Þessi færsla er meira en ársgömul.

Að gera samfélaginu gagn

Að gera samfélaginu gagn

Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar, fjölmiðla og samskiptafyrirtækisins sem er í meirihluta eigu lífeyrissjóða, skrifar nýlega að stjórnendur fyrirtækja hafi ekki umboð til að "vinna samfélaginu gagn" og eigi þess vegna, ef ég skil rétt, að hætta að reyna og snúa sér að eina tilgangi sínum: Að gera hann og aðra kapítalista enn ríkari enn þeir eru. Ástæða skrifanna virðist að einhverju leiti vera sprottin af pirringi Heiðars yfir því að þrettán af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafi skuldbundið sig til að setja níu prósent af eignum sínum til að vinna gegn hlýnun jarðar fram til ársins 2030. Ráðstöfun sem getur varla verið túlkuð sem annað en lítið en mikilvægt skref í baráttunni.

Heiðar mótmælir þeirri hugmynd sem hefur orðið á skoðunum margrar innan viðskiptalífsins undanfarin ár þess efnis að fyrirtæki eigi ekki aðeins að auka hagnað eigenda sinna heldur líka að þjóna samfélaginu. Heiðari finnst það of langt gengið og vill fara aftur til tíma Friedmans og Hayek þar sem engum datt í hug að halda slíku fram. Hann vísar í bókina Woke Inc eftir Vivek Ramaswamy sem fjallar um hvernig fyrirtæki á vesturlöndum hafa tekið upp á því að styðja frelsisbaráttu og mótmælahreyfingar undanfarinn ára eins og Black Lives Matter.

Það er rétt hjá Heiðari að ákveðin breyting hafi orðið á skoðunum margra stjórnenda og samtaka fyrirtækja. Mörg af stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna lýstu opinberlega yfir stuðnings with BLM og undanfarinn áratug hefur það orðið algengt að sjá fyrirtæki setja upp fána hinsegin samfélagsins. Þannig var til að mynda Hinsegin gangan haldin í samstarfi við Kauphöll Íslands á tímabili og Bandaríski herinn hefur líka reynt að höfða til hinsegin fólks í auknu mæli. Þá hafa mörg samtök fyrirtækja á vesturlöndum líkt og Bussiness Roundtable lýst því yfir að fyrirtæki verði að sýna samfélagslega ábyrgð og hætta að einblína á hagnað. Vandinn er að slíkum yfirlýsingum fylgja engar hugmyndir um raunverulegar kerfislægar breytingar á samfélaginu.

Sósíalistar og Marxistar hafa bent á að slíkt sé aðeins hugsjónahyggja og innistæðulaust hjal ef ekki fylgi með raunverulegar tillögur um kerfislægar breytingar. Þó ekki væri nema tímabundnir plástrar til þess að bjarga okkur undan loftlagsvánni sem húmir yfir. En í stað þess að styðja breytingar, aukið réttlæti og jöfnuð, hafa fyrirtæki tekið upp á því að sveipa sig merkjum hinsegin fólks til þess að þjóna eigin hagsmunum. Slíkt "woke-washing" er hluti af þróun nýfrjálshyggjutímans þar sem stór hluti fyrirtækja og atvinnugreina á vesturlöndum hefur skipt um lið og myndað bandalag með frjálslyndum stjórnmálaöflum. Þetta er hægt að sjá í Bandaríkjunum þar sem Demókratar eru fjármagnaðir af stórum hluta af Wall Street, Silcon Valley og lyfjaiðnaðinum.

Í bókinni Woke Inc gagnrýnir höfundurinn það sem hann kallar "woke capitalism" en á sama tíma afneitar hann því að kerfisbundinn rasismi sé raunverulega fyrirbæri. Höfundur bókarinnar og Heiðar vilja nefnilega ekki að fyrirtæki krefjist raunverulegra breytinga heldur hætti frekar að skipta sér af málum sem hafa ekki með fjárhagslega hagsmuni þeirra að gera.

Þetta er klassískt fyrir hægrimenn sem þrá að komast aftur til fyrri tíma þar sem hægt var að halda því fram að aðgreina ætti stjórnmál og fyrirtækjarekstur. Heiðar vill eiga kökuna og éta hana líka eins og hefur tíðkast. Hann vill hagnast á fólki og náttúruauðlindum okkar en ekki bera neina ábyrgð á afleiðingum framleiðslunnar.

Það er auðvitað firra að halda því fram að stjórnmál og viðskipti tengist ekki eða eigi ekki að gera það. Stjórnmál snúast einmitt um skiptingu gæðanna og þeirra verðmæta sem verða til innan fyrirtækja. Stjórnmál á vesturlöndum ganga oftar ekki út á neitt annað en að þjóna hagsmunum fyrirtækjaeigenda eins og Íslendingar vita vel. Síðustu áratugir hafa einmitt snúist um fátt anna en að lækka skatta á fyrirtæki, brjóta niður eftirlit með fyrirtækjum, draga úr valdi verkalýðshreyfingarinnar og einkavæða sífellt stærri hluta samfélagsins.

Það er einmitt skoðun sósíalista að ríkið sé leikvöllur hinna ríku og kapítalista til að stjórna og verja hagsmuni sína eins og Marx fjallaði um í kommúnistaávarpinu: "Ríkisvöld vorra tíma eru ekkert annað en nefndir manna til að annast sameiginlega hagsmuni stórborgarastéttarinnar, auðvaldsins". Miðað við hvernig Íslensk stjórnmál hafa þróast undanfarin ár er ekki annað að sjá að sú kenning eigi jafnvel við í dag eins og áður.

En Heiðar vill að við gleymum því og trúum í staðinn að hægt sé að aðskilja fyrirtæki og stjórnmál og þar af leiðandi eigi almenningur enga heimtingu á því að krefja fyrirtæki um eitt eða neitt. Enda sé engin stoð í lögum fyrir slíku segir hann. En eins og við vitum gerir enginn neitt nema að það sé skrifað í lög. Eða hvað?

Þó svo að "woke-washing" vestrænna fyrirtækja sé innihaldslaust skrum þá er hugmynd Heiðars um aðgreiningu stjórnmála og viðskipta það líka og þjónar ekki síður þeim tilgangi að afvegaleiða umræðuna um raunverulegt réttlæti. Með því að telja fólki trú um að stjórnmál eigi að einangrast við veggi Alþingis. Reyndar er hugmynd Heiðars yfirgengilega ófrumlega enda aðeins afturhvarf til sjötta og áttunda áratugarins þegar fyrirtæki nenntu ekki einu sinni að þykjast styðja málefni hinsegin fólks.

Mannkynið stendur á tímamótum vegna loftlagsvandans. Raunverulegt réttlæti mun á endanum ekki koma frá stjórnmálamönnum, "woke" kapítalistum eða frjálshyggjumönnum eins og Heiðari, heldur upp úr pólitískum þrýstingi venjulegs fólks og hreyfinga sem munu þurfa að taka málin í sínar hendur fyrr en seinna.  

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Kosið um framtíð Póllands
Greining

Kos­ið um fram­tíð Pól­lands

Það stefn­ir í spenn­andi þing­kosn­ing­ar í Póllandi eft­ir hálf­an mán­uð. Val­ur Gunn­ars­son er í Póllandi og mun fylgj­ast með kosn­inga­bar­átt­unni.
„Ég þekki mín réttindi og er alltaf tilbúin að berjast fyrir þeim“
Fréttir

„Ég þekki mín rétt­indi og er alltaf til­bú­in að berj­ast fyr­ir þeim“

„Ræst­ing­ar er mjög erfitt starf,“ seg­ir Ieva Mūrniece, sem hef­ur starf­að við þrif á Ís­landi í sjö ár. Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar rann­sókn­ar sýna að lífs­skil­yrði og heilsa fólks sem starfar við ræst­ing­ar er mun verri en annarra á vinnu­mark­aði, sama hvert er lit­ið.
Reykjavíkurborg getur átt von á 33 milljarða arði úr Orkuveitunni á næstu árum
Greining

Reykja­vík­ur­borg get­ur átt von á 33 millj­arða arði úr Orku­veit­unni á næstu ár­um

Orku­veita Reykja­vík­ur er að selja hlut í tveim­ur dótt­ur­fé­lög­um, Ljós­leið­ar­an­um og Car­bfix. Hún áætl­ar að það skili um 61 millj­arði króna i inn­borg­að hluta­fé á næstu fjór­um ár­um. Spár gera ráð fyr­ir því að tekj­ur í starf­semi síð­ar­nefnda fé­lags­ins muni vaxa mik­ið Gangi þær spár eft­ir ætl­ar Orku­veit­an að borga eig­end­um sín­um: Reykja­vík, Akra­nesi og Borg­ar­byggð, út sam­tals 35 millj­arða króna í arð á tíma­bil­inu.
Fólk í leit að vernd fái ekki alltaf talsmann
FréttirFlóttamenn frá Venesúela

Fólk í leit að vernd fái ekki alltaf tals­mann

Dóms­mála­ráð­herra vill að Út­lend­inga­stofn­un fái heim­ild til að af­greiða um­sókn­ir fólks sem hing­að leit­ar vernd­ar án þess að því sé skip­að­ur tals­mað­ur. Þá vill ráð­herr­ann breyt­ing­ar á veit­ingu dval­ar­leyfa af mann­úð­ar­ástæð­um og breyta sam­setn­ingu kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála.
Samfylkingin með yfir 30 prósent fylgi og nálægt því að vera jafn stór og stjórnin
Greining

Sam­fylk­ing­in með yf­ir 30 pró­sent fylgi og ná­lægt því að vera jafn stór og stjórn­in

Það er inn­an vik­marka að Vinstri græn falli af þingi, en flokk­ur­inn mæl­ist sá minnsti á Al­þingi. Aldrei áð­ur í sögu Gallup mæl­inga hef­ur Sam­fylk­ing­in mælst næst­um tíu pró­sentu­stig­um stærri en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, en rúm­ur ára­tug­ur er síð­an að sá flokk­ur rauf 30 pró­senta múr­inn.
Um helmingur getur ekki mætt óvæntum 80 þúsund króna útgjöldum
Fréttir

Um helm­ing­ur get­ur ekki mætt óvænt­um 80 þús­und króna út­gjöld­um

Um fjórð­ung­ur heil­brigð­is­starfs­fólks inn­an Sam­eyk­is á í erf­ið­leik­um með að láta enda ná sam­an, einn af hverju tíu hef­ur ekki efni á stað­góðri mál­tíð ann­an hvern dag og sama hlut­fall hef­ur ekki efni á bíl. Tæp­lega 40 pró­sent búa við þunga byrði af hús­næð­is­kostn­aði.
Ótrúleg uppgötvun James Webb: Tveir Júmbóar flakka saman um Óríon-þokuna
Flækjusagan

Ótrú­leg upp­götv­un James Webb: Tveir Júm­bóar flakka sam­an um Óríon-þok­una

Stjörnu­sjón­auk­inn knái ger­ir upp­götv­un sem ENG­INN hefði í al­vör­unni getað lát­ið sér detta í hug
Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með.“
„Frávísun er sjaldgæf og tvöföld frávísun er nánast einsdæmi“
Fréttir

„Frá­vís­un er sjald­gæf og tvö­föld frá­vís­un er nán­ast eins­dæmi“

Sveinn Andri Sveins­son, verj­andi ann­ars sak­born­ings­ins, seg­ir það hafa ver­ið við­bú­ið að ákæru í hryðju­verka­mál­inu svo­kall­aða hafi aft­ur ver­ið vís­að frá hér­aðs­dómi. „Ef menn hefðu ekki ver­ið að halda þenn­an hel­vít­is blaða­manna­fund í sept­em­ber í fyrra og ver­ið með þess­ar stór­yrtu yf­ir­lýs­ing­ar þá væru menn í allt ann­arri stöðu,“ seg­ir hann.
Talsmenn háðir Útlendingastofnun fjárhagslega: „Hann hefði ekki getað gert neitt“
Fréttir

Tals­menn háð­ir Út­lend­inga­stofn­un fjár­hags­lega: „Hann hefði ekki getað gert neitt“

Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata, ætl­ar að biðja um út­tekt rík­is­end­ur­skoð­un­ar á tals­manna­þjón­ustu fyr­ir hæl­is­leit­end­ur en tals­menn­irn­ir eru fjár­hags­lega háð­ir Út­lend­inga­stofn­un, stofn­un­inni sem úr­skurð­ar í mál­um skjól­stæð­inga þeirra. Ung­ur mað­ur frá Venesúela lenti í því ný­ver­ið að heyra ekki frá tals­mann­in­um sín­um vik­um sam­an með þeim af­leið­ing­um að hann vissi ekki af nei­kvæð­um úr­skurði Út­lend­inga­stofn­un­ar fyrr en of seint var orð­ið að kæra úr­skurð­inn.
Dagur útilokar ekki þingframboð – Ekkert skrýtið að umferðin sé treg á morgnana
Fréttir

Dag­ur úti­lok­ar ekki þing­fram­boð – Ekk­ert skrýt­ið að um­ferð­in sé treg á morgn­ana

Borg­ar­stjóri seg­ir stærsta áhættu­þátt­ur­inn í fjár­mál­um ís­lenskra sveit­ar­fé­laga vera rík­ið, að ótví­rætt sé að Reykja­vík­ur­borg sé í for­ystu í hús­næð­is­mál­um á Ís­landi og að um­ferð­in verði áfram stopp nema að borg­ar­línu verði kom­ið á. Hann tel­ur að við sé­um á „þrösk­uld­in­um að fara með borg­ar­lín­una af stað“.
Heimilin borguðu 22,5 milljörðum krónum meira í vexti á fyrstu sex mánuðum ársins
Greining

Heim­il­in borg­uðu 22,5 millj­örð­um krón­um meira í vexti á fyrstu sex mán­uð­um árs­ins

Mikl­ar vaxta­hækk­an­ir á síð­ast­liðnu ári hafa gert það að verk­um að vaxta­greiðsl­ur ís­lenskra heim­ila hafa auk­ist um 62 pró­sent. Þau borg­uðu sam­tals 59 millj­arða króna í vexti á fyrstu sex mán­uð­um árs­ins 2023. Kaup­mátt­ur ráð­stöf­un­ar­tekna hef­ur nú dreg­ist sam­an fimm árs­fjórð­unga í röð. Við fá­um ein­fald­lega mun minna fyr­ir pen­ing­anna okk­ar.