Mál Megasar fellt niður án frekari rannsóknar
Bergþóra Einarsdóttir tilkynnti meint brot Megasar og Gunnars Arnar til lögreglu strax árið 2004, en gögnin fundust ekki aftur í málaskrá lögreglu. Árið 2011 lagði hún fram formlega kæru en frekari rannsókn fór aldrei fram, þeir voru aldrei kallaðir fyrir og málið fellt niður þar sem það var talið fyrnt, enda skilgreint sem blygðunarsemisbrot. Niðurstaðan var kærð til ríkissaksóknara sem taldi málið heyra undir nauðgunarákvæðið en felldi það einnig niður á grundvelli einnar setningar.
Fréttir
1
Jón Steinar ósáttur við umræðuna: „Ég hef algjöra fyrirlitningu á kynferðisbrotum“
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, er mjög ósáttur við viðbrögð fólks við skrifum hans um að konur ættu að draga úr drykkju í því skyni að forðast nauðganir. Honum þykir hann órétti beittur með því að vera sagður sérstakur varðmaður kynferðisbrotamanna í athugasemdakerfum.
Fréttir
Fyrrverandi hæstaréttardómari ráðleggur konum að drekka minna til að forðast nauðganir
Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður segir að áfengis- og vímuefnanotkun sé ástæða langflestra kynferðisbrota. Eigi það við um bæði brotamenn og brotaþola, sem Jón Steinar segir að hvorir tveggja upplifi „dapurlega lífsreynslu“. Stígamót leggja áherslu á ekkert réttlætir naugun og að nauðgari er einn ábyrgur gerða sinna. Í rannsókn á dómum Hæstaréttar í nauðgunarmálum kom fram að greina megi það viðhorf í dómum réttarins að „réttur karla sé verðmætari en réttur kvenna“.
FréttirKSÍ-málið
Sex leikmenn karlalandsliðsins sakaðir um kynferðis- og ofbeldisbrot
Aðgerðahópurinn Öfgar sendi stjórn KSÍ upplýsingar um sex landsliðsmenn sem sagðir eru hafa beitt kynferðisofbeldi og ofbeldi. Hluti leikmannanna hefur ekki verið nafngreindur áður í tengslum við slík brot.
Fréttir
Jóhannes Tryggvi fer fram á lokað þinghald í kynferðisbrotamáli á hendur sér
Við fyrirtöku í máli á hendur Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni meðhöndlara í gær fór lögfræðingur hans fram á að málið yrði rekið fyrir luktum dyrum. Ragnhildur Eik Árnadóttir, sem Jóhannes er ákærður fyrir að hafa brotið gegn, fer hins vegar fram á þinghald verði opið.
English
In his own words: Assange witness explains fabrications
A major witness in the United States’ Department of Justice case against Julian Assange casts serious doubt on statements found in the indictment against the Wikileaks founder.
Aðsent
Gerður Berndsen
Ég vil uppreist æru fyrir dóttur mína
Gerður Berndsen segist þess fullviss að engin mannvera hafi verið lítilsvirt jafn mikið af íslensku réttarkerfi og dóttir hennar.
Pistill
Hildur Fjóla Antonsdóttir
Sköpum leiðir að réttlæti fyrir þolendur kynferðisofbeldis
Hildur Fjóla Antonsdóttir réttarfélagsfræðingur fjallar um þær leiðir sem hægt er að fara til að þolendur kynferðisofbeldis upplifi réttlæti.
FréttirMeðhöndlari kærður
Vill fá að mæta brotlega nuddaranum í opnu þinghaldi
Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson meðhöndlari hefur verið ákærður fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn Ragnhildi Eik Árnadóttur. Jóhannes var í janúar dæmdur fyrir að nauðga fjórum konum sem leituðu til hans í meðferð. Hann býður enn upp á meðhöndlun við stoðkerfisvandamálum.
Fréttir
Hótað nauðgun og aftöku fyrir að birta frásagnirnar
Forsvarsmenn hópsins Öfgar hyggjast leita réttar síns vegna morðhótunar. Þær segja ýmis konar hótanir og ærumeiðingar hafa borist eftir að þær birtu sögur um ónafngreindan tónlistarmann.
FréttirMeðhöndlari kærður
Kærir ríkið til Mannréttindadómstólsins vegna Jóhannesar meðhöndlara
Mál konu sem kærði Jóhannes Tryggva Sveinbjörnsson fyrir fjölmörg kynferðisbrot var fellt niður sökum þess að það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Konan hefur nú kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna málsmeðferðarinnar.
FréttirMetoo
Öskrað gegn óréttlæti
Hópur kvenna safnaðist saman fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur um hádegisbil í dag til að öskra gegn óréttlæti og með samstöðu fyrir þolendum kynferðisofbeldis
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
7
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Fréttir
5
Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
Kári Stefánsson segist ekki vera maðurinn sem Edda Falak vísar til sem vændiskaupanda, en segist vera með tárum yfir því hvernig komið sé fyrir SÁÁ. Hann hafi ákveðið að hætta í stjórn samtakanna vegna aðdróttana í sinn garð. Edda segist hafa svarað SÁÁ í hálfkæringi, enda skuldi hún engum svör.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.