Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Hvert er hlutverk sósíalista innan verkalýðshreyfingarinnar?

Hvert er hlutverk sósíalista innan verkalýðshreyfingarinnar?

Það er umræða að þróast meðal lýðræðislegra sósíalista í Ameríku, og víðar á vinstri væng stjórnmálanna, um það hlutverk sem sósíalistar eigi að gegna í baráttu launafólks, og sögulegri sókn til að skipuleggja verkalýðsfélag fyrir starfsfólk Starbucks.

Ein hlið þessarar umræðu kom nýlega fram í yfirlýsingu sem birtist í The Dish sem heitir „10 Ways DSA Members Can Support Starbucks Worker-Organizers“. Ég þakka félögum mínum fyrir að hafa lagt fram þessar tillögur sínar skriflega, sem eru til marks um víðtækari hugsunarhátt í DSA (Democratic Socialists of America) sem stundum er kallað „light-touch solidarity“.

Ég ætla að tala skýrt. Ég er vissulega sammála höfundum um mikilvægi þess að starfsmenn séu í forystuhlutverki. En þetta skjal dregur rangar ályktanir um hlutverk sósíalista þegar verkalýðshreyfingin þarf á nýrri stefnu að halda, eftir áratuga ósigra og afturför. Greinin segir í meginatriðum að sósíalistar ættu aðallega að einskorða sig við að birta færslur á samfélagsmiðlum, skrifa bréf til stjórnenda Starbucks, og styrkja baráttuna fjárhagslega, en ekki leggja til okkar eigin hugmyndir og tillögur um stefnu og aðferðir.

Við þurfum samstöðu á alla þessa vegu. Ég hef sjálf gefið 1.000 dollara og boðið 10.000 dollara í viðbót úr samstöðusjóðnum mínum (samsettur með því að taka aðeins meðallaun verkamanns af sex stafa borgarstjórnarlaunum mínum) til að hjálpa Starbucks Workers United (SBWU) og ég hef svo sannarlega lagt mitt af mörkum á samfélagsmiðlum til stuðnings baráttunnar. En að takmarka okkur við óbeina nálgun, en forðast opna umræðu um aðferðir og taktík, væru alvarleg mistök. Ofan á efnislegan og siðferðilegan stuðning, sem er mikilvægur, er stærsta framlag sósíalista til verkalýðshreyfingarinnar einmitt hugmyndir okkar og tillögur um hvernig eigi að sigra.


Endurreisn baráttusinnaðrar verkalýðshreyfingar

Aðstæður eru hagstæðar til að hefja endurreisn róttækrar baráttu innan verkalýðshreyfingarinnar. Lág laun samhliða sögulegu verðbólgustigi hjálpa til við að ýta undir aukinn stuðning við verkalýðsfélög, meira en hefur verið í áratugi. „Skortur á vinnuafli“ veitir verkamönnum raunverulegt vald í stéttabaráttunni um þessar mundir. Sigur gegn stóru fyrirtæki núna, eins og Starbucks, væri ekkert minna en jarðskjálfti sem gæti knúið baráttu starfsmanna áfram á landsvísu og jafnvel á alþjóðavettvangi.

Því miður þýðir áratuga löng hnignun verkalýðshreyfingarinnar að upphafspunktur og aðferðir núverandi baráttu eiga rætur að rekja til þeirrar misheppnaðrar nálgunar sem kallast „Business unionism“, skrifræðis- og stofnanavæðing stéttarfélaga. Þessar hugmyndir, sem eru bein höfnun á stéttabaráttu og sósíalískum hugmyndum, streyma frá varkárri verkalýðsforystu sem leitast við að forðast átök við atvinnurekendur. Slík stéttabarátta telur launþega, fyrirtæki og atvinnurekendur, eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta. En í raun og veru er kapítalismi núllsummuleikur (zero-sum game); það sem verkamenn vinna, tapa atvinnurekendur, og það sem atvinnurekendur vinna, tapa verkamenn. Þessi gallaða nálgun stéttabaráttu leiðir til þess að fólk í verkalýðshreyfingunni útvatnar kröfur sínar, til að forðast að andmæla atvinnurekendum, í stað þess að virkja verkafólk til þátttöku. Þetta leiðir að auki til þess að hreyfingin byggir ekki á áþreifanlegum baráttukröfum og virkjar þar með ekki breiðari hóp verkafólks í sjálfri verkalýðsbaráttunni. Slíkar aðferðir hafna gömlu lexíu verkalýðshreyfingarinnar um stéttabaráttu sem segir að „vald við samningaborðið komi utan samningaborðsins,“ og vonast þess í stað til að sigra með því að höfða til siðferðis atvinnurekenda.

