Þessi færsla er rúmlega 3 mánaða gömul.

Úrsögn úr Ferðafélagi Íslands

Úrsögn úr Ferðafélagi Íslands

Eftirfarandi bréf sendi ég á Ferðafélag Íslands í dag þar sem ég segi mig úr félaginu og greini frá ástæðum þess: 

Eftirfarandi eru mínar hugleiðingar í kjölfar félagsfundar hinn 27. október þar sem ég geri grein fyrir ástæðum þess að ég óska nú eftir úrsögn úr Ferðafélagi Íslands.

Verkefni félagasamtaka

Markmið allra félagasamtaka (e. non-profit organizations) er að vinna að almannahagsmunum. Þau sem hafa vald í slíkum samtökum og starfa fyrir þau þurfa að vera meðvituð um eigin hagsmuni og hvernig þeir skarast við hagsmuni félagsins. Slík skörun skapar hættu á hagsmunaárekstrum t.d. þegar fólk er bæði í stjórn félagasamtaka og að vinna fyrir félagið. Því er mikilvægt að gagnsæi ríki um alla hagsmuni og hægt sé að ræða um þá.

Siðareglur, fagmennska og lifandi umræða um hagsmuni eru mikilvægir þættir í því að tryggja að félög verði aldrei vettvangur valdamisnotkunar af neinu tagi. Hagsmunakort eru ágæt verkfæri, bæði fyrir félagið í heild og að hver og einn stjórnarmeðlimur og stjórnendur kortleggi sína hagsmuni, bæði raunverulega og mögulega. Hagsmunir þurfa ekki að vera fjárhagslegir, þeir geta varðað aðra þætti eins og stjórnmálaskoðanir, lífs- og trúarskoðanir. Þá má segja að í félagi eins og FÍ sé heiður hluti af hagsmunalandslaginu. Það hefur þótt upphefð af því hingað til að vera í stjórn FÍ.

Þegar litið er á núverandi stjórn og framkvæmdastjóra er ljóst að þar skarast hagsmunir á ýmsa vegu. Þannig er eiginkona framkvæmdastjórans fararstjóri hjá félaginu og svili hans situr í stjórn. Svilinn er einnig yfir byggingarnefnd félagsins. Er það launað starf?

Núverandi forseti félagsins er einnig fararstjóri hjá félaginu og eiginmaður hennar var í sex ár, í hennar stjórnartíð, formaður ritnefndar árbókar félagsins sem mér skilst að sé launað starf. Við því starfi tók svo alnafni hans sem einnig situr í stjórn félagsins á síðasta ári. Sá er einnig fararstjóri hjá FÍ. Alls eru fjórir í stjórninni á lista yfir fararstjóra félagsins.

Ferðafélagið er ekki bara áhugamannafélag eins og hamrað var á, á félagsfundi sl. fimmtudag, heldur eru miklir fjárhagslegir hagsmunir undir. Félagið veltir um 600 milljónum á ári og á verðmætar eignir, sem að vissu leyti eru ómetanlegar þar sem félagið er í þeirri forréttindastöðu að fá að byggja og reka skála á hálendinu. Leyfi til þess eru ekki auðfengin og því má segja að félagið hafi aðgang að takmarkaðri auðlind landsins sem félaginu hefur verið treyst fyrir með það að markmiði að „gera mönnum kleift að ferðast um óbyggðirnar og kynnast landinu“, eins og segir í árbók félagsins frá árinu 1931.

Félagsfundur 27. október

Nokkrir fundargestir á fundi félagsins sl. fimmtudag hafa lýst því að þeir hafi verið með „aulahroll“ allan fundinn. Aðrir lýsa honum þannig að hann hafi minnt á trúarsamkomu sem einkenndist af einhliða málflutningi og múgæsingi. Sjálfri brá mér að sjá samsetningu fundargesta þar sem eldri karlar voru mjög áberandi. Meðalaldur þeirra sem töluðu á fundinum var um 60 ár og meðalaldur fundargesta varla lægri. Ég hef enga fordóma fyrir eldra fólki, og er sjálf að nálgast sextugt, en myndi hafa áhyggjur af þessari aldurssamsetningu ef hún samsvarar raunverulegri aldursdreifingu í félaginu. Þá væri félagið á góðri leið inn í fortíðina en ekki framtíðina.

Sjálfri finnst mér orðið skjallbandalag lýsa stemningunni á fundinum best. Hver stjórnarmaður á fætur öðrum kom í pontu til að lýsa því hvað fyrrverandi forseti væri ómöguleg manneskja, öfugt við núverandi valdhafa í félaginu. Náði þetta hámarki, eða kannski lágmarki, þegar eiginkona framkvæmdastjórans kom í pontu til að segja okkur hvað hann væri góður maður.

Ég efast ekki um að ættingjar og vinir Önnu Dóru Sæþórsdóttur hefðu getað staðið í röð til að mæra hana á fundinum ef þeim hefði boðist það. Hún er enda er hún bæði vel gerð, hreinskiptin og heilsteypt manneskja. Þar að auki er hún með góða menntun á því sviði sem félagið starfar á og langa og farsæla starfsreynslu sem prófessor og stjórnandi við Háskóla Íslands.

En Anna Dóra og hennar ættingjar voru ekki á fundinum og hefðu þar að auki varla haft geð í sér að leggja undir sig félagafund í stórum félagssamtökum undir svo ómálefnalegan málflutning þar sem fólk var samankomið til að fá svör við spurningum er varða bæði fjármál og rekstur félagsins og mál er varða ofbeldi og einelti. Til dæmis þá staðreynd að stjórn lagði fram samning fyrir lýðræðislega kjörinn forseta félagsins sem hún átti að halda leyndum og þar sem þess var krafist að hún myndi halda sig til hlés í störfum sínum. Stjórn virðist ekki gera sér grein fyrir því að Anna Dóra var kjörin af félagsfólki og stjórnin hefur ekki umboð til að ýta henni út úr starfinu með þessum hætti og jafnframt að leyna því fyrir félagsmönnum.

Skjallbandalag er því orðið sem mér finnst eiga best við það sem fram fór á þessum fundi. Þegar ég fletti orðinu upp í íslensku orðaneti koma upp tvö skyldheiti, annars vegar meðvirkni og hins vegar þöggun og þá fannst mér það eiga ennþá betur við.

 

Laun framkvæmdastjóra

Framkvæmdastjóri félagsins er með hærri laun en forsætisráðherra, ef mínar heimildir eru réttar. Við mig hafa verið nefndar tölur frá tveimur upp í tvær og hálfa milljón.

Ég lagði fram þá fyrirspurn á fundinum hvort að samstarfsörðugleikar fv. forseta og framkvæmdastjóra hafi hafist þegar fyrrverandi forseti sagðist ekki sjá rök fyrir því að hann fengi svokallaðan þrettánda mánuð greiddan vegna Covid álags, í nóvember 2021, en hann hafði fengið slíka greiðslu árinu áður, hvernig sem á því stendur í slíku félagi. Varð það upphaf að þeim samskiptavanda sem núverandi stjórn vill meina að hafi verið einelti, ásamt því að forsetinn fyrrverandi var farinn að hafa of mikinn áhuga á bókhaldi félagsins og þá hvort að hagsmunatengsl væru að hafa þar of mikil áhrif.

Skemmst er frá því að segja að spurningunni var ekki svarað heldur kom framkvæmdastjórinn með brandara um að hann legði það til að allir starfsmenn félagsins fengju þrettánda mánuðinn greiddan, við mikinn fögnuð skjallbandalagsins.

Núverandi forseti hafði áður lýst því yfir að þetta væri „ósmekkleg spurning“ og bætti því við að framkvæmdastjóri ynni fyrir hverri krónu sem hann fengi borgaða.

Þetta eru þó upplýsingar sem ættu að liggja á lausu. Stjórn hlýtur að þurfa að gera grein fyrir þessu opinberlega og auðvitað ættu ársreikningar að vera aðgengilegir á síðu félagsins en þá er þar hvergi að finna.

