Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Ráðist á þinghúsið - í Moskvu

Ráðist á þinghúsið - í Moskvu

Skrílslætin og djöfulgangurinn í stuðningsmönnum Donald Trump, þegar þeir réðust til inngöngu í þinghús Bandaríkjanna, þann 6.janúar síðastliðinn gefur tilefni til þess að líta í baksýnisspegilinn.

Það hefur nefnilega verið ráðist á fleiri þinghús  gegnum tíðina og í þessari grein verður sagt frá atburðum sem áttu sér stað í Moskvu, höfuðborg Rússlands, haustdögum 1993.  Það hús er kallað ,,Hvíta húsið".

Þá voru tæplega tvö ár liðin frá því að annað mesta heimsveldi tuttugustu aldarinnar, Sovétríkin, sem samanstóðu af 15 lýðveldum, molnuðu í sundur, en því ferli lauk endanlega 25.desember 1991, eftir tæplega 70 ára tilveru. Upplausn þeirra fór að mestu leyti friðsamlega fram, nema í Vilníus, Litháen, í janúar 1991, þegar þetta litla ríki lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum.

Skriðdrekar gegn Litháum

Michail Gorbachev (fæddur 1931), þáverandi leiðtogi Sovétríkjanna, greip til gamalkunnugs ráðs Rússa og sendi skriðdreka og brynvarin farartæki gegn almenningi. Sömu aðferð var beitt í Ungverjalandi 1956 og Tékkóslóvakíu 1968, til að brjóta frelsisþrá landanna á bak aftur. Allt létust 15 Litháar í þessum átökum í Vilnius þessa janúardaga 1991. En Rússar drógu sig síðan til baka. Ísland varð síðan fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði landsins að nýju, þann 4.febrúar 1991.

Að lokinni valdaránstilraun harðlínumanna í Moskvu í ágúst 1991, sem rann út í sandinn, molnaði smám saman undan Gorbachev. Honum var ekki bolað frá, en allur vindur var farinn úr honum sem leiðtoga og var hann í raun úr leik eftir þetta.

Fram á sjónarsviðið var kominn Boris nokkur Jeltsín (1931 – 2007), sem var kjörinn forseti Rússlands, eftir að Sovétríkin voru endanlega leyst upp í desember 1991. Sviðið var nú hans.

Gríðarleg átök um stefnu og aðgerðir

Við tóku hinsvegar gríðarleg samfélagsátök, sem kannski blikna að mörgu leyti í samanburði við það sem er í gangi í Bandaríkjunum núna. Almennt efnhagsástand í Rússlandi (og fyrrum 14 lýðveldum þess) varð enn verra en það hafði verið og lækkaði meðalaldur Rússa um nokkur ár á þessu tímabili. Til að mynda var efnahagssamdrátturinn tæp 15% árið 1992.

Gríðarleg átök urðu á milli fylgismenna Jeltsín og andstæðinga hans, m.a. gamla Kommúnistaflokksins. En völd Jeltsín urðu sífellt meiri og hann stjórnaði sífellt meira með forsetatilskipunum (,,dekret“).

Þessi átök náðu hámarki í dagana 21.september til 4.október árið 1993 þegar til mikilla átaka kom á milli Jeltsín og andstæðinga hans á rússneska þingi, þar sem Rúslan Kasbúlatov og Alexander Rutskoi, varaforseti, voru í aðalhlutverki. Hann hafði snúist gegn forseta sínum.

Deilurnar snerust að mestu leyti um hvernig skyldi bregðast við hörmulegu efnahagsástandi landsins, efnahagurinn var í frjálsu falli, en einnig var um að ræða mikla valdabaráttu á milli einstaklinga og á milli forsetans og þingsins. Þann 21.september leysti Jeltsín þingið upp og boðaði til nýrra kosninga.

Þingmenn lokuðu sig inni í Hvíta húsinu, sem þá var aðsetur þingsins, sem ennþá var kallað ,,æðsta ráðið“ (Supreme Soviet) og héldu þar eldfimar ræður gegn forsetanum. Nú kallast rússneska þingið ,,Dúma.“

Jeltsín kallar á skriðdrekana

Að lokum fékk Jeltsín nóg og skipaði hernum þann 4.október að ráðast á þinghúsið til að fjarlægja (svæla út) þá þingmenn sem þar höfðu lokað sig inni. Skriðdrekar og brynvarin farartæki umkringdu þinghúsið og létu sprengikúlunum rigna. Jeltsín hafði ráðist á eigið þing.