Við þurfum að eyða, ekki undirbyggja, blekkingum um að atvinnurekendur muni sjá hag af því að verkafólk bindist böndum í verkalýðsfélögum eða verkafólk geti byggt upp raunverulegt samstarf við þá á sanngirnisgrundvelli. Árangur okkar mun ráðast af skýrum skilningi á stéttabaráttu — að atvinnurekendur muni berjast grimmt til að stöðva samstöðuna með öllum tiltækum ráðum, og að eina vonin sé að virkja valdið sem liggur í samstöðu verkafólks.

Að hafna því að byggja upp baráttuna í kringum sterkar kröfur eru líka stór mistök. Launþegar verða mun samhentari og skuldbundnari til að berjast ef þeir vita fyrir hverju þeir eru að berjast. Af þessari ástæðu eru skýrar kröfur mikilvægar til að ýta burt áróðri gegn verkalýðsfélögum. Atvinnurekendur munu segja að hugmyndin um stéttarfélög hljómi vel í eyru en í reynd „vilja þau bara peningana þína“ og „þau gera í raun ekki neitt“. Besta leiðin til að verjast „union-busting“ af hálfu atvinnurekenda er með því að útskýra vel bæði hvers vegna stéttarfélaga er þörf og fyrir hvaða kröfum þau mun nákvæmlega berjast.

Sem Marxískur embættismaður og kjörinn félagi í verkalýðsfélagi þekki ég vel mikilvægi þess að setja fram áþreifanlegar körfur ef vinnandi fólk á að eiga einhverja von á sigri. Það var uppbygging baráttunnar og hreyfingarinnar okkar á grunni 15 dollara lágmarkslauna og Amazon-skattsins voru megin ástæðurnar fyrir því að við náðum þessum sögulegu sigrum.

Það er ekki hægt að komast hjá þessari umræðu og mikið er í húfi. Í ljósi þess að hugmyndin um „Business unionsism“ hafur orðið ofan á innan verkalýðshreyfingar nútímans, fyrir sósíalista að gegna óvirku hlutverki í baráttu launafólks er í raun að yfirgefa verkafólk í skiptum fyrir þessar árangurslausu aðferðir sem hafa leitt til skelfilega lágs hlutfalls verkafólks sem nú er innan vébanda stéttarfélaga.

Nýlega höfum við séð nokkrar nýlegar aðgerðir mistakast vegna þessarar árangurslausu nálgunar, þar á meðal hjá Amazon í Bessemer á síðasta ári, þar sem RWDSU-forystan hafði enga skýra stefnu á verkstæðinu, neitaði að fara í heimsóknir til að tala við starfsmenn, og misfórst að taka upp framsæknar kröfur til að vinna bug á áróðrinum sem atvinnurekendur beittu. Við sáum hvernig eigendur Amazon kærðu sig kollótta um lögbrot (þó þeir greiddu að lokum sektir), ef þeir gætu með því brotið á bak aftur baráttu verkafólks. Starbucks er að gera nákvæmlega það sama í dag.


