Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.
Bar-rabb: Sigurður Hólm Gunnarsson
Í sjöunda þætti Bar-rabbs hitti ég Sigurð Hólm Gunnarsson, varaformann Siðmenntar, forstöðumann hjá Barnavernd Reykjavíkur og frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar í haust. Saman röbbuðum við um stöðu Samfylkingarinnar og framtíðarhorfur. Sigurður segir m.a. að það eigi ekki að vera markmið í sjálfu sér að Samfylkingin verði stór flokkur, mikilvægast sé að hann hafi skýra stefnu í anda jafnaðarstefnunnar. Það sé í lagi að grúttapa kosningum með góða stefnu en verst sé að vera lítill flokkur sem fáir viti hvað standi fyrir.
Athugasemdir