Segja má að Moskva hafi logað á þessum tíma og barist var á götum borgarinnar, þar sem stuðningsmönnum og andstæðingum forsetans laust saman og glímdu einnig við öryggissveitir.

Þegar skriðdrekar Jeltsíns höfðu lokið sér af og eldar loguðu í Hvíta húsinu í Moskvu, týndust þingmenn út, enda ekki vært í húsinu, húsið brann ill. Jeltsín hafði brotið alla andstöðu gegn sér á bak aftur, með hervaldi.

Í heildina létust um 150 manns í þessum átökum, samkvæmt opinberum tölum, en mun hærri tölur hafa verið nefndar, allt að 2000. Í kjölfarið var svo samþykkt ný stjórnarskrá með miklum völdum forsetans. Þess nýtur Vladimír Pútín nú.

Árið eftir braust svo út stríð í Téténíu, í S-Rússlandi, sem stóð út valdatíma Jeltsíns, út árið 1999 og kostaði tæplega 6000 rússneska hermenn lífið, en mun fleiri íbúa Téténíu. Krafa þeirra var sjálfstæði. Reyndar kom svo til annars stríð á valdatíma Pútíns, sem stóð til 2009, en þá var búið að ,,friðþægja“ Téténíu að mati yfirvalda.

Efnahagur Rússlands hélt áfram að að vera mjög slæmur en tók að skána um og eftir 2000, þegar Pútín komst til valda.

Samsett mynd: Boris Jeltsín og Hvíta húsið í Moskvu eftir meðferð hans á því.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Leyndardómsfullar vatnsbirgðir Líbíu
Flækjusagan

Leynd­ar­dóms­full­ar vatns­birgð­ir Líb­íu

Hinar hræði­legu hörm­ung­ar í Derna hafa beint at­hygl­inni að Líb­íu sem hef­ur ver­ið ut­an sjónsviðs fjöl­miðl­anna um skeið. En þótt land­ið sé þekkt fyr­ir þurr­ar eyði­merk­ur er þetta ekki í fyrsta sinn sem vatn hef­ur spil­að stóra rullu fyr­ir lands­menn. Fyrsta líb­íska þjóð­in byggði til­veru sína á leynd­um vatns­ból­um.
Fjöldagröf eftir flóð
Myndir

Fjölda­gröf eft­ir flóð

Tæp­lega fjög­ur þús­und eru látn­ir og mörg þús­und fleiri er sakn­að eft­ir gríð­ar­leg flóð í borg­inni Derna í Líb­íu. Lík­um hef­ur ver­ið safn­að sam­an und­an­farna daga og fjölda­graf­ir und­ir­bún­ar.
„Ég hef ekki mikinn áhuga á pólitík“
Fréttir

„Ég hef ekki mik­inn áhuga á póli­tík“

Eg­ill Helga­son seg­ir að hóf­sömu öfl­um hafi al­gjör­lega mistek­ist að halda í sína kjós­end­ur. „Heim­ur­inn hef­ur ekki versn­að mik­ið, held ég. Það er bara um­ræð­an sem hef­ur súrn­að svo svaka­lega.“
„Það skín enn þá í skriðusárin“
Allt af létta

„Það skín enn þá í skriðusár­in“

Guð­rún Ásta Tryggva­dótt­ir flutti ár­ið 2018 til Seyð­is­fjarð­ar til að kenna í grunn­skól­an­um þar. Hún býr, ásamt fjöl­skyldu sinni, efst í fjall­inu, eins og hún orð­ar það, á skil­greindu C-svæði, eða því hættu­leg­asta í bæn­um. Hún seg­ir enn þá „skína í skriðusár­in“ í Botns­hlíð þar sem hún býr frá því fyr­ir þrem­ur ár­um þeg­ar stærsta aur­skriða sem fall­ið hef­ur á byggð á Ís­landi féll á Seyð­is­firði. Hún seg­ir Seyð­firð­inga, þrátt fyr­ir þetta, vera seiga, sam­heldna og æðru­lausa.
„Samherji hefur verið stolt Akureyrar og Norðurlands þar til nýverið“
Menning