Áreitni og ofbeldi innan félagsins

Ljóst var á fundinum að stjórnarfólk sem tók til máls hafði ekki skilið þá gagnrýni sem fram hefur komið á þætti er varða kynjamismunun, ofbeldi og áreitni, og á það jafnt við um konur og karla. Það að telja hausa, þ.e. telja upp hvað margar konur kæmu að starfi félagsins, eins og gert var á fundinum til að sanna að öll gagnrýni er varðar kynjamismunun sé úr lausu lofti gripin, sýndi frekar hvernig það sem fræðin kalla styðjandi kvenleika virkar. Eða eins og Erla Hulda Halldórsdóttir, prófessor, lýsir því þá virkar feðraveldið þannig að

… það á sér sína talsmenn, bæði í hópi karla og kvenna, kvenna sem þiggja vald og viðurkenningu frá hinu karllega valdi en þær ógna því ekki – eru það sem fræðin kalla styðjandi kvenleiki. Feðraveldið slær til baka með gamalkunnugri orðræðu þar sem konur eru settar niður, allra helst á klúran og klámfenginn hátt

Aulabrandarar á fundinum um Þórsmerkurljóð Sigurðar Þórarinssonar falla undir seinni setninguna í tilvitnuninni.

Forseta og fleiri stjórnarmönnum hefur verið tíðrætt um að stjórn komi ekki að áreitnis- og ofbeldismálum en stjórn ber hins vegar ábyrgð á því að slík mál séu til lykta leidd á réttan, faglegan hátt þó að framkvæmdin hafi verið í höndum framkvæmdastjóra og nú teymi eða fagfólks.

"Í þeirri fjölskyldu gat aldrei komið fyrir neitt hneykslanlegt," segir í sögu Halldórs Laxness, Úngfrúnni góðu og húsinu þar sem engin meðul eru of sterk til að verja heiður hússins sem tekinn er fram yfir velferð og líðan fólks, ekki síst kvenna, þar sem ungfrú Rannveigu er fórnað fyrir heiður hússins.

Mér varð hugsað til sögunnar um „heiður hússins“ á félagsfundinum þar sem keppst var við að ásaka sendiboðann sem vildi taka á óþægilegum málum innan félagsins, fyrrverandi forseta, í stað þess að sýna þolendum aðgerðaleysis stjórnarinnar þá auðmýkt og virðingu að svara fram komnum spurningum afdráttarlaust.

Framsaga flestra á fundinum sýndi aftur þann anda fortíðar og þöggunarmenningu sem ríkir í stjórn félagsins. Þó að á fundinum hafi einnig komið fram skynsemisraddir um að stjórn félagsins verði að gera betur og vinna málefnalega úr þeirri stöðu sem er uppi.

Fundarstjórn

Þá er ég með athugasemdir við fundarstjórn á félagsfundinum sem var í höndum Láru V. Júlíusdóttur, hæstaréttarlögmanns.

Ég hafði óskað eftir því í bréfi til félagsins að leynileg atkvæðagreiðsla yrði um tillögu mína um vantraust á stjórn félagsins og ekki að ástæðulausu. Ég hef verið í sambandi við marga sem hafa starfað fyrir félagið að undanförnu og það er ljóst að enginn starfsmaður, verktaki eða aðrir aðilar sem hafa áhuga á að starfa fyrir félagið, hefðu lyft hendi á móti stjórn eða framkvæmdastjóra og fáránlegt að taka ekki tillit til slíks við undirbúnings fundarins. Fyrir utan að það hefði verið eðlilegur framgangur þar sem búið var að fara fram á það. Það var því greinileg ætlun stjórnar að misbeita valdi sínu með þessari opnu atkvæðagreiðslu, sem reyndar fjallaði ekki um mína tillögu, heldur annars vegar tillögu Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur um að stjórnin myndi segja af sér og svo hins vegar frávísunartillögu á mína tillögu. Þá var lítil sem engin umræða um mjög góða tillögu Sigurbjargar um afsögn stjórnar.

Túlkun fundarstjóra á lögum er varðar brotthvarf stjórnar er ekki í samræmi við álit Áslaugar Björgvinsdóttur, lögmanns og sérfræðings í félagsrétti, sem ég hafði leitað til. Félagsfundur og aðalfundur eru æðsta vald félagsins samkvæmt lögum þess.

Mikið var rætt um það á fundinum að það væri hreinlega ekki hægt að losna við stjórn í félaginu nema einu sinni á ári, í mars þegar aðalfundur á að fara fram skv. lögum þess, sem eru ónákvæm og þarfnast ýmissa breytinga. Túlkun Áslaugar var hins vegar að ef tillagan hefði verið samþykkt hefði bara þurft að boða til nýs félagsfundar með það á dagskrá að kjósa nýja stjórn. Lára V. Júlíusdóttir sagði hins vegar við mig þegar ég vakti athygli hennar á áliti Áslaugar að hún ætlaði ekki að fara að rífast við mig um það og þar með hélt kosning áfram í skjóli þessarar einhliða túlkunar.

