Þessi færsla er meira en ársgömul.

Verkalýðshreyfingin í dauðafæri að krefjast félagslegs húsnæðiskerfis

Verkalýðshreyfingin í dauðafæri að krefjast félagslegs húsnæðiskerfis

Ríkisstjórnin er í herferð til að sannfæra kjósendur um að hún ætli sér að leysa húsnæðisvandann. Talað er um að einkaaðilar, markaðurinn, byggi 35 þúsund íbúðir. En þessi herferð er auðvitað bara "smoke and mirrors" eins og venjulega. Eins og búast mátti við eru engar hugmyndir þarna um að ríkið komi að málum á neinn hátt nema með því að beita allskonar teknókratískum bellibrögðum og smáskammtalækningum. Aðgerðir sem munu ekki breyta neinu nema kannski auka hagnað þeirra enn frekar sem græða á því að selja fólki húsnæði. Í tillögunum er talað um að "örva framboðið" á markaði en við vitum að markaðurinn mun aldrei auka framboð eins og þarf til að stöðva þessar stjórnlausu hækkanir, hvað þá að verð lækki. Það myndi augljóslega ganga þvert gegn hagsmunum margra fyrirtækja og banka. 

 

Raunverulegar lausnir á húsnæðisvandanum munu ekki koma frá ríkisstjórn ríka fólksins þar sem fjármálaráðherra er Bjarni Benediktsson. Og fjölmiðlar munu heldur ekki spyrja neinna gagnrýnna spurninga frekar enn fyrri daginn. Spurningar eins og hvernig eiga þessar aðgerðir að hafa einhver áhrif þegar þær breyta engu verðandi samsetningu húsnæðiskerfisins? Það er ekki gert ráð fyrir að hlutfall félagslegs húsnæðis aukist neitt í þessum tillögum. 95% af húsnæði mun áfram vera innan markaðarins sem þýðir að ekkert mun breytast. Við munum áfram búa við ofurmarkaðsvætt húsnæðiskerfi og síhækkandi húsnæðiskostnað verkafólks. Svo skilur þetta fólk ekkert í því að verðbólga sé stöðugt vandamál í landinu. 

 

Það er alltaf hægt að bóka að þegar stjórnmálamenn segjast koma færandi hendi er aðeins um innantómar blekkingar að ræða. Það er verkefni okkar til framtíðar að losa um og færa stærri hluta samfélagsins aftur yfir í félagslegan rekstur og í burtu frá markaðslausnum eftir áratugi af bókstafstrúar markaðshyggju. Staðreyndin er að markaðsfyrirkomulagið er hræðileg leið til að leysa vandamál eins og að skaffa almenningi öruggt húsnæði á sanngjörnu verði. En Íslenskir stjórnmálamenn eru enn undir álögum Milton Friedmans, einum af feðrum frjálshyggjunnar, áratugum eftir að nýfjrálshyggjutímabilið hófst og rúmum áratug eftir gjaldþrot sömu hugmynda þar sem við fengum öll að sjá afrakstur kerfis sem sniðið er að þörfum hinna fáu ríku.

 

Góðu fréttirnar eru að verkalýðshreyfingin og vinstrið eru í dauðafæri að krefjast breytinga á húsnæðiskerfinu í komandi kjarasamningum. Ég vona innilega að hreyfingin hafi getu og þor til að nýta næstu kjarasamninga til að koma á raunverulegum félagslegum umbótum á húsnæðiskerfinu. Ekkert annað en félagsvæðing stórshluta húsnæðiskerfisins dugir til.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Af hverju var Byggingarfélag verkamanna lagt af um 2000?
    Það réðu allir við að greiða þær skuldir.
    0
  • Bjarni Pétursson skrifaði
    mjøg gott
    0
  • Hvaða vit hef ég svo sem á stjórnmálum og svoleiðis veseni bara ekki neitt svo eru mínar skoðanir litilsgildar hvort sem er það segir hún litla ljot
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu