Svæði

Ísland

Greinar

Ráðuneyti Kristján Þórs tekur einhliða ákvörðun um einkavæðingu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Ráðu­neyti Kristján Þórs tek­ur ein­hliða ákvörð­un um einka­væð­ingu

Heilsu­gæsla höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins seg­ist ein­göngu hafa ver­ið ráð­gef­andi þeg­ar heil­brigð­is­ráðu­neyti Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar ákvað að opna þrjár nýj­ar einka­rekn­ar heilsu­gæslu­stöðv­ar. Fram­kvæmda­stjóri lækn­inga heilsu­gæsl­unn­ar hef­ur lengi tal­að fyr­ir auk­inni fjöl­breytni á rekstr­ar­form­um heil­brigð­is­þjón­ustu og stofn­aði sjálf­ur fyr­ir­tæki sem ætl­aði að sinna ferða­tengdri lækn­inga­þjón­ustu fyr­ir er­lenda að­ila. Nýju stöðv­arn­ar eru ekki fjár­magn­að­ar og munu 20 heilsu­gæslu­stöðv­ar - 15 rík­is­rekn­ar og 5 einka­rekn­ar - því þurfa að bít­ast um sama fjár­magn­ið.
„Þið eruð að ræna barninu mínu“
Úttekt

„Þið er­uð að ræna barn­inu mínu“

For­eldr­ar barna með fjöl­þætt­an vanda standa eft­ir ráða­laus­ir og ör­vænt­inga­full­ir, þeg­ar full­reynt er með þau fáu úr­ræði sem eru í boði. Rík­ið hef­ur ekki gert þjón­ustu­samn­ing við Vina­kot, einka­rek­ið með­ferð­ar­úr­ræði fyr­ir börn með fjöl­þætt­an vanda, og ekki rík­ir jafn­ræði eft­ir sveit­ar­fé­lög­um hvort börn fái þjón­ustu það­an. Barna­vernd­ar­nefnd Hafn­ar­fjarð­ar greip ný­ver­ið til neyð­ar­ráð­stöf­un­ar í lög­um til að fjar­lægja stúlku úr Vina­koti og koma henni í fóst­ur. Móð­ir stúlk­unn­ar tal­ar um mis­beit­ingu á valdi.
Hvernig ISIS varð til í bandarískum fangabúðum
Úttekt

Hvernig IS­IS varð til í banda­rísk­um fanga­búð­um

Helstu leið­tog­ar IS­IS kynnt­ust í banda­rísku fanga­búð­un­um Bucca í Ír­ak. Fyrr­ver­andi her­for­ingj­ar úr her Saddams Hus­sein og öfga­full­ir íslam­ist­ar náðu sam­an í fang­els­inu og úr varð ban­vænn kokteill. Fyrr­ver­andi fangi lík­ir búð­un­um við verk­smiðju sem fram­leiddi hryðju­verka­menn. Fang­ar skrif­uðu síma­núm­er hvers ann­ars inn­an á am­er­ísk­ar boxer nær­bux­ur.
„Þetta fór eins og mikill meiri­hluti svona mála“
Viðtal

„Þetta fór eins og mik­ill meiri­hluti svona mála“

Hild­ur Björk Mar­grét­ar­dótt­ir er eitt af and­lit­un­um á bakvið erf­iða töl­fræði í kyn­ferð­is­brota­mál­um. Hún seg­ist hafa ver­ið mis­not­uð í æsku af manni sem tengd­ist henni. Hún lýs­ir brot­um manns­ins, af­leið­ing­um þeirra og hvernig hún náði að vinna sig út úr of­beld­inu. Hild­ur seg­ist hafa náð mest­um bata þeg­ar hún fór að opna sig um mál­ið. Hún kærði mann­inn til lög­reglu fyr­ir nærri tíu ár­um síð­an en mál­inu var vís­að frá þar sem um var ræða orð gegn orði. Meint­ir gerend­ur eru að­eins dæmd­ir sek­ir í fimmta hverju til­kynntu kyn­ferð­is­broti gegn börn­um.
Kjaradeilan í álverinu í Straumsvík: Rio Tinto vill lækka kostnað um 43 milljónir
FréttirÁlver

Kjara­deil­an í ál­ver­inu í Straums­vík: Rio Tinto vill lækka kostn­að um 43 millj­ón­ir

Samn­inga­mað­ur Rio Tinto sem kom frá Frakklandi á þriðju­dag gaf upp að fyr­ir­tæk­ið vilji skera nið­ur um 43 millj­ón­ir króna. Þess vegna er kjara­deila Rio Tinto og starfs­manna í hnút. Nið­ur­skurð­ur­inn nem­ur 0,06 pró­sent­um af tekj­um ál­vers­ins í Straums­vík. Eitt­hvað ann­að vak­ir fyr­ir Rio Tinto en bara þessi launanið­ur­skurð­ur.
Hörð deila milli Sónar og ÚTÓN: „Þú hefur skilið eftir þig sviðna jörð“
Menning

Hörð deila milli Són­ar og ÚT­ÓN: „Þú hef­ur skil­ið eft­ir þig sviðna jörð“

Són­ar Reykja­vík hef­ur sent ráð­herr­um form­lega kvört­un vegna sam­skipta Sig­tryggs Bald­urs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra ÚT­ÓN, við Björn Stein­bekk, for­svars­mann Són­ar. Þrátt fyr­ir að vera nær al­far­ið rek­ið á kostn­að rík­is­sjóð er ÚT­ÓN eig­andi rekstr­ar­fé­lags tón­list­ar­há­tíð­ar­inn­ar Ice­land Airwaves.
Fléttan um Norðurflug: Árangurslaust fjárnám gert hjá kaupandanum
FréttirViðskiptafléttur

Flétt­an um Norð­ur­flug: Ár­ang­urs­laust fjár­nám gert hjá kaup­and­an­um

Skipta­stjóri Sunds fer fram á gjald­þrot fé­lags­ins sem keypti þyrlu­fyr­ir­tæk­ið Norð­ur­flug út úr Sundi ár­ið 2008. Eig­end­ur Norð­ur­flugs í dag eru þeir sömu og áttu Sund. Þeir héldu yf­ir­ráð­um yf­ir fé­lag­inu með því að selja það til fé­lags­ins sem nú hef­ur ver­ið ósk­að eft­ir að verði tek­ið til gjald­þrota­skipta.

Mest lesið undanfarið ár