Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Bangsinn er tákn dauðans

Bangsinn er tákn dauðans

Það er hefð á Vesturlöndum að setja tuskudýr við grafir dáinna barna. Það eru meira að segja til legsteinar með steyptum böngsum úr bronsi eða leir. Það er þess vegna dapurlegt að flóttabörn skuli oft vera hrakinn á gaddinn með ekkert nema bangsa, ofurlítið tákn um kærleik, undir handleggnum. Sumstaðar á meginlandi Evrópu lætur lögreglan þennan sið fara í taugarnar á sér og hefur beðið um að fólk hætti að færa flóttabörnum gjafir. Á Íslandi stefnir í sama farið. Forgangsmál í flóttamannamálum hér á landi er aðeins eitt: Að fólk sé rekið svo hratt úr landi að það nái ekki að mynda hér tengsl. 

Við þurfum að horfast í augu við það að jólagjöf þjóðarinnar til hennar sjálfrar þessi jól var að drepa lítið barn. Á meðan forsætisráðherra Kanada tók persónulega á móti flóttamönnum og lýsti áhyggjum af því að komið væri fram yfir háttatíma lítils barns – voru litlu börnin rifin af stað um miðja nótt hér á landi og rekin burt – með ekkert nema bangsa.

Bangsinn er tákn dauðans.

Verulegum hluta þjóðarinnar er misboðið. Búið er að boða til mótmæla. Þau munu líklega ekki skila neinu. Að hamast á stjórnmála- og embættismönnum er eins og að hnoða snjóbolta. Hann verður bara harðari og hættulegri.

Ég held að mótmælin ættu að vera mjúk – bangsamótmæli. Þegjandi, sorgmætt fólk með bangsa. Útlendingastofnun og Alþingi ætti að umkringja með böngsum. Þótt ekki nema til að minna fólkið sem þar starfar á að það getur aldrei orðið eðlilegur hluti af starfi einnar einustu manneskju að undirrita dauðadóma yfir börnum.

 

 

Mynd með færslu: Centralny.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.