Svæði

Reykjavík

Greinar

„Ég rændi barninu til að bjarga því“
ViðtalBarnavernd í Noregi

„Ég rændi barn­inu til að bjarga því“

Helena Brynj­ólfs­dótt­ir yf­ir­gaf all­ar ver­ald­leg­ar eig­ur sín­ar og vinnu í Nor­egi til þess að flýja til Ís­lands með barna­barn­ið, 5 ára gaml­an dreng, sem norsk barna­vernd­ar­yf­ir­völd vildu vista hjá ókunn­ugu fólki til 18 ára ald­urs. Barna­vernd­in í Nor­egi krefst þess að ís­lensk stjórn­völd af­hendi barn­ið og hún gæti ver­ið ákærð fyr­ir barns­rán.
Segir hagnaðinn af Litahlaupinu vera minni en styrkveitingar til góðgerðarmála
FréttirÚtivist

Seg­ir hagn­að­inn af Lita­hlaup­inu vera minni en styrk­veit­ing­ar til góð­gerð­ar­mála

The Col­or Run er hlaup­ið á yf­ir 300 stöð­um í heim­in­um á hverju ári. Eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins, sem sér um fram­kvæmd Lita­hlaups­ins á Ís­landi, neit­ar að gefa upp tekj­ur sín­ar og hagn­að. Upp­selt var í hlaup­ið og voru þátt­tak­end­ur um tólf þús­und. Fyr­ir­tæki eins og Al­vo­gen greiða þókn­un til að tengja nafn sitt við hlaup­ið en for­svars­menn Lita­hlaups­ins gefa ekki upp hversu há hún er.
Ævintýraheimur í Laugardalnum
Innlit

Æv­in­týra­heim­ur í Laug­ar­daln­um

Allie Doersch ólst upp í Col­orado og gekk í lista­há­skóla í Flórída þar sem hún lærði myndskreyt­ing­ar og kynnt­ist eig­in­manni sín­um, Guð­jóni Erni Lárus­syni. Nú hef­ur hún bú­ið á Ís­landi í tvö ár, vinn­ur sem teikn­ari hjá Öss­uri, syng­ur með pönk­hljóm­sveit­inni Tófu og var að klára myndskreyt­ing­ar við barna­bók. Hún seg­ir myrkr­ið og hvítu vegg­ina á Ís­landi hafa ver­ið þrúg­andi í fyrstu en það hef­ur hún leyst með því að skapa lit­rík­an æv­in­týra­heim í tveggja her­bergja íbúð í Laug­ar­daln­um.
Kennari fékk aðra áminningu fyrir að rassskella barn
Fréttir

Kenn­ari fékk aðra áminn­ingu fyr­ir að rass­skella barn

Kenn­ari í Aust­ur­bæj­ar­skóla var til­kynnt­ur til barna­vernd­ar fyr­ir að rass­skella níu ára nem­anda ár­ið 2014. For­eldr­ar drengs­ins segj­ast hugsi yf­ir refs­i­stefnu í grunn­skól­um en son­ur þeirra átti mjög erf­ið­an vet­ur í skól­an­um. Kenn­ar­inn var áminnt­ur fyr­ir brot­ið, en í vor fékk hann aðra áminn­gu fyr­ir sam­bæri­legt at­vik og seg­ist hafa kikn­að und­an álagi.

Mest lesið undanfarið ár