Hvenær byrjar það að gleymast?
Það eru tímamót þegar minna en helmingur núlifandi einstaklinga man eftir tilteknum atburðum. Hér eru nokkur ártöl sem marka slík tímamót. Árin sem nefnd eru miða við að minna en helmingur þjóðarinnar hafi verið á lífi (eldri en 5 ára) þegar umræddur atburður átti sér stað:
Ár Meirihluti þjóðarinnar er of ungur til að muna eftir...
2009: Snjóflóðinu á Neskaupsstað
2011: Þorskastríðunum
2016: Gervasoni
2017: Kristjáni Eldjárn á lífi
2021: Leiðtogafundi í Höfða
2022: Sjónvarpslausum fimmtudögum
2022: Fimmtíu króna seðlum
2024: Borgarleikhúsinu í Iðnó
2026: Davíð Oddssyni sem borgarstjóra
2027: „Nei eða Já“ í Júróvisjón
2029: Lífinu án farsíma
2030: Ellý Vilhjálms á lífi
2031: Vigdísi sem forseta
2033: Kvennalistanum
2035: Aldamótum
2037: Baugsmálinu
2039: Synjun forseta á fjölmiðlalögunum
2041: Kárahnjúkum án Hálslóns
2043: Rúnna Júll á lífi
2044: Búsáhaldabyltingunni
2045: Synjun forseta á Icesave-lögunum
2048: Jóhönnu Sigurðardóttur sem forsætisráðherra
2051: Ólafi Ragnari forseta.
Athugasemdir