Þessum fundi var því fagmannlega leikstýrt til að koma í veg fyrir umræðu um það sem skiptir þorra félagsmanna máli og það sem er óþægilegt fyrir núverandi stjórn. Þeim spurningum sem fyrir lágu fyrir fundinn, meðal annars mínum, var ekki svarað. Fundarstjórinn kom svo í veg fyrir eðlilegar umræður um að auðvitað geti félagasamtök losað sig við stjórn sem brugðist hefur trausti félaganna.

Ferðafélagið er samtök félaga en ekki eign stjórnar félagsins, eins og margt fólk á fundinum upplifði, og það eru félagarnir sem eiga að hafa valdið.

Ósvaraðar spurningar

Að lokum læt ég fylgja lista spurninga sem er ósvarað en ég vona að fjölmiðlar eða þeir félagar sem enn eygja von um að hafa áhrif innan FÍ muni krefjast svara við.

 1. Bjó núverandi forseti yfir vitneskju í nokkur ár um að Helgi Jóhannesson, þáverandi stjórnarmaður og fararstjóri félagsins, hefði beitt unga konu grófri kynferðislegu ofbeldi án þess að aðhafast nokkuð í málinu? Telur hún nauðsynlegt að konur kæri áreitismál til lögreglu til þess að FÍ bregðist við málum?
 2. Er rétt að stjórnarmaðurinn Tómas Guðbjartsson hafi talað fyrir endurkomu Helga Jóhannessonar til starfa hjá félaginu þrátt fyrir hans löngu sögu af áreitni við konur bæði innan og utan FÍ?
 3. Telur Páll Guðmundsson eðlilega afgreiðslu á máli stjórnarmannsins Péturs Magnússonar, þar sem hann braut siðareglur félagsins í ferð á vegum félagsins, að láta það í hendur fararstjóra að leysa málið? Hafði Páll uppi hótanir við fararstjóra ferðarinnar til að halda því leyndu?
 4. Telur stjórn það vera eðlilegar málalyktir á máli stjórnarmannsins Péturs Magnússonar þar sem hann braut siðareglur félagsins að hann hafi haldið áfram í verkefninu sem hann var þátttakandi í og sitji áfram í stjórn félagsins? Setti hann sig í samband við vinkonu þolanda áreitisins til að halda málinu leyndu?
 5. Hófust örðugleikar í samskiptum fyrrverandi forseta FÍ og framkvæmdastjóra fyrir eða eftir Anna Dóra hafnaði þeirri tillögu að framkvæmdastjóri fengi tveggja milljón króna álagsgreiðslu vegna Covid?
 6. Hvenær hófst skipulögð skráning á eineltis og áreitismálum hjá félaginu?
 7. Eru kvartanir um áreitni, ofbeldi og önnur atvik skráð með skipulögðum hætti hjá félaginu og/eða hafa verið teknar saman upplýsingar um atvik sem framkvæmdastjóri og/eða stjórn hafa komist á snoðir um á liðnum árum?
 8. Þegar stjórn heldur því fram að einungis sex mál hafi komið upp, er þá átt við mál sem hafa borist formlegar kvartanir yfir? Eru t.d. fyrrnefnd mál stjórnarmannsins Péturs Magnússonar og Helga Jóhannessonar talin inni í þessum sex málum?
 9. Hversu mörg atvik eru skráð á sl. fimm árum? Hversu mörg atvik hafa stjórnendur orðið áskynja um?
 10. Er ekki tekið á málum nema að formleg kvörtun berist?
 11. Ef stjórn eða stjórnendur hafa upplýsingar um að stjórnarmenn eða starfsmenn hafi orðið uppvísir að ofbeldi eða áreitni á öðrum vettvangi en hjá FÍ hvernig hafa slík? mál verið meðhöndluð?
 12. Hvað hefur verið kvartað yfir mörgum einstaklingum? Eru einhverjir sem kvartað hefur verið yfir oftar en einu sinni?
 13. Eru einhverjir sem hefur ítrekað verið kvartað yfir, enn starfandi fyrir félagið? Ef svo er, hvers vegna? Telur félagið veraskort á fararstjórnum með þekkingu og reynslu á fjallaferðum?
 14. Hversu margir eru enn starfandi fyrir félagið hvort sem er í stjórnum, nefndum, sem fararstjórar eða starfsmenn, sem uppvísir hafa orðið að  einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni eða ofbeldi?
 15. Ef verkferlum hefur verið fylgt í þessum málum hvernig stendur á því að enn eru við störf og í stjórn menn sem kvartað hefur verið yfir þegar í stefnu gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi segir: „Einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni eða ofbeldi eru ekki undir neinum kringumstæðum liðin hjá Ferðafélagi Íslands.“?
 16. Hefur félagið kostað sálfræðiþjónustu fyrir gerendur í áreitnismálum? Hvað hafa verið keyptir margir sálfræðitímar fyrir gerendur á undanförnum árum og hversu hárri upphæð hefur verið varið í það?
 17. Hafa að sama skapi verið keyptir sálfræðitímar fyrir þolendur og þá hversu margir tímar og hversu hárri upphæð hefur verið varið í það?
 18. Var fráfarandi forseta félagsins gert erfitt fyrir að afla sér upplýsinga um fjármál félagsins og gert að sitja undir gagnrýni stjórnar fyrir að spyrja framkvæmdastjórann of margra spurninga um fjármál? Hvaða forsendur geta mögulega réttlætt slíkar girðingar að upplýsingaaðgangi?

Með kveðju,

Kristín I. Pálsdóttir

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • SHP
  Sigrún H. Pálsdóttir skrifaði
  Hvílíkir stjórnarhættir! Því miður ekki einsdæmi. Skjallabandalag segir allt sem segja þarf.
  1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
1
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Hung­ur­leik­ar Pútíns grimma

Sá at­burð­ur sem mun líma ár­ið 2022 í minni mann­kyns er inn­rás og stríð Vla­dimírs Pútíns gegn Úkraínu. Árás­ar­stríð sem ,,keis­ar­inn“ í Kreml (Pútín for­seti ræð­ur nán­ast öllu í Rússlandi), hóf þann 24. fe­brú­ar á þessu ári og sendi þar með her sinn, sem sagð­ur var á  ,,æf­ingu“, til inn­rás­ar á helstu vina­þjóð Rússa. Lít­ið er um vina­þel, eins og...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

FÆЭING ÞJÓЭAR. And­óf gegn rúss­neskri menn­ing­ar­heimsvalda­stefnu

Heim­spek­ing­ur­inn Heg­el mun segja ein­hvers stað­ar að mæli­kvarði á það hvort  hóp­ur manna telj­ist þjóð sé hvort hann er til­bú­inn til að verja lönd sín vopn­um. Vilji Úkraínu­manna til að verja sig gegn inn­rás Rússa sýn­ir alla vega að þeir líta á sig sér­staka þjóð, gagn­stætt því sem Pútín harð­ráði held­ur. Skoð­anakann­an­ir, sem gerð­ar hafa ver­ið eft­ir her­nám Krímskaga 2014,...
Stefán Snævarr
3
Blogg

Stefán Snævarr

Skópu Gyð­ing­ar nú­tím­ann?

Fræg er sú kenn­ing Max We­bers að kapí­tal­ism­inn hafi orð­ið til sem óætl­uð af­leið­ing af mót­mæl­enda­trú. Ann­ar þýsk­ur fræði­mað­ur, Werner Sombart,  skrif­aði mik­inn doðrant um Gyð­inga og efna­hags­líf­ið, Die Ju­den und das Wirtschafts­le­ben. Gyð­ing­arn­ir skópu nú­tíma kapí­tal­isma, stað­hæfði hann og  var þó ekki Gyð­ing­ur (frem­ur hið gagn­stæða, hann sner­ist á sveif með Hitler 1933). Hann benti á að Gyð­ing­ar hefði...
Lífsgildin
4
Blogg

Lífsgildin

Barna­mála­ráð­herra vs. dóms­mála­ráð­herra

For­varn­ir styðj­ast við lög og reglu­gerð­ir um hvað er leyfi­legt og bann­að og hvar mörk­in liggja. Til­slök­un á regl­um sem tengj­ast alkó­hóli geta þurrk­að út ár­ang­ur sem hef­ur feng­ist með for­vör­un. Nefna má að í könn­un ár­ið 1995 kom fram að 80% tí­undu bekk­inga höfðu smakk­að áfengi. Ný könn­un sýn­ir að 30% tí­undu bekk­inga hafa smakk­að áfengi. Þessi ár­ang­ur get­ur...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
5
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Úkraína og bar­áttu­vilji Vest­ur­veld­anna

