Guðmundur D. Haraldsson er stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði. Hann hefur áhuga á samfélaginu og stjórn þess, en alveg sérlegan áhuga á öllu sem viðkemur vinnu og eðli hennar. Hann starfar fyrir alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki sem ráðgjafi, og er menntaður á Íslandi og í Bretlandi á sviði sálfræði og ákvarðanatöku.
Kjarasamningar: Um vetrarfrí, styttingu vinnutímans og framfarir
Nú á næstu mánuðum losna flestir kjarasamningar á íslenskum vinnumarkaði og semja þarf um kaup og kjör í mjög mikilli óvissu um framtíðina. Verðbólga er mikil og efnahagsástandið í heiminum er um margt ótryggt. Þá er okkur á margan hátt eðlislægt að reyna aðeins að verja það sem hefur áunnist, fremur en að stuðla að framförum. En það væri misráðið:...
Nokkur orð um misheppnaða bankasölu og samfélagsbanka
Undanfarnar vikur hefur mikið verið rætt um einkavæðingu Íslandsbanka og efnt til mótmæla í sex skipti vegna hennar. Umræðan og mótmælin eru bæði skiljanleg og eðlileg, enda er einkavæðingin misheppnuð því traust almennings gagnvart henni er nú gufað upp. Fátt grefur jafn hratt undan trausti eins og vafasamir viðskiptahættir og sérhygli. Ef einkavæðing á að geta talist vel heppnuð verður...
Tilraunaverkefni um fjögurra daga vinnuviku - líka á Íslandi
Á undanförnum áratug á Íslandi hefur mikið verið rætt um og tekist á um styttingu vinnuvikunnar, en þökk sé mikilli umræðu og baráttu stéttarfélaga og annarra samtaka fyrir málefninu tókst að semja um styttri vinnuviku í kjarasamningum. Hér léku tilraunaverkefni BSRB um styttri vinnuviku hjá Reykjavíkurborg og ríkinu lykilhlutverk, en með þeim jókst skilningur á því hvernig mætti útfæra...
Framtíðarsýn óskast: Um vinstri stjórnmál og hugveitur
Lýðræðið er í krísu, efnahagskerfið í krísu og umhverfismálin eru í krísu, jöfnuði er ýmist ógnað eða mjög úr honum dregið, klofningur fer víða vaxandi. Þessi vandamál eru til staðar víða um heim, en eru misalvarleg eftir ríkjum og landsvæðum. Þau eru öll tengd og samtvinnuð á ýmsa vegu. Ísland er ekki undanskilið. Það er of langt mál að skoða...
Styttri vinnuvika, heilbrigðiskerfið og hugmyndafræði: Um bætt jafnvægi atvinnugreina
Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir var í viðtali á Rás 2 í vikunni um styttingu vinnuvikunnar á Landspítalanum. Segist Tómas í viðtalinu vera efins um styttinguna þótt hann væri hlynntur markmiðum hennar. Hugmyndin sé góð og vel meint, að styttingin sé réttlætismál og eðlilegur liður í kjarabaráttu heilbrigðisstétta, en tímasetningin sé kannski röng. Hann segist hafa áhyggjur af því að styttingin...
Við erum stödd í miðjum heimsfaraldri af völdum veiru sem hefur þegar kostað miklar hörmungar í nokkrum heimsálfum, og ekki er öllu lokið enn. Líklegt er að faraldurinn muni geisa í nokkra mánuði enn – að lágmarki, sennilega lengur. En eins og flestir hafa áttað sig á hefur faraldurinn ekki eingöngu áhrif á heilsu fólks, því hann hefur þegar haft...
Umbótasinnar: Stýrum umræðunni, látum ekki eingöngu stjórnast af henni
Eitt það sem hefur einkennt stjórnmálaumræður umbótafólks á Íslandi undanfarinn áratug hið minnsta, er að umbótafólk lætur samfélagsumræðuna stjórna sér og sinni orðræðu, með því fyrst og fremst að gagnrýna hugmyndir sem koma frá öðrum, aðallega hægrinu, og raunar einnig sérhagsmunaöflum fjármagns- og fyrirtækjaeigenda. Gagnrýnin er nauðsynleg, enda er einn kjarni allrar siðaðrar menningar gagnrýni á hugmyndir, helst í átt...
Vangaveltur um styttingu vinnudags og skapandi greinar
Þegar mannskepnan er borin saman við önnur dýr kemur margt merkilegt í ljós. Raunar svo margt, að best er að takmarka sig strax við tiltekið svið mannlífsins: Getuna til að skapa margbrotna hluti, en þessi geta er ótvíræð. Þökk sé meðal annars þessari getu hefur mannskepnan umbreytt sinni eigin tilveru rækilega á síðastliðnum tveimur til þremur öldum. Sköpun og nýting...
Verkamannaflokkurinn í Bretlandi: Stefnan er tekin á 32 stunda vinnuviku
Á nýafstöðnu ársþingi Verkamannaflokksins í Bretlandi sem haldið var á dögunum, var mótuð sú markvissa stefna flokksins að stytta vinnuvikuna í 32 stundir á næsta áratug (#). Í Bretlandi, rétt eins og á Íslandi, er sterk menning fyrir því að vinna mikið og lengi. Þannig er vinnuvikan löng, en hún er um 43 stundir á viku að meðaltali hjá...
Einkafyrirtæki á Íslandi ættu að prófa skemmri vinnuviku
Fréttir berast um þessar mundir af erlendum fyrirtækjum sem hafa prófað sig áfram með skemmri vinnuviku fyrir starfsmennina sína. Fréttirnar eru í senn, af árangri fyrirtækjanna við að reka sig og af betri lífsgæðum starfsfólksins. Hér á Íslandi hefur í það minnsta eitt einkafyrirtæki tekið upp skemmri vinnuviku, með góðum árangri. Þetta ætti að vera hvati fyrir stjórnendur og eigendur...
Röðum auknum lífsgæðum ofar landsframleiðslu og neyslu
Nú undanfarið hafa heyrst ítrekaðar áhyggjuraddir af stöðu íslenska hagkerfisins, en það er trúlega að dragast saman um þessar mundir — neyslan er farin að minnka, m.a. vegna þess að ferðamönnum sem koma til landsins er tekið að fækka.1 Um þessar mundir veikist einnig gjaldmiðill landsins, krónan,2 væntanlega vegna þess að ferðamönnunum hér fækkar og þar af leiðandi...
Ísland, vinnutími og tækifæri fjórðu iðnbyltingarinnar: Aðgerða er þörf
Í erlendum fjölmiðlum hefur undanfarin ár verið rætt um það sem kallað hefur verið fjórða iðnbyltingin, en þar er átt við framþróun í tækni og sjálfvirknivæðingu sem byrjuð er að eiga sér stað, og tilheyrandi áhrif þessar þróunar á vinnumarkaðinn um allan heim. Þessi umræða hefur að mörgu leyti snúist um hver áhrif þróunarinnar verði á störf framtíðarinnar – þá...
Semjum um styttingu vinnuvikunnar, ellegar setjum lög
Um þessar mundir er samið um kaup og kjör á Íslandi. Fjölmargir kjarasamningar eru lausir og nú er reynt að ná sáttum um efni og innihald þeirra, enn fleiri losna á næstunni. Ein af mikilvægustu kröfum stéttarfélaganna er að vinnuvikan verði stytt. Ætti sú krafa að vera ein af þeim sem hagsmunasamtök atvinnurekenda ættu að geta fallist á, en ef...
Vinnuvikan á Íslandi og málflutningur Viðskiptaráðs: Vafasamur málflutningur rýndur
Ígær birtust nokkrar fréttir um að vinnuvikan á Íslandi gæti í raun verið skemmri en talið hefur verið hingað til (sjá hér, hér og hér), jafnvel að hún sé ein sú stysta í Evrópu. Er í þessu sambandi vísað til fréttatilkynningar Hagstofu Íslands frá því fyrr á árinu, þar sem er lýst nýjum tölum frá stofnuninni...
Svolítið um umbótahreyfingar og framtíðarsýn
Meðlimir hinna ýmsu umbótahreyfinga hafa undanfarna áratugi spurt sig: Af hverju gengur okkur svona illa að ná árangri? Oftast er fátt um svör. Sjaldnast er þó rætt um hvernig umbótahreyfingar nútímans hafa ekki sameiginlega framtíðarsýn um hvernig megi leysa margvíslegan vanda okkar tíma — jafnvel þótt slíkri framtíðarsýn megi púsla saman, og öll púslin séu bæði þekkt og aðgengileg. Sama...
Lýðræðið, hagsmunagæsla og efling trausts í stjórnmálunum
Fyrir nokkrum dögum var mikilvægri skýrslu skilað til forsætisráðuneytisins, en hún fjallar um hvernig megi efla traust gagnvart stjórnmálamönnum, stjórnmálaflokkum og valdastofnunum landsins. Í þessari skýrslu – sem er vönduð – eru fjölmargar gagnlegar ábendingar um hvernig megi auka traust almennings gagnvart þessum aðilum, enda ekki vanþörf á, því traust almennings gagnvart stjórnmálunum og valdastofnunum landsins er í lágmarki. Skýrslan...
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
2
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
10
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.