Þessi færsla er meira en 11 ára gömul.

Átta tíma vinnudagur: 200 árum síðar

Árið 1817 setti velskur umbótamaður að nafni Robert Owen fram hugmynd sem þá þótti ögrandi. Þessi hugmynd var einföld, en langt í frá sjálfsögð á þeim tíma: Vinnudagurinn skyldi vera átta stunda langur, fólk skyldi fá átta tíma frí á hverjum virkum degi, og átta stundir til að hvílast. Hann þróaði slagorð, sem er svo á enskri tungu: „Eight hours labour, eight hours recreation, eight hours rest“. Robert Owen

Owen entist ekki lífdagarnir til að sjá þennan draum sinn verða að veruleika, því átta tíma vinnudagur fyrir hinn almenna vinnandi mann í hinum iðnvædda heimi varð ekki raunin fyrr en um miðja tuttugustu öld, en Owen andaðist um miðja nítjándu öld.

Það merkilega er að á Íslandi í dag, er staðan sú að mjög margir vinna ekki einu sinni átta tíma vinnudag, næstum tvöhundruð árum eftir að Owen setti fram þessa hugmynd sína! Er íslenskt samfélag þó eitt það þróaðasta á jarðkúlunni; hér er um að ræða samfélag sem er mjög tæknivætt, allt frá sjávarútvegi og landbúnaði til þjónustu. Það er nefnilega af sem var í byrjun tuttugustu aldar, þegar meginatvinnuvegir landsmanna – landbúnaður og sjávarútvegur – voru næstum ekkert tæknivæddir og meirihluti landsmanna bjó í torfhúsum.

Staðan er þannig á Íslandi í dag að meðalkarlmaður í fullu starfi vinnur um 48 stundir, sem gera um níu tíma á hvern virkan dag (sjá hér). Konur í fullu starfi vinna minna, um 41 stund á viku. Þessar tölur bera með sér einhvers konar meginvandamál í hagkerfinu: Vangetu okkar mannskepnunnar, til að nýta vélarnar til að vinna minna. Ef við hefðum nýtt vélarnar til að vinna minna af einhverri alvöru, þá myndi meðalmaðurinn eflaust vinna helmingi minna en hann gerir í dag.

Við skulum halda upp á tvöhundruð ára afmæli Owns með því að hafa stytt vinnuvikuna, allrækilega – góð byrjun væri að ná henni niður í 32-35 stundir.

***

Þessi pistill birtist áður á bloggsíðu höfundar á DV.is

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.