Svandís segir stjórnendur Landspítala bera ábyrgðina á Landakoti
Það er ekki á ábyrgð heilbrigðisráðherra að stýra mönnun innan heilbrigðiskerfisins né heldur ber ráðherra ábyrgð á starfsumhverfi starfsfólks spítalans, segir í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Stundarinnar. Ábyrgðin sé stjórnenda Landspítalans.
FréttirCovid-19
Frumvarp til breytinga á sóttvarnarlögum lagt fyrir Alþingi á næstunni
Starfshópur sem heilbrigðisráðherra fól að skýra ákveði laga um opinberar sóttvarnaráðstafanir hefur skilað til ráðherra drögum að frumvarpi til breytinga á lögum um sóttvarnir.
FréttirHvað gerðist á Landakoti?
Heilbrigðisráðherra segir hópsýkingu á Landakoti ekki vera á sínu borði
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra neitaði Stundinni um viðtal eða viðbrögð vegna Covis-19 hósýkingarinnar á Landakoti. Tólf eru látnir af völdum sýkingarinnar og yfir 200 manns hafa veikst.
GreiningHvað gerðist á Landakoti?
Alvarlegasta atvik sem komið hefur upp í íslenskri heilbrigðisþjónustu
COVID-19 hópsýkingin á Landakoti hefur dregið tólf manns til dauða. Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segja íslenskt heilbrigðiskerfi veikburða og illa í stakk búið til að takast á við heimsfaraldur, mannskap vanti og húsnæðismál séu í ólestri. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vill ekki tjá sig um málið við Stundina og segir það ekki á sínu borði.
Fréttir
Geðhjálp afhendir 30 þúsund undirskriftir
Svandís Svavarsdóttir heilbrigisráðherra fær í dag afhenta áskorun um 9 aðgerðir til að setja geðheilsu í forgang.
ViðtalRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur
Segir starfsumhverfið í Vinstri grænum ekki heilbrigt
Andrés Ingi Jónsson segir aðskilnaðarkúltúr hafa einkennt starfið innan þingflokks Vinstri grænna. Flokkurinn hafi þá gefið allt of mikið eftir í stjórnarsáttmála og Sjálfstæðisflokkurinn hafi of mikil völd. Þá segir hann Sjálfstæðisflokk nýta COVID-kreppuna til að koma að umdeildum málum.
Fréttir
Svandís Svavarsdóttir stígur til hliðar
Veikindi í fjölskyldu heilbrigðisráðherra valda því að hún stígur tímabundið til hliðar úr ráðherrastóli.
Fréttir
Segja yfirlækna svipta ábyrgð með ólögmætum hætti
Umboðsmaður Alþingis telur að leysa gæti þurft deilu yfirlækna við Landspítalann fyrir dómstólum. Yfirlæknar telja sig ekki geta rækt ábyrgð sína undir nýju skipuriti og breytingarnar þjóni ekki hagsmunum sjúklinga. Umboðsmaður sagði heilbrigðisráðherra ekki hafa staðfest fyrra skipurit í samræmi við lög.
Fréttir
Dóttir Svandísar greind með heilaæxli
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frá því að dóttir sín, Una Torfadóttir, muni undirgangast krabbameinsmeðferð. „Þetta er stærsta verkefni lífs míns,“ segir Svandís, sem mun starfa áfram sem ráðherra á meðan meðferð stendur.
FréttirHeilbrigðismál
Ný fagráð sjúkrahúsa ekki lýðræðislega kosin
Læknaráð og hjúkrunarráð hafa verið lögð niður með lögum og meðlimir nýrra fagráða verða valdir af forstjórum sjúkrahúsanna samkvæmt reglugerð. Formaður læknaráðs Landspítalans hefur sagt að forstjóri verði „býsna einráður“ og að aðhald minnki.
FréttirHeilbrigðismál
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
Læknaráð og hjúkrunarráð hafa verið lögð niður með lögum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafði beðið læknaráð um stuðning. Formaður læknaráðs segir aðhald minnka með breytingunni og að forstjóri Landspítalans verði „býsna einráður“.
Fréttir
Svart álit erlendra sérfræðinga: „Staðan á bráðamóttökunni er krónísk katastrófa“
Sænskir læknar í átakshópi heilbrigðisráðherra segja gamalt fólk þjást vegna stöðunnar á bráðamóttöku Landspítalans. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er sagður hafa ranga forgangsröðun og að hann þurfi að grípa til aðgerða. Vandinn sé „af risavaxinni stærðargráðu“.
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Viðtal
2
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
3
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
6
Viðtal
10
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
7
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Viðtal
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Fréttir
10
Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
Hlal Jarah, eigandi veitingastaðarins Mandi hefur verið ákærður fyrir að ráðast með barsmíðum á Kefsan Fatehi á annan dag jóla 2020. Upptökur sýna Hlal slá Kefsan í höfuðið og sparka í hana. Sjálf lýsir hún ógnunum, morðhótunum og kynferðislegri áreitni af hendi Hlal og manna honum tengdum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.