Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

Það er of seint að undrast dauður

Það er of seint að undrast dauður

Til er málshátturinn það er of seint að iðrast dauður. Það er sennilega rétt. Eftir dauðann er ekki leyfi til leiðréttingar. Lífið er margbreytilegt og fjölskrúðugt en dauðinn er einsleitur.

Óttinn við dauðann hefur notaður til að hvetja fólk til að sættast, iðrast, fyrirgefa og jafnvel fórna öllu á meðan lífið varir. En það er fleira sem verður of seint eftir dauðann:

að undrast.

Ef til vill undrast fólk á dauðastundinni en það er líklega of seint. Verkefnið er að undrast í lífinu.

Undrun barnsins er óviðjafnanleg, það fagnar og gleðst yfir fegurð, góðvild og glensi annarra. Það fyllist aðdáun þegar það tekur eftir einhverju sem er hversdagslegt í okkar augum. Það býr yfir meðfæddri hæfni til að undrast.

Hæfni sem of oft glatast.

Undrunin leysir ráðgátur og opnar leyndardóma en án hennar fást engin svör

og þess vegna er of seint að undrast dauður.

Undrun og frelsið felst m.a. í mætti hugans til að losna úr viðjum vanans.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni