Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Starafugl, menningarumfjöllun

Hér er sennilega að finna einna bestu íslensku menningarumfjöllunina sem um getur á þessum síðustu og verstu tímum menningarumfjallanna. Tilhneigingin hefir nefnilega verið í þá áttina að draga úr slíkri umfjöllun og virðast dálkar blaðanna stöðugt dragast saman.

Vill því undirritaður hvetja sem flesta sem áhuga hafa á menningarumfjöllun að líta við á Starafugl. Sannlega er sitthverju ábótavant í þeim umfjöllunum sem þar er að finna en viðleitnin er klárlega virðingarverð! 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni