þann tón sem hann sló með ljóðum sínum og framkomu. Tala má um að hans rödd sé rödd nútímamannsins. Ekki hátimbruð módernísk rödd atómsskáldanna, ekki trúarleg rödd fyrri kynslóða, ekki formsins rödd, ekki þetta ekki hitt. Hans rödd var jarðbundnari, graðari, hraðari, óvægnari, gefur mikið til skít í normið og almenningsálitið. Kannski endurspeglar hann og margar þær breytingar sem urðu á íslensku samfélagi á 20. öldinni þegar Ísland var smám saman að breytast í það borgríki sem það er í dag. Kannski er hann, ásamt fleirum, rödd nútímans, röddin sem giljaði fjallkonuna, Jónas Hallgrímsson og Hallgrím Pétursson á bakvið braggann.

 

BERNSKA

 

 

Ég fæddist á miðnætti, í ágúst þegar togna tekur úr örmum næturinnar. Ég var 

ótími, blár á hörund í fyrstu þvínæst rauður loks gulur.

Eftir nokkra daga var litarhátturinn orðinn eðlilegur. Það er hann ennþá.

 

Fyrstu árin liðu hægt einsog loftvarnarmerki. Dagarnir voru lángir eins og halarófa af hermönnum.draumarnir þutu hjá einsog þrýstilofsflugvélar.

Allir-eins-mennirnir áttu appelsínur og gotterí. Ryksugan eins konar fallbyssa.

 

-Mamma hvorir eru duglegri við að drepa þýskarar eða kanar?

-Kanarnir.

-Drepa þeir hundrað?

-Milljón barnið mitt.

 

Sannleikurinn var barn einsog ég. Fimm ára gamall sá ég í gegnum lífslýgina. Þrjóskan varð aðalsmerki mitt. Tortryggnin varð dyggð í lífsbaráttunni.

 

II

Einglarnir voru viðrini. Gvuð og Grýla voru aldrei til. Þeir sem trúðu á það slekti 

voru minniháttar vesalíngar og mömmudreingir.

Í skólanum lærði ég margt - af sjálfum mér. Ég lærði að reikna og lesa - milli 

línanna.

Litla gula hænan bakaði brauð. Svínið át brauðið og sigaði hundi og ketti á 

hænugreyið. 

 

Heimilin voru sneisafull af teppum kristal og stríðsgróðamubblum. Þau voru ríki 

pelabarna og fullorðins fólks.

Garðarnir voru nómannsland. Ef viðstigum í blómabeð eða brutum hríslu 

feingu frúrnar sting í hjartað.

 

Gatan var sú jörð sem við erfðum.

Ég varð hirðfífl götustráka. Á götunni öðlaðist ég félagsþroska.

Stelpur voru fyrirlitlegar kveifur klöguskjóður og kjaftatæfur. Einn 

sólskinsdag sé ég að þær höfðu fengið brjóst.Bernsku minni var lokið.

 

Dagur Sigurðarson undi sér ekki í mollulegu umhverfi stássstofanna. Í umhverfi vaxandi velmegunnar og smáborgaraháttar fyrir tilstuðlan kanagróða og fleiri þátta þegar Ísland breytist úr sveitaþjóðfélagi í borgarþjóðfélag. Dagur var borgarbarn og orti um veruleika borgarinnar án þess þó að upphefja hann, sjá hann í rómantísku ljósi líkt og Tómas Guðmundsson. Veruleiki Dags var annar. Hann undi sér á götunni. Ekki í þeim skilningi að hann hafi verið útigangsmaður (hann var það að vísu undir það síðasta) en utangarð var hann og þess ber merki í ljóðum hans. „Gaman er að gánga / í úðanum og rýna / niðurí göturæsið // Í leit að perlum / eða krónkalli / eða bara vindlingsstúf“ (bls. 17, úr ljóðinu „HAUST“, Hlutabréf í sólarlaginu)

Margt hugnaðist honum ekki er viðkom pólitík og þess ber einnig merki í verkum hans. Einkum tók hann afstöðu með þeim sem höfðu farið halloka í lífsgæðakapphlaupinu, var honum í nöp við stríðsgróða og gróðabrask.

 

MÆLIRINN ÞRÆLANNA

 

Þrælarnir gæta hjarða og strita á ökrum.

Þrælarnir róa til fiskjar.

Þrælarnir róa á galeiðum

 

Er ekki mælirninn fullur?

 

Þrælarnir sækja naut og lóga því.

Kjötið er borið á borð fyrir húsbóndann.

Húðin er lögð tilhliðar.

 

Er ekki mælirinn fullur?

 

Þrælarnir höggva skóg og færa heim við.

Þrælarnir reisa húsbóndanum óðal.

Afgángsspýturnar leggja þeir til hliðar.

 

Er ekki mælirinn fullur svo flóir útaf?

 

Eiga þeir líka að fægja sköft 

úr spýtunum og súta skinnið í ólar?

Eiga þeir að berja hver annan 

Til hlýðni við húsbóndann?

 

Hvenær fyllist eiginlega 

mælirinn þrælanna? (bls. 146, úr ljóðabókinni Rógmálmi og Grásilfri 1971)

 

Dagur skrifaði allslags ljóð. Hann skrifaði ástarljóð. Ástarljóð sem eru jarðbundnari og vessakenndari. Gróteskari. Klámkenndari (allavega á þess tíma mælikvarða). Þar er sjaldan ort undir rós.

 

EKKI ER ÖLL VITLEYSAN EINS

Ég elskaði eitt sinn stelpu. Hún 

var heimsk, og ég var vitlaus (bls. 168,  úr ljóðabókinni Rógmálmi og Grásilfri 1971)

 

Nóg um þetta. Dagur skrifaði ófá ljóð. Mörg þeirra eru helvíti góð. Með þessari bók má sannlega mæla og er það hér með gert.



Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Félag Eyþórs tapar á „alvöru“ viðskiptunum með Moggabréfin
FréttirEyþór Arnalds og Moggabréfin

Fé­lag Ey­þórs tap­ar á „al­vöru“ við­skipt­un­um með Mogga­bréf­in

Fé­lög Sam­herja og Ey­þórs Arn­alds sem áttu í við­skipt­um með hluta­bréf í Morg­un­blað­inu ár­ið 2017 halda áfram að gera við­skipt­in upp í bók­um sín­um. Fjár­fest­ing­ar­fé­lag Sam­herja á enn eft­ir að af­skrifa lán­ið í bók­um sín­um.
Kosið um framtíð Póllands
Greining

Kos­ið um fram­tíð Pól­lands

Það stefn­ir í spenn­andi þing­kosn­ing­ar í Póllandi eft­ir hálf­an mán­uð. Val­ur Gunn­ars­son er í Póllandi og mun fylgj­ast með kosn­inga­bar­átt­unni.
„Ég þekki mín réttindi og er alltaf tilbúin að berjast fyrir þeim“
Fréttir

„Ég þekki mín rétt­indi og er alltaf til­bú­in að berj­ast fyr­ir þeim“

„Ræst­ing­ar er mjög erfitt starf,“ seg­ir Ieva Mūrniece, sem hef­ur starf­að við þrif á Ís­landi í sjö ár. Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar rann­sókn­ar sýna að lífs­skil­yrði og heilsa fólks sem starfar við ræst­ing­ar er mun verri en annarra á vinnu­mark­aði, sama hvert er lit­ið.
Reykjavíkurborg getur átt von á 33 milljarða arði úr Orkuveitunni á næstu árum
Greining

Reykja­vík­ur­borg get­ur átt von á 33 millj­arða arði úr Orku­veit­unni á næstu ár­um

Orku­veita Reykja­vík­ur er að selja hlut í tveim­ur dótt­ur­fé­lög­um, Ljós­leið­ar­an­um og Car­bfix. Hún áætl­ar að það skili um 61 millj­arði króna i inn­borg­að hluta­fé á næstu fjór­um ár­um. Spár gera ráð fyr­ir því að tekj­ur í starf­semi síð­ar­nefnda fé­lags­ins muni vaxa mik­ið Gangi þær spár eft­ir ætl­ar Orku­veit­an að borga eig­end­um sín­um: Reykja­vík, Akra­nesi og Borg­ar­byggð, út sam­tals 35 millj­arða króna í arð á tíma­bil­inu.
Fólk í leit að vernd fái ekki alltaf talsmann
FréttirFlóttamenn frá Venesúela

Fólk í leit að vernd fái ekki alltaf tals­mann

Dóms­mála­ráð­herra vill að Út­lend­inga­stofn­un fái heim­ild til að af­greiða um­sókn­ir fólks sem hing­að leit­ar vernd­ar án þess að því sé skip­að­ur tals­mað­ur. Þá vill ráð­herr­ann breyt­ing­ar á veit­ingu dval­ar­leyfa af mann­úð­ar­ástæð­um og breyta sam­setn­ingu kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála.
Samfylkingin með yfir 30 prósent fylgi og nálægt því að vera jafn stór og stjórnin
Greining

Sam­fylk­ing­in með yf­ir 30 pró­sent fylgi og ná­lægt því að vera jafn stór og stjórn­in

Það er inn­an vik­marka að Vinstri græn falli af þingi, en flokk­ur­inn mæl­ist sá minnsti á Al­þingi. Aldrei áð­ur í sögu Gallup mæl­inga hef­ur Sam­fylk­ing­in mælst næst­um tíu pró­sentu­stig­um stærri en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, en rúm­ur ára­tug­ur er síð­an að sá flokk­ur rauf 30 pró­senta múr­inn.
Um helmingur getur ekki mætt óvæntum 80 þúsund króna útgjöldum
Fréttir

Um helm­ing­ur get­ur ekki mætt óvænt­um 80 þús­und króna út­gjöld­um

Um fjórð­ung­ur heil­brigð­is­starfs­fólks inn­an Sam­eyk­is á í erf­ið­leik­um með að láta enda ná sam­an, einn af hverju tíu hef­ur ekki efni á stað­góðri mál­tíð ann­an hvern dag og sama hlut­fall hef­ur ekki efni á bíl. Tæp­lega 40 pró­sent búa við þunga byrði af hús­næð­is­kostn­aði.
Ótrúleg uppgötvun James Webb: Tveir Júmbóar flakka saman um Óríon-þokuna
Flækjusagan

Ótrú­leg upp­götv­un James Webb: Tveir Júm­bóar flakka sam­an um Óríon-þok­una

Stjörnu­sjón­auk­inn knái ger­ir upp­götv­un sem ENG­INN hefði í al­vör­unni getað lát­ið sér detta í hug
Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með.“
„Frávísun er sjaldgæf og tvöföld frávísun er nánast einsdæmi“
Fréttir

„Frá­vís­un er sjald­gæf og tvö­föld frá­vís­un er nán­ast eins­dæmi“

Sveinn Andri Sveins­son, verj­andi ann­ars sak­born­ings­ins, seg­ir það hafa ver­ið við­bú­ið að ákæru í hryðju­verka­mál­inu svo­kall­aða hafi aft­ur ver­ið vís­að frá hér­aðs­dómi. „Ef menn hefðu ekki ver­ið að halda þenn­an hel­vít­is blaða­manna­fund í sept­em­ber í fyrra og ver­ið með þess­ar stór­yrtu yf­ir­lýs­ing­ar þá væru menn í allt ann­arri stöðu,“ seg­ir hann.
Talsmenn háðir Útlendingastofnun fjárhagslega: „Hann hefði ekki getað gert neitt“
Fréttir

Tals­menn háð­ir Út­lend­inga­stofn­un fjár­hags­lega: „Hann hefði ekki getað gert neitt“

Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata, ætl­ar að biðja um út­tekt rík­is­end­ur­skoð­un­ar á tals­manna­þjón­ustu fyr­ir hæl­is­leit­end­ur en tals­menn­irn­ir eru fjár­hags­lega háð­ir Út­lend­inga­stofn­un, stofn­un­inni sem úr­skurð­ar í mál­um skjól­stæð­inga þeirra. Ung­ur mað­ur frá Venesúela lenti í því ný­ver­ið að heyra ekki frá tals­mann­in­um sín­um vik­um sam­an með þeim af­leið­ing­um að hann vissi ekki af nei­kvæð­um úr­skurði Út­lend­inga­stofn­un­ar fyrr en of seint var orð­ið að kæra úr­skurð­inn.
Dagur útilokar ekki þingframboð – Ekkert skrýtið að umferðin sé treg á morgnana
Fréttir

Dag­ur úti­lok­ar ekki þing­fram­boð – Ekk­ert skrýt­ið að um­ferð­in sé treg á morgn­ana

Borg­ar­stjóri seg­ir stærsta áhættu­þátt­ur­inn í fjár­mál­um ís­lenskra sveit­ar­fé­laga vera rík­ið, að ótví­rætt sé að Reykja­vík­ur­borg sé í for­ystu í hús­næð­is­mál­um á Ís­landi og að um­ferð­in verði áfram stopp nema að borg­ar­línu verði kom­ið á. Hann tel­ur að við sé­um á „þrösk­uld­in­um að fara með borg­ar­lín­una af stað“.