Sósíalistar geta ekki setið á hliðarlínunni

Það er hlutverk sósíalista að marka aðra leið í samvinnu við launafólk sem vill byggja upp alvöru mótstöðu, og ekki yfirgefa það í skiptum fyrir þessar varkáru aðferðir verkalýðsleiðtoga sem leitast frekar eftir því að sammælast við atvinnurekendur og treysta um of á NLRB (National Labor Relations Board).

Í "10 Ways" skjalinu frá DSA (tengdur hér að ofan) segir: „Þetta er verkamannadrifin hreyfing, leyfum þeim að stýra ferðinni. Ef verkafólk biður um aðstoð, eða samstöðuverkfall, hnappagerð o.s.frv., vertu þá tilbúinn að fara!“. Já, við þurfum að leggja allt kapp á að byggja upp baráttuna, en ekki bara sem óvirkir þátttakendur. Við verðum líka að koma með greiningu á stéttabaráttunni, því það er einfaldlega ekki hægt að aðskilja eðli kapítalismans og lærdóm fyrri baráttu frá þeim áþreifanlegum spurningum sem hreyfingin stendur frammi fyrir í dag.

Við þurfum opna umræðu og mælikvarðinn á hvað sé góð stefna eða taktík á að byggja á verðleikum hugmyndarinnar, ekki hver setti hana fram. Hvort sem tillögur kemur frá starfsmanni í verslun Starbucks, eða starfsmanni í allt öðrum iðnaði sem byggir á reynslu frá eigin baráttu, eða 15 ára nemanda sem skrifar í nemendablaðið sitt, það sem skiptir mestu máli er hvort hugmyndin skili árangri eða ekki. Hugmyndin um að einungis tillögur frá verkafólk í tilteknu fyrirtæki eða vinnustað séu gildar er skaðleg fyrir stéttabaráttuna - sérstaklega þegar þær hugmyndir eiga uppruna sinn í leikbók skrifstofu og stofnanavæddra verkalýðsfélaga. Þessi skoðun gerir líka lítið úr verkafólki sjálfu sem eru fullkomlega fært um að ræða kosti hugmynda þegar kemur að því að skipuleggja vinnustaði sína og vinna sigra.

Raunveruleg lexía verkalýðshreyfingarinnar verða aldrei kenndar í skólum eða í fjölmiðlum, vegna þess að þær gagnast ekki atvinnurekendum. Í kapítalismanum hefur verkafólki verið kennt að láta lítið fyrir sér fara, að gera ekkert sem ýti undir sundrungu, og að allir séu í sama liði, frekar en að skipuleggja sig og standa saman sem stétt gegn atvinnurekendum. Í allsherjar baráttu við milljarðamæringastéttina eins og þá sem við stöndum frammi fyrir hjá Starbucks, getur sigur eða ósigur ráðist af því hvort starfsmenn séu vopnaðir stéttabaráttuaðferðum og aðferðum eða ekki.

Það er engin tilviljun að verkföllin þrjú árið 1934, sem hófu endurreisn baráttuhreyfingar verkalýðsins á þeim tíma, og neyddu FDR til að standa við lykilhluta New Deal samkomulagsins, voru öll undir forystu sósíalista.

Okkur vantar kraftmikla grasrótarhreyfingu félagsmanna. Verkalýðurinn er farinn að rísa upp og sem sósíalistar getum við ekki einskorðað okkur við að fagna af hliðarlínunni. Raunveruleg samstaða er það sem þarf og það þýðir að við verðum að taka fullan þátt í baráttunni á grunni sósíalískar hugmynda.

Höfundur greinarinnar er Kshama Sawant, eini kjörni fulltrúi Socialist Alternative í borgarstjórn Seattle, og birtist upphaflega á vefsvæði flokksins í Mars 2022. Þýðingin er af meirihluta greinarinnar en sleppir kaflanum "A Class-Struggle Strategy to Defend the Memphis 7" sem fjallar um taktískar áherslur í baráttunni um stéttarfélagavæðingu Starbucks kaffihúsakeðjunnar.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni