Aðili

Ólafur Teitur Guðnason

Greinar

Einkarekin heilsugæsla tekur starfsfólk frá þeirri opinberu
Fréttir

Einka­rek­in heilsu­gæsla tek­ur starfs­fólk frá þeirri op­in­beru

Lof­orð um að frek­ari einka­væð­ing í heilsu­gæsl­unni myndi skila ís­lensk­um lækn­um heim hafa ekki stað­ist. Tvær nýj­ar einka­rekn­ar stöðv­ar taka til starfa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í sum­ar og eru þær að mestu mann­að­ar fyrr­ver­andi starfs­fólki op­in­berra heilsu­gæslu­stöðva. Þá ákvað rík­is­stjórn­in að leiða ekki í lög arð­greiðslu­bann af rekstri heilsu­gæslu­stöðva en gera það að samn­ings­skil­mál­um sem end­ur­skoð­að­ir verða eft­ir rúm fjög­ur ár.
Svona sleppa álfyrirtækin við að borga skatta á Íslandi
ÚttektÁlver

Svona sleppa ál­fyr­ir­tæk­in við að borga skatta á Ís­landi

Norð­ur­ál hef­ur greitt 74 millj­arða í fjár­magns­kostn­að, mest til eig­in móð­ur­fé­lags, á sama tíma og fyr­ir­tæk­ið hef­ur skil­að bók­færð­um hagn­aði upp á 45 millj­arða króna. Indriði Þor­láks­son, fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri, seg­ir fyr­ir­tæk­ið nota „fléttu“ til að kom­ast hjá skatt­greiðsl­um á Ís­landi. Öll ál­fyr­ir­tæk­in þrjú beita ýms­um að­ferð­um til að eiga í sem mest­um við­skipt­um við móð­ur­fé­lög sín og önn­ur tengd fyr­ir­tæki. Ál­fyr­ir­tæk­in segja að um eðli­leg lán vegna fjár­fest­inga sé að ræða. Unn­ið er að breyt­ing­um á skatta­lög­um í fjár­mála­ráðu­neyt­inu sem eiga að girða fyr­ir óeðli­leg við­skipti tengdra fyr­ir­tækja.
Kjaradeilan í álverinu í Straumsvík: Rio Tinto vill lækka kostnað um 43 milljónir
FréttirÁlver

Kjara­deil­an í ál­ver­inu í Straums­vík: Rio Tinto vill lækka kostn­að um 43 millj­ón­ir

Samn­inga­mað­ur Rio Tinto sem kom frá Frakklandi á þriðju­dag gaf upp að fyr­ir­tæk­ið vilji skera nið­ur um 43 millj­ón­ir króna. Þess vegna er kjara­deila Rio Tinto og starfs­manna í hnút. Nið­ur­skurð­ur­inn nem­ur 0,06 pró­sent­um af tekj­um ál­vers­ins í Straums­vík. Eitt­hvað ann­að vak­ir fyr­ir Rio Tinto en bara þessi launanið­ur­skurð­ur.
Rio Tinto vill lækka launakostnað eftir að hafa skilað 380 milljarða króna hagnaði
FréttirÁlver

Rio Tinto vill lækka launa­kostn­að eft­ir að hafa skil­að 380 millj­arða króna hagn­aði

Þrátt fyr­ir gríð­ar­leg­an hagn­að á heimsvísu hef­ur Rio Tinto sett sér markmið um auk­inn nið­ur­skurð í kostn­aði. Þrýst­ing­ur berst frá höf­uð­stöðv­um Rio Tinto til Ís­lands og veld­ur hörku í samn­ing­um við starfs­fólk ál­vers­ins í Straums­vík. Rio Tinto vill lík­lega ekki loka ál­ver­inu í Straums­vík en gæti vilj­að end­ur­semja við Lands­virkj­un um raf­orku­verð. Er­lend­ir grein­end­ur hæla rekstri Rio Tinto og segja að fyr­ir­tæk­inu hafi geng­ið vel að lækka kostn­að og mæla með hluta­bréf­um þess til kaups. Þá var hagn­að­ur þess meiri á fyrsta helm­ingi árs­ins en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir, en Rio Tinto setti sér meiri nið­ur­skurð­ar­kröf­ur en áð­ur.
Álverið í Straumsvík borgar milljarða til móðurfélagsins
FréttirÁlver

Ál­ver­ið í Straums­vík borg­ar millj­arða til móð­ur­fé­lags­ins

Ál­ver Rio Tinto Alcan í Straums­vík er í margs kon­ar við­skipt­um við móð­ur­fé­lag sitt í Sviss þar sem fjár­mun­ir renna frá Ís­landi og til þess. Auk­inn kostn­að­ur get­ur lækk­að skatt­greiðsl­ur. Hagn­að­ur Rio Tinto af sölu fyr­ir­tæk­is­ins á áli að frá­dregn­um kostn­aði var ein­ung­is um tveir þriðju hlut­ar af hagn­aði Alcan þeg­ar það fyr­ir­tæki átti ál­ver­ið í Straums­vík. Fram­legð Alcan á tíma­bil­inu 2002 til 2007 var rúm­lega 43 pró­sent en fram­legð Rio Tinto er rúm­lega 30 pró­sent.

Mest lesið undanfarið ár