Á tím­um þess sem kall­að­ist ,,Kalda stríð­ið" og stóð frá ár­un­um 1945-1991 um það bil, voru háð nokk­ur stríð þar sem risa­veld­in, Banda­rík­in og Sov­ét­rík­in (1922-1991) háðu grimmi­lega bar­áttu um for­ræð­ið í heim­in­um. Skyldi heim­ur­inn vera kapí­talísk­ur með ,,Kan­ann" sem leið­toga eða komm­ún­ísk­ur und­ir stjórn Rússa/Sov­ét­ríkj­anna? Eitt þess­ara stríða var Víet­nam-stríð­ið en um þess­ar mund­ir eru ein­mitt lið­in um 55...

Nýtt efni

Trump og Samherji
Indriði Þorláksson
Aðsent

Indriði Þorláksson

Trump og Sam­herji

Fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri skrif­ar um sér­kenni­leg­ar skýr­ing­ar Sam­herja og Morg­un­blaðs­ins á því hvað sé sak­næmt sam­kvæmt skatta­lög­um. Hann tel­ur að endurákvarð­að­ir skatt­ar, gjöld og við­ur­lög í skatta­máli Sam­herja nemi lík­lega um 900 millj­ón­um króna og að tekj­un­um sem skjóta átti und­an hafi ver­ið um þrír millj­arð­ar króna.
„Langþráður draumur að rætast“
MenningÁ döfinni

„Lang­þráð­ur draum­ur að ræt­ast“

Á döf­inni í menn­ing­ar­líf­inu næstu vik­urn­ar.
Dánaraðstoð og tilvistarþjáning frá sjónarhóli fagfólks
Ingrid Kuhlman
Aðsent

Ingrid Kuhlman

Dán­ar­að­stoð og til­vist­ar­þján­ing frá sjón­ar­hóli fag­fólks

Formað­ur Lífs­virð­ing­ar tel­ur að mik­il­vægt sé að við öðl­umst betri skiln­ing á til­vist­ar­þján­ingu – ekki ein­ung­is frá sjón­ar­hóli heil­brigð­is­starfs­manna held­ur einnig þeim sem biðja um dán­ar­að­stoð.
Þýska sementsfyrirtækið segir að tekjur sveitarfélagsins muni aukast um 22 til 35 prósent
Fréttir

Þýska sements­fyr­ir­tæk­ið seg­ir að tekj­ur sveit­ar­fé­lags­ins muni aukast um 22 til 35 pró­sent

End­ur­skoð­enda­fyr­ir­tæk­ið KP­MG vann skýrslu um mögu­leg efna­hags­leg áhrif möl­un­ar­verk­smiðju þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg í Þor­láks­höfn. 60 til 70 störf munu skap­ast, hafn­ar­gjöld verða allt að rúm­lega 500 millj­ón­ir og fast­eigna­gjöld munu nema rúm­um 100 millj­ón­um hið minnsta. Bygg­ing verk­smiðj­unn­ar er um­deild í sveit­ar­fé­lag­inu en Heidel­berg boð­ar nýj­ar hug­mynd­ir og mögu­leika.
Segist ekki taka efnislega afstöðu til miðlunartillögu sáttasemjara
Fréttir

Seg­ist ekki taka efn­is­lega af­stöðu til miðl­un­ar­til­lögu sátta­semj­ara

„Aug­ljós­lega eru það dóm­stól­ar sem eiga síð­asta orð­ið,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra um fram­gang miðl­un­ar­til­lögu rík­is­sátta­semj­ara í deilu Efl­ing­ar og SA. Hún hafði áð­ur sagt að hún gæti ekki bet­ur séð en að sátta­semj­ari væri inn­an þeirra heim­ilda sem er að finna í lög­um.
„Breiðu bökunum er hlíft en heimilunum ekki“
Fréttir

„Breiðu bök­un­um er hlíft en heim­il­un­um ekki“

Verð­bólga, hækk­an­ir á bens­íni, mat­vöru og áfengi og „stór­hættu­leg“ ís­lensk króna. Þetta voru með­al ann­ars um­fjöll­un­ar­efni á þingi í dag en formað­ur Við­reisn­ar spurði for­sæt­is­ráð­herra hvað rík­is­stjórn­in ætl­aði að gera til að bregð­ast við efna­hags­ástand­inu á Ís­landi í dag.
Íslenskir dómarar senda tíu sinnum fleiri í einangrun en danskir
Fréttir

Ís­lensk­ir dóm­ar­ar senda tíu sinn­um fleiri í ein­angr­un en dansk­ir

Ár­ið 2021 voru meira en tí­falt fleiri gæslu­varð­halds­fang­ar í ein­angr­un á Ís­landi en í Dan­mörku. Formað­ur Af­stöðu seg­ir mörg dæmi um að ein­angr­un­ar­vist hafi stór­skemmt fólk. Sjálf­ur sat hann sex vik­ur í ein­angr­un.
Efling boðar frekari verkföll – Komið gæti til stöðvunar á olíudreifingu
Fréttir

Efl­ing boð­ar frek­ari verk­föll – Kom­ið gæti til stöðv­un­ar á ol­íu­dreif­ingu

Samn­inga­nefnd Efl­ing­ar sam­þykkt að boða til verk­falla á fleiri hót­el­um, vöru­bif­reiða­stjór­um og starfs­mönn­um við ol­íu­dreif­ingu. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur Efl­ing­ar seg­ir að­gerð­irn­ar skyn­sam­leg­ar og ár­ang­urs­rík­ar.
Lyfjaeftirlitið fær hagræðingu íþróttaúrslita inn á sitt borð
Fréttir

Lyfja­eft­ir­lit­ið fær hag­ræð­ingu íþrótta­úr­slita inn á sitt borð

Ís­land gerð­ist ný­lega að­ili að sátt­mála Evr­ópu­ráðs­ins gegn hag­ræð­ingu úr­slita í íþrótt­um. Sátt­mál­inn tek­ur gildi í byrj­un apríl, og bú­ið er að fela Lyfja­eft­ir­liti Ís­lands að sinna fræðslu og for­vörn­um gegn hag­ræð­ingu úr­slita.
Greiddu sér arð eftir að hafa þegið ríkisstyrk til að bæta aðbúnað svína
Fréttir

Greiddu sér arð eft­ir að hafa þeg­ið rík­is­styrk til að bæta að­bún­að svína

Ís­lenska rík­ið hef­ur sam­þykkt hátt í 150 millj­óna króna styrk­beiðn­ir til fyr­ir­tæk­is Mata-systkin­anna. Á sama tíma­bili hafa systkin­in greitt sér sömu upp­hæð í arð út úr fyr­ir­tæk­inu. Styrk­veit­ing­arn­ar áttu að hjálpa svína­rækt systkin­anna að bæta að­bún­að á búi sínu.
Íslensk stjórnvöld „verða að hætta mannréttindabrotum“
Fréttir

Ís­lensk stjórn­völd „verða að hætta mann­rétt­inda­brot­um“

Ís­lensk stjórn­völd þver­brjóta al­þjóða­lög og mann­rétt­indi með því að vista meiri­hluta gæslu­varð­halds­fanga í ein­angr­un. Þetta segja mann­rétt­inda­sam­tök­in Am­nesty In­ternati­onal í nýrri skýrslu. Ís­lenska dóms­mála­ráðu­neyt­ið full­yrti að ein­angr­un væri ein­ung­is sam­þykkt af dómur­um í ítr­ustu neyð og að upp­fyllt­um ströng­um skil­yrð­um. Á tveggja ára tíma­bili höfn­uðu dóm­ar­ar fjór­um beiðn­um lög­reglu en sam­þykktu rúm­lega þrjú hundruð.
Telur að traust erlendra stjórnvalda glatist ef upplýst sé um fjölda neyðarvegabréfa
Fréttir

Tel­ur að traust er­lendra stjórn­valda glat­ist ef upp­lýst sé um fjölda neyð­ar­vega­bréfa

Úr­skurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál hef­ur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið þurfi ekki að upp­lýsa um hversu mörg neyð­ar­vega­bréf hafi ver­ið út­gef­in á grund­velli nýrr­ar reglu­gerð­ar sem und­ir­rit­uð var í fyrra. Það tók nefnd­ina 252 daga að kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu. Full­yrt hef­ur ver­ið að reglu­gerð­inni hafi ver­ið breytt eft­ir að Ragn­ar Kjart­ans­son leit­aði til Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur um að­stoð fyr­ir Pus­sy Riot.