„Sam­herji hef­ur ver­ið stolt Ak­ur­eyr­ar og Norð­ur­lands þar til ný­ver­ið“

Birg­ir Snæ­björn Birg­is­son mynd­list­ar­mað­ur opn­ar sýn­ingu um Sam­herja á Dal­vík. Hann seg­ir að með verk­inu vilji hann eiga í sam­tali við Norð­lend­inga um Sam­herja og þær snúnu til­finn­ing­ar sem fólk ber í brjósti í garð fyr­ir­tæk­is­ins.
„Þetta er sárt að horfa upp á“
Fréttir

„Þetta er sárt að horfa upp á“

Þeg­ar kálfa­full­ar lang­reyða­kýr eru veidd­ar er ver­ið að veiða tvö dýr en ekki eitt, seg­ir Edda Elísa­bet Magnús­dótt­ir hvala­sér­fræð­ing­ur. Fóstr­ið sem skor­ið var úr kú í hval­stöð­inni í gær átti lík­lega 1-2 mán­uði eft­ir í móð­urkviði.
Elliði telur sig vera undanþeginn siðareglum Ölfuss
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Elliði tel­ur sig vera und­an­þeg­inn siða­regl­um Ölfuss

Í siða­regl­um kjör­inna full­trúa í Ölfusi kem­ur fram að þær eigi við um alla þá sem sitja í nefnd­um og ráð­um á veg­um sveit­ar­fé­lags­ins. Elliði Vign­is­son sit­ur í nefnd­um á veg­um bæj­ar­stjórn­ar Ölfuss auk þess sem hann sit­ur alla bæj­ar­stjórn­ar- og bæj­ar­ráðs­fundi. Hann tel­ur sig samt vera und­an­þeg­inn siða­regl­um kjör­inna full­trúa sem koma eiga í veg fyr­ir hags­muna­árekstra.
Einkaleyfi á kærleikanum
Sif Sigmarsdóttir
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Einka­leyfi á kær­leik­an­um

Kirkj­unni er frjálst að reyna að fá fólk til liðs við sig. En krafa þjóna henn­ar um að krist­in­fræði sé sett skör hærra en aðr­ar lífs­skoð­an­ir í mennta­stofn­un­um lands­ins á eng­an rétt á sér.
Ekki lengur bóla á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir

Ekki leng­ur bóla á íbúða­mark­aði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Fjór­tán vaxta­hækk­an­ir í röð og hert lán­þega­skil­yrði hafa skil­að því að íbúða­verð er far­ið að lækka að raun­virði á Ís­landi. Á einu ári, frá ág­úst 2022 til sama mán­að­ar í ár, nem­ur sú lækk­un 5,3 pró­sent.
Nýtni var það, heillin
Halla Hrund Logadóttir
AðsentOrkumál

Halla Hrund Logadóttir

Nýtni var það, heill­in

Orku­mála­stjóri skrif­ar um tæki­færi í betri nýt­ingu auð­linda okk­ar. „Nýtni er nefni­lega ekki stöðn­un held­ur hvet­ur hún til ný­sköp­un­ar og sókn­ar með það sem við höf­um á milli hand­anna hverju sinni og styð­ur við sjálf­bærni um leið.“
Forstjóri Arctic Fish segir skoðun á kynþroska eldislaxa í slysasleppingu ólokið
FréttirLaxeldi

For­stjóri Arctic Fish seg­ir skoð­un á kyn­þroska eld­islaxa í slysaslepp­ingu ólok­ið

Stein Ove Tveiten, for­stjóri Arctic Fish, get­ur ekki svar­að spurn­ing­um um hvort ljós­stýr­ing hafi ver­ið not­uð eða ekki í kví fé­lags­ins í Pat­reks­firði. 3500 lax­ar sluppu úr kvínni í sum­ar og er grun­ur um að stór hluti þeirra hafi ver­ið kyn­þroska vegna mistaka við ljós­a­stýr­ingu. Slíkt væri brot á rekstr­ar­leyfi Arctic Fish.
Stór kálfur skorinn úr kviði langreyðar
Fréttir

Stór kálf­ur skor­inn úr kviði lang­reyð­ar

Hval­ur 9 kom með tvær dauð­ar lang­reyð­ar að landi í morg­un og úr kviði annarr­ar þeirra var skor­ið 3,5-4 metra fóst­ur. Móð­ir­in hef­ur því ver­ið langt geng­in með kálf sinn er hún var